fimmtudagur, janúar 29, 2004

hey helga var að koma með snilldar hugmynd... það er of algengt að maður fái stöðumælasekt í miðborg Reykjavíkur, eitt ráð til að sporna við því er að taka alltaf rúðuþurrkurnar af þegar maður yfirgefur bílinn og þar sem rok er eitt af einkennum borgar vorrar líður kannski 1sek þangað til allar stöðumælasektir eru foknar útí veður og vind.. húrra fyrir Helgu sem nú getur sagst vera einn af frumkvöðlum íslands múhahahaha.........
Hjördís!!!!! ég veit þú skoðar bloggið mitt endrum og sinnum.... hvernig væri nú að setja inn nýja færslu á þitt og kannski breyta nafninu... já ég skal ... mig langar að þú bloggir elsku Hjördís mín... já nei mér datt ekki í hug að hringja í þig ég er á móti símum skemma heilann.... múhahahahahaha
hún Birta María er 7 ára í dag... víjj .. okkur Ósk tókst að halda fyrir blessað barnið þessa fínu veislu og allir skemmtu sér vel... já ég skemmti mér líka ágætlega nema ég var búin að smakka svo mikið af bakstrinum þegar afmælið loksins byrjaði að mig fannst þetta ekkert spennandi lengur en jæja mér tókst hins vegar líka að skemmta sjálfri mér mikið í dag.. ég ákvað að taka af skarið og taka til í einum af þvottabölum heimilisins .. og vita menn á botninum liggur eitthvað bréfsnifsi, Mara tekur það upp og flettir því í sundur og bókstaflega stekkur hæði sína í öllum herklæðum, já þarna var nefnilega komin launaávísunin góða sem týndist og ég var gjörsamlega búin að gefa upp á bátinn... já svona gerist þegar maður hættir að leita, kannski linsurnar birtist heima hjá mér einn góðan veðurdag... nei ég held að það gerist ekki já já lífið er fullt af góðum fréttum.
ég lenti samt í fáránlegu atriði í strætó í dag... ég er búin að vera kvefuð og með hósta .. svo byrjaði ég að hósta í strætó í morgun og konan sem sat hinum megin í ganginn fór að segja mér það að ég væri nú með ljótan hósta og ætti að fara til lækniis til að fá lækningu ... þetta tókst henni að tala yfir ganginn allar 10 mínúturnar sem ég var í strætó, en ég brosti bara fallega og sannfæra hana um að ég mundi nú fara að láta athuga þetta... ég held það hafi látið henni líða mun betur já það er ekki öllum í strætó sama um alla hina í strætó :)
Gísli frændi kom líka í heimsókn til mín og gaf mér stórkostlega tölvutösku í útskriftargjöf.. já tölvutaskan var það eina sem ég þurfti til að fullkomna tæknivæðingu mína víjj... já það er gaman að þessu öllu saman, gaman í skólanum, gaman í vinnunni og gaman að vera til ... kannski kemur þetta bara með hækkandi sól og

föstudagur, janúar 23, 2004

ný helgi að byrja ... og ég nenni þessu ekki ... nei ekki séns, föst í sófanum

sunnudagur, janúar 18, 2004

nú er helgin að renna sitt skeið... æji er það ekki bara ágætt??? jú ég held það bara. Ég var að vinna á sirkus á fös. voða gaman .. ég var búin að búa mig undir það að enginn mundi vera á barnum sökum veðurs en viti menn þetta liði lætur ekkert stoppa sig og allir sem vettlingi gátu valdið ákváðu að skella sér á barinn svona í tilefni þess að það var snjór úti... já gaman gaman... mér tókst að detta niður stigann með fangið fullt af glösum og skella skemmtilega á bakið svo að núna er mér illt í bakinu og með marbletti hér og þar... en get verið glöð yfir að ekki fór verr, ég meina ég hefði getað dottið niður allann stigann en sem betur fer var það bara helmingurinn...
já en þetta er búin að vera mikil hrakfallavika, ég fékk ávísun úr vinnunni uppá heilar 7000 kr. en passaði hana ekki betur en svo að ég setti hana í þvott og nú er hún ónýt..7000 kr í ræsið já svona á að gera þetta...
ég ákvað líka að láta loksins verða að því að kaupa mér nýjar linsur svo að ég gæti séð á töfluna í skólanum, fyrst ég var nú að þessu á annað borð ákvað ég bara að kaupa 3 pakka, linsuvökva, ný box og eitthvað fleira dót... ég gekk laugaveginn og var svona frekar kalt á höndunum svo ég ákvað að stoppa í prjónabúð og kaupa garn og prjóna til að útbúa vettlinga, Ósk keypti sér líka dót til að búa til sjal... við vorum voða hamingjusamar vinkonurnar og ákváðum að drífa okkur heim og skella okkur í handavinnuna ... jú við förum í strætó og komumst heilu og höldnu heim en þegar átti að taka til við prjónaskapinn og máta linsurnar kom heldur en ekki babb í bátinn... pokinn fannst ekki, bara alls ekki, síminn var tekinn upp og við hringdum í strætó mörgum sinnum en nei því miður enginn poki fundist ... þar fóru sem sagt aðrar 7000 kr. út um gluggann... já ekki gaman að því, ég ber samt þá von í brjósti að ég eigi eftir að finna þetta í óskilamunum strætó þegar það opnar á morgun, en það er nú samt ólíklegt.. Svo síðast en ekki síst þá geymdi ég peysuna mína samviskusamlega "á bakvið" á Sirkus á föstudaginn meðan ég var að vinna... en þegar ég ætlaði að fara heim í peysunni þá var einver hálvitinn og græðgispésinn búin að stela henni %&#%!!! Skítapakk sem stelur fötum..
Þannig að ef einhver var rosa fullur á fös. og finnur rauða adidas peysu heima hjá sér endilega skila henni á Sirkus og ef einhver finnur poka með linsum og prjónadóti farið með það í óskilamuni strætó eða finnið mig... Jæja ný vika bíður og vonandi verður hún full af góðum viðburðum Smarta biður alla vel að lifa og skiptir yfir og út !!!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

næturvakt næturvakt gaman á næturvakt... æji nei ekkert sérstaklega... en Gummi kom með rosalega góða sjávarréttasúpu með sér í vinnuna og súkkulaði og kók... og elsku drengurinn deildi þessu öllu með mér... nammi namm... Gott að vinna með góðu fólki. Ég færi hins vegar þau gleði-tíðindi að ég er að fara í háskólann víjjj... það hringdi kona í dag og sagði mér það... aftur víjjj... ég ætla að fara í mannfræði og mamma ætlar að lána mér fyrir skólagjöldunum víjjj... þá þarf ég ekki að hækka yfirdráttarheimild sem er stórt víjjj... mamma er góð mamma er best. Ég ætla að vera dugleg og fá háar einkunnir.
Eitt vandamál samt ... ég á engan pening og núna ætla ég að nota tækifærið og blóta ríkisféhirði fyrir að láta mann fá útborgað 21. des í stað 1. jan sem þýðir að maður eyðir öllum peningunum í jólagjafir og vitleysu og borðar svo beltið sitt í jafnúar vegna þess að maður á engan pening... en jæja skúri skúri skúri ....

þriðjudagur, janúar 13, 2004

jæja já... hvað á maður að gera... ég er ekki í skóla og bara 80% vinnu ... ég er alltaf í fríi, ég er samt í hugarfarslegri kreppu núna... get ekki ákveðið hvort ég á að vera hetja og drulla mér á æfingu og reyna að öðlast heilbrigða sál í hraustum líkama... hmmm já ég veit að ég á að nenna og það verður gaman á æfingu og ég hef ekkert betra að gera en að drulla mér þangað já en það er alltaf þetta EN ... ég er orðin svo léleg og með svo lítið þol eftir alla bjórdrykkjuna og reykingarnar síðustu mánuði djöfulsins sjálfskaparvíti. Ætla samt að gera eitthvað gáfulegt á morgun ætla að vakna snemma, ætla að fara og finna mér eitthvað annað að gera... eitthvað af viti ... já batnandi mönnum er best að lifa er það ekki????

fimmtudagur, janúar 08, 2004

ósk er komin.... kisurnar eru komnar og allt er eins og það á að vera... og jólin eru búin, það er bara fínt held ég, maginn er komin í rusl yfir áti og bjórdrykkju. Já þetta er fínt. Það er samt eitthvað óféti búið að míga einhvers staðar inná WC, og það er ekki hægt að fara þangað inn... finn því miður ekki uppsprettu lyktarinnar sem er frekar ömurlegt... en jæja maður verður bara að kaupa eitthvað lyktarsterkt hreinsiefni og spúla klósettgólfið.. ég held að það sé helv.. símams-ógelda-dýrið sem vill merkja sér svæði svo að enginn annar fari að reyna við aumingja saklausu kisuna mína....
úff ... ég verð að ... ohhh en jæja best að taka því sem að höndum ber... það settist gamall maður við hliðina á mér í strætó og spjallaði fullt, um veðrið, tíðina og færðina, það var gaman að tala við hann... hann minnti mig á afa ... það er gott að hitta fólk sem minnir mig á afa... já afar eru góðir

þriðjudagur, janúar 06, 2004

mér leiðist... ég er alein heima... ég sakna ósk... ósk koddu heim... kisurnar eru ekki heima... hvar eru þær? ætli þær séu fúlar yfir því að vera alltaf einar heima???? kannski af þær lagt á flótta saman... eins og Thelma og Louse... hmmm.... ég er með áhyggjur af þeim :( vona að það hafi ekki verið keyrt á þær, æji ég vil ekki hugsa um það .. ætla að hætta að skrifa...
Jón og gón...