sunnudagur, nóvember 30, 2008

Þetta áhorf olli mér einum mesta kjánahrolli síðari tíma.




Ég ætti kannski að innleiða slökunarstund á les? Við gætum öll tekið dansinn saman í miðjunni .. eða bara ofan á borðum :)
Hils

fimmtudagur, nóvember 27, 2008


Ég er búin að eyða heilli viku í að gera verkefni. Ég er búin að nöldra mikið og hátt yfir því hvað það er leiðinlegt að gera þessi verkefni og að ég vilji miklu frekar eyða tímanum mínum dýrmæta í að læra undir próf. Próf sem nálgast á ógnarhraða og að sjálfsögðu, eins og vanalega, kann ég ekki neitt.
Í morgun skilaði ég umræddum verkefnum. Alltí einu finnst mér hljóma alveg hræðilegt að læra undir próf. Ég sit hér með bækur mér við hlið og kem mér ekki í að opna þær. Ég veit svo vel að þegar ég byrja þá fæ ég eitthvað í líkingu við taugaáfall.
Alltí einu finnst mér verkefnavinnan hljóma bara ljómandi skemmtilega. Gaman að leyta að heimildum og svona.. já ég er orðin klikkkuð.

En mikið ægilega verður huggulegt þegar það koma aðrir tímar og ég hef tíma til að hitta fólk á öðrum tímum en seinnipartinn þegar allt er að fara til fjandans. Kannski ég nýti tímann og hitti fólk sem býr ekki í þessu húsi. Ekki það að vinir mínir hér eru með því betra sem gerist.

Í gær rankaði ég við mér með fingurnar í eyrunum á meðan englabossin öskraði úr sér lifur og lungu. Hann bað mig um að binda hnút á blöðruna og þegar ég var búin að binda hnútinn skipti hann um skoðun - hann vildi s.s. ekki hafa hnút.
Mér fannst besta hugmyndin að þegja bara á meðan hann lét eins og ég hefði rústað ævistarfinu með einni athöfn.
Stundum, ok dálítið oft, langar mig að fara inn á bað, setja í mig eyrnatappa og loka. Gefa bara skít í þetta. Jákvæði punkturinn er þó að þetta er bara tímabil og tímabil hafa sem betur fer þann eiginleika að þau taka enda.
Jæja.. Tölfræðin bíður öll spennt og ég sé á bókinni að hún er að verða óþolinmóð.

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Þetta fann ég á barnalandinu góða einhvern tíma í fyrra og bloggaði um það þá, verð að gera það aftur.

"Hello i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray :) I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007. One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003. Are something wrong this toy or????? What can I do?? Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better???? "

Þýðing frá barnalandskonum:
"Halló,Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????"

Kannski er ég með svona slakan húmor en ég er enn að hlæja, ári seinna.

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Þeir skilja sem skilja.
Eitt lítið 30 sekúnda myndband og eftir sat hálf klökkur maður hinum megin. Ég var alveg steinhissa. What!???
Síðan hefur verið hálfgerður hvirfilbylur. Vann ég í lottó? Er kannski verið að segja mér að ég hafi unnið í lottó en þegar ég ætla að sækja peningana þá kemur í ljós að þetta var bara alltí plati rassagati?
Það fer allt í hringi. Ekki samt endilega á slæman hátt. Núna þarf ég samt að hugsa þetta upp á nýtt. Ég hélt að ég þyrfti ekki að hugsa um neitt þessu líkt næstu 10 árin. Þetta er allt saman svo frábært en samt svo ótrúlega skrýtið.
Líka svo ótrúlega stressandi. Hvað ef það bara fellur allt í sama farið? Það væri sko aldeilis ekkert gaman. Alveg bara ekkert gaman. En kannski gerist það samt. Ég stjórna því víst ekki. Maðurinn með derhúfuna stjórnar því. Ég er búin að leggja mitt á borðið og reyna eins og best ég kann að útskýra hvað ég meina. Vona bara að það skiljist yfir hafið.
Vona bara að mannfjandinn taki orði mín til greina og vandi sig. Mannfjandinn er alls ekki sagt af biturð.
Marta