miðvikudagur, febrúar 27, 2008



Það er fátt betra en að koma glaður út úr prófi, sækja barnið og fara heim og eiga kósý stund saman. Reyna að bæta fyrir stressið og öll skiptin sem sagt var: elskan mín núna er mamma að læra...

Í dag borðuðum við Hjörtur bugles með púrrulaukssúpu-ídýfu og drukkum trópí og töluðum um Þuríði sem fór í stóru flugvélina, Hjörtur sagði mér líka að hún hefði komið og borðað hjá okkur áðan og að hún ætlar að koma aftur seinna.

mánudagur, febrúar 25, 2008



jamm og jæja.
Er í prófum núna. Stress og óþolinmæði einkenna allt saman. Samt pínu gaman líka, læra og læra. Ég hlakka til í maí þegar ég verð ekki í prófum. Illu er best aflokið.
Vandamálið núna er að ég þarf að lesa voða mikið fyrir miðvikudaginn en ég nenni því ekki og ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Eitthvað erfitt þegar ekki glærum er hent útum alla uglu. Einn, tveir og nú!

Barnið á heiðurinn af þessum hressandi myndum.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Væmið
Alltí einu rankaði ég við mér inní eldhúsi í stóra húsinu, með besta barninu og bróðurpartinum af systkinum mínum. Við vorum að dansa saman við "dont worry be happy" og ég fann hvað ég var í alvörunni alla leið hamingjusöm. Mér er ennþá heitt í maganum.