fimmtudagur, janúar 29, 2004

hún Birta María er 7 ára í dag... víjj .. okkur Ósk tókst að halda fyrir blessað barnið þessa fínu veislu og allir skemmtu sér vel... já ég skemmti mér líka ágætlega nema ég var búin að smakka svo mikið af bakstrinum þegar afmælið loksins byrjaði að mig fannst þetta ekkert spennandi lengur en jæja mér tókst hins vegar líka að skemmta sjálfri mér mikið í dag.. ég ákvað að taka af skarið og taka til í einum af þvottabölum heimilisins .. og vita menn á botninum liggur eitthvað bréfsnifsi, Mara tekur það upp og flettir því í sundur og bókstaflega stekkur hæði sína í öllum herklæðum, já þarna var nefnilega komin launaávísunin góða sem týndist og ég var gjörsamlega búin að gefa upp á bátinn... já svona gerist þegar maður hættir að leita, kannski linsurnar birtist heima hjá mér einn góðan veðurdag... nei ég held að það gerist ekki já já lífið er fullt af góðum fréttum.
ég lenti samt í fáránlegu atriði í strætó í dag... ég er búin að vera kvefuð og með hósta .. svo byrjaði ég að hósta í strætó í morgun og konan sem sat hinum megin í ganginn fór að segja mér það að ég væri nú með ljótan hósta og ætti að fara til lækniis til að fá lækningu ... þetta tókst henni að tala yfir ganginn allar 10 mínúturnar sem ég var í strætó, en ég brosti bara fallega og sannfæra hana um að ég mundi nú fara að láta athuga þetta... ég held það hafi látið henni líða mun betur já það er ekki öllum í strætó sama um alla hina í strætó :)
Gísli frændi kom líka í heimsókn til mín og gaf mér stórkostlega tölvutösku í útskriftargjöf.. já tölvutaskan var það eina sem ég þurfti til að fullkomna tæknivæðingu mína víjj... já það er gaman að þessu öllu saman, gaman í skólanum, gaman í vinnunni og gaman að vera til ... kannski kemur þetta bara með hækkandi sól og

Engin ummæli: