laugardagur, apríl 26, 2008




Fór á vorgleði vinnunar á miðvikudaginn. Át, drakk, söng, spjallaði og hló. Var úti lengi lengi, hitti fólk og hafði gaman.

Það er alveg magnað að vera í skóla en ekki í prófum eða verkefnaskilum núna. Eina lúxusvandamálið mitt núna er að ég át of mikið í kvöldmatnum og það er ekkert í sjónvarpinu nema hroðbjóður sem ég horfi ekki á og svo hroðbjóður sem ég er búin að sjá.
Bráðum fer lærdómur fyrir sumarpróf að hljóma eins og góð skemmtun. Fátt er svo með öllu illt....
Kannski verður þvottavélin bráðum búin. Þá get ég farið í ból, lesið bók og sofnað eftir 1bls.
Kerling?

sunnudagur, apríl 20, 2008

jámm ...
Var minnt á það um helgina hversu mikið hefur breyst.... það er svo langt langt langt í konuna sem var ég 2004. Það er stundum svo skrýtið finnst mér. Skrýtið hvað margt getur breyst á stuttum tíma eða svona þannig.
Líka skrýtið hvað þetta hefur verið rætt mikið á mismunandi vígstöðvum þessa helgi.
Eníhú...
Ég stefni ótrauð á að verða nýliðameistari í uppsetningu æðaleggja. Skoða allar nálar í gríð og erg og er manna fyrst að taka eftir því ef einhver sjúklingur hugsar um að viðkomandi leggur sé farin að pirra hann eða eitthvað annað sem gefur ástæðu til að setja upp nýjan.
Ég man hvað ég hlakkaði til að fá að gera þetta og nú er komið að því og mér finnst það alveg jafn fáránlega skemmtilegt og ég hélt, jafnvel skemmtilegra. Svo núna er ég týpíski hjúkrunarfræðineminn sem gónir á hendurnar á öllum og velti fyrir mér hvaða æð ég mundi nú nota ...
Þannig er nú það.

Svo er það hann þarna, ég var alveg búin að gleyma hvað mér finnst hann sætur.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Í dag sat ég á ónefndri kaffistofu og ræddi mikið um það hversu vel heppnað sölutrikk mjólkurneysla væri. Tjáði staðfasta skoðun mína á því að mjólk argasta óþarfi. Ræddi líka aðeins um óhollustu og hvað óhófleg sykurneysla væri nú ægileg.
Svo fór ég heim og eldaði grjónagraut með vanillusykri í kvöldmatinn, bragðbætti hann svo með góðum slatta af kanilsykri og rúsínum.
Á meðan ég var að elda stakk ég uppí mig nokkrum suðusúkkulaðibitum.
Það er nú aldeilis gott að lifa í svona góðu jafnvægi með allt sitt á hreinu.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Mér finnst þessi tvö vera mestur dúllur í heimi. Hjörtur virðist reyndar semja lagið á staðnum. Hann skeytir þarna saman amk 3 öðrum lögum, en það er bara af því að hann er svo skapandi og listrænn ... ;)