miðvikudagur, janúar 30, 2008

Yfirleitt þegar ég er í tíma þá glósa ég eins og vitlaus manneskja. Ég reyni að skrifa sem mest og les það svo eftir tímana.
Stundum er bara alls ekkert í vit í þessum glósum mínum. Hér koma dæmi frá því í morgun:

Mikilvægt lesa grein einhvers staðar.

Sýnir mynd af svani, belgur á því hann er blásin út hann er opinn (engin mynd fylgir með)

Hérna sjáum við – sjá á netinu hvað er verið að tala um.

Glæra með ónýt lungu

Astrúp - af hverju - því við erum svo skrýtin.

Krabbameinslæknar eru með aðferðir til að reyna að fá krabbameinið til að koma útúr beinunum.


Annars er allt með besta móti. Fann engan hatt til að éta en margt hefur breyst. Sjáum hvað setur. Eina áhyggjuefnið mitt þessa daganna er að hann hverfi jafn auðveldlega og hann birtist. Það væri nefnilega ekkert svo hressandi.


sunnudagur, janúar 27, 2008

Sem betur fer á ég ekki hatt því þá þyrfti ég nú aldeilis að éta hann.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Jaá.... Undanfarna daga hef ég fengið skrilljón hugmyndir af dásamlegum bloggum. Alveg ætlað að varpa út ógurlegum sannleiksdropum og reyna að bæta líf einhvers í leiðinni. Á meðan ég væri að þessu mundi ég finna lausn á öllum heimsins vandamálum og líf okkar yrði ekki samt.
Þegar kom að því að setja þennan sannleik á blað nennti ég því ekki. Ég nennti meira að hanga á barnalandi - jább ég les barnaland endalaust mikið. Ég nennti frekar að refresha mbl og lesa blogg hjá ókunnugum. Jább geri það líka. Les blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Mér þykir meira að segja vænt um sumt fólk sem ég þekki ekki neitt og stundum er ég æsispennt yfir meðgöngum hjá konum sem ég þekki ekki neitt. Bíð spennt eftir fæðingu barns sem ég mun að öllum líkindum aldrei sjá.
Ég kalla barnið mitt stundum rúsínu - því barnið mitt er sætt eins og rúsína. Ég kalla hann líka stundum rúsínurass - þó það sé kannski ekkert fallegt við það, en ég kalla hann það því hann er barnið mitt og mér finnst það krúttlegt. Ég kalla hann stundum Jósafat Bingó því mér finnst það alveg ótrúlega fyndið - mér finnst Jósafat samt alveg stórkostlega ljótt nafn en þegar ég segi það við rúsínurassinn þá verður það fyndið og skemmtilegt og stundum alveg fáránlega lýsandi.

Jæja, einhvern vegin er þetta að þróast útí einhvers konar játningablogg. Ég vildi bara láta ykkur vita að þrátt fyrir endalaust fullkomnun mína þá er ég bara mannleg eins og þið hin - nema ég geri ekki mistök.
Það var eitthvað meira en ég man það ekki.
Grip

sunnudagur, janúar 06, 2008

Ég horfi á sjónvarp. Það má meira að segja segja að ég horfi nokkuð oft á sjónvarp. Þar af leiðandi horfi ég oft á auglýsingar. Spái svo sem ekkert sértaklega mikið í þeim en sumar auglýsingar fara meira í taugarnar á mér en aðrar.
Bílaauglýsingar eru eitthvað sem mér finnst vera alveg fáránlegt rugl. Af hverju er ástæða til að sýna bíl sem breytist í action mann þegar hann kemur í beygju eða kónguló þegar hann keyrir yfir sand?
Ég bara skil þetta ekki. Áðan sá ég bílaauglýsingu þar sem bíllinn virkaði eins og hjólabretti fyrir einhvern risa og snerist í marga hringi og hélt svo áfram að keyra. Mig langar alveg alls ekki í bíl sem snýst í marga hringi.
Mér finnst þetta bara svo ótrúlega fáránlega pæling. Kannski er ég bara of jarðbundin.
Ef ég byggi i bæ þar sem fallandi steinkúla væri alltaf næstum því búin að drepa mig, þá væri ég ekkert akandi um kát og glöð, ég væri ekkert þar.
Bílaauglýsingar eru mjög góð leið til að halda mér hamingjusamri, akandi um á gullfallega gelgjubílnum.

Annar handleggur.
Einkunnir! Ekkert sést, hvorki tangur né tetur. Það er ekkert gaman að bíða eftir fréttum endalaust. Ef ég verð einhvern tíma háskólakennari þá verður það til þess að komast að því hvernig maður getur verið svona lengi að skila inn einkunm. Þegar ég kemst að því þá skal ég útvarpa skýringu á veraldarvefinn. Þangað til verð ég bitra konan að bíða og röfla.

Í gær leyfði ég biturleikanum að valsa um og sendi bitur skilaboð útí heim. Alveg skal ég éta hattinn minn ef ég fæ einhvern tíma svar. Children someday?
Þannig var nú það