föstudagur, september 30, 2005

Nú sit ég heima og hugsa um hvað ég gæti nú gert mikið eeennn... ég er búin að gera fullt í dag svo kannski ég geri bara ekki neitt. Merkilegt nokk þá er ekkert í sjónvarpinu. Ekki neitt. Mér finnst eins og föstudagar séu verstu sjónvarpsdagarnir. Svona er þetta víst. Skemmtilegu þættirnir eru allir á sama tíma og svo inná milli er bara ekkert.
Þetta virðist vera svona með ótrúlega margt í lífinu - allt eða ekkert. Kannski ekki að ástæðulausu sem það eru til orðatiltæki eins og "í ökkla eða eyra".
Stöndum upp fyrir Mörtu hún er svo ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Ég var svaðalega dugleg í gær og labbaði með barnavagninn útum allann bæ. Fór í heimsókn og svona,voða gaman.
Ég fór líka ekkert út í dag heldur sinnti skyldum heimilisins.
Fólki tókst að koma mér fáránlega mikið á óvart í dag. Mig hefði ekki grunað þetta. Ég fagnaði með því að panta mér kínverskann mat fyrir tvo. Borðaði svo á fáránlegum hraða því að sjálfsögðu vaknaði drengurinn þegar ég var um það bil að byrja á veitingunum. Það er annað svona lögmál: börn vakna alltaf þegar maður er að fara að borða. Það er dáldið merkilegt þar sem þau sofa næstum því alltaf þegar þau eru svona lítil.
Stundum horfi ég á drenginn geifla sig og verð auðmjúk og þakka fyrir hann. Ég er ótrúlega heppin kona.

sunnudagur, september 25, 2005

Hvað er eiginlega málið með þett blessaða klukk?!!?
Ég var víst klukkuð og þá má maður ekki skorast undan :) humm....

Mér finnst newlyweds (eða hvernig sem það er skrifað ) skemmtilegt.
Mér finnst kakómalt gott, án mjólkur.
Ég er hrædd við Sollu grænmetisætu og konuna í leðurjakkanum sem lítur út fyrir að vera annað hvort 60 eða 15.
Ég skoða barnaland og gerði það líka áður en Hjörtur kom til sögunnar.
Ég hleyp ekki.

Jæja þá er það frá og ég vona að þið viljið ennþá þekkja mig :) Núna sit ég bara heima og dunda mér við að fresta því að skúra svefnherbergið. Gott ef Hjörtur er ekki farin að rumska svo kannski tekur sig ekkert að byrja á neinu skúri.
Ætlum að fara í mission í Hafnafjörð að leita að Guðjóni bróður og sjónvarpi sem hann er með. Hann veit það eitt að hann er í Hafnarfirði í paintball, á bíl og með sjónvarp í skottinu. Sem betur fer á ég pabba í Hafnarfirði og hann ætti að geta fundið Guðjón.
Já.. svona er þetta. Ég er búin að vera úber dugleg að fara í göngutúra og er ekki frá því að bráðum get ég hugsað um að ég gæti kannski mögulega einhvern tíma passað í eitthvað annað en thaibuxur. Til öryggis keypti ég mér samt nýjar thaibuxur í vikunni.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Hjörtur stækkar og stækkar. Kannski ekki undarlegt þar sem hann drekkur ósköpin öll.
Fólk er búið að vera ótrúlega duglegt að heimsækja mig. Mér finnst það mjög gaman.
Allir alltaf velkomnir í heimsókn.
yfir

föstudagur, september 16, 2005

Það er rigning og rok úti. Ég vona að það standi ekki lengi yfir því mig langar að fara í göngutúr með barnið í nýja vagninum sem ég er alveg að fara að kaupa.
Líkaminn minn er líka farin að kalla á hreyfingu. Ansi langt síðan ég hef hreyft mig eitthvað að ráði. Undir lok óléttunnar var allt orðið svo þungt og sigið að þótt ég gæti gengið þá bauð kroppurinn aðeins uppá hænuskref. Ég var óttalega lengi að labba á milli staða. Nú hlakka ég til að ganga rösklega og fá ferskt loft í lungun.
Síðan drengurinn fæddist er ég líka búin að sitja alveg fáránlega mikið.
Meira síðar. Grátandi barn í vöggu.

þriðjudagur, september 06, 2005

Ég er dottin í pyttinn.
Hef lítinn áhuga á neinu nema því sem snertir yndislegan son minn. Gæti alveg setið og rætt hægðir og rop við matarborðið.
Alltí einu er komin ný pláneta sem snýr sólkerfinu á hvolf. Kannski svolítið asnalegt að segja alltí einu þar sem ég beið komu hans í tæpa 9 mánuði. Samt ...þetta er svo drastísk breyting - úr bumbu í barn. Eiginlega hálf ótrúlega að það skuli vera eitthvað orsakasamhengi þarna á milli.
Fór með drenginn til ljósmyndara þar sem teknar voru af honum myndir. Ákveðið var að hafa hann bara á adamsklæðunum. Vildi nú ekki betur til en svo að drengurinn kúkaði yfir alla bringu móður sinnar sem og á buxurnar, einnig fór smá sletta á fína dúkinn á gólfinu. Allt saman alveg skærgult að sjálfsögðu. Frekar skondið svona...
Teknar voru margar myndir af barninu og svo var hann boðaður aftur í myndatöku þegar hann verður aðeins stærri. Mikið er nú gaman að mamma skuli eiga ljósmyndaravinkonu.
Hlakka til að sjá þessar myndir.
Annars er nú lítið að frétta af Skaganum. Lífið bara rullar áfram. Tími og dagar skipta alltí einu engu máli. Það eina sem skiptir máli er lítil manneskja sem heitir Hjörtur.
Eina sem er slæmt er að ég virðist vera að breytast í sögulega lélegan gemsaeiganda. Ég gleymi símanum á silent og gleymi að hringja til baka í fólk. Svo eru hendurnar oft bara uppteknar við að sinna barni.
Nota hér með veraldarvefinn til að biðjast afsökunar á þessu og vonandi að þetta lagist að sjálfu sér með tíð og tíma.
þangað til næst...

fimmtudagur, september 01, 2005

Hjörtur Mörtuson.