sunnudagur, september 25, 2005

Hvað er eiginlega málið með þett blessaða klukk?!!?
Ég var víst klukkuð og þá má maður ekki skorast undan :) humm....

Mér finnst newlyweds (eða hvernig sem það er skrifað ) skemmtilegt.
Mér finnst kakómalt gott, án mjólkur.
Ég er hrædd við Sollu grænmetisætu og konuna í leðurjakkanum sem lítur út fyrir að vera annað hvort 60 eða 15.
Ég skoða barnaland og gerði það líka áður en Hjörtur kom til sögunnar.
Ég hleyp ekki.

Jæja þá er það frá og ég vona að þið viljið ennþá þekkja mig :) Núna sit ég bara heima og dunda mér við að fresta því að skúra svefnherbergið. Gott ef Hjörtur er ekki farin að rumska svo kannski tekur sig ekkert að byrja á neinu skúri.
Ætlum að fara í mission í Hafnafjörð að leita að Guðjóni bróður og sjónvarpi sem hann er með. Hann veit það eitt að hann er í Hafnarfirði í paintball, á bíl og með sjónvarp í skottinu. Sem betur fer á ég pabba í Hafnarfirði og hann ætti að geta fundið Guðjón.
Já.. svona er þetta. Ég er búin að vera úber dugleg að fara í göngutúra og er ekki frá því að bráðum get ég hugsað um að ég gæti kannski mögulega einhvern tíma passað í eitthvað annað en thaibuxur. Til öryggis keypti ég mér samt nýjar thaibuxur í vikunni.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Hjörtur stækkar og stækkar. Kannski ekki undarlegt þar sem hann drekkur ósköpin öll.
Fólk er búið að vera ótrúlega duglegt að heimsækja mig. Mér finnst það mjög gaman.
Allir alltaf velkomnir í heimsókn.
yfir

Engin ummæli: