laugardagur, desember 27, 2008

Sjæse hvað jólin eru næs. Ég er búin að gera endalaust mikið af engu. Borða eins og svín og gera ekkert. Barnið er algjörlega með mér í þessu, við hengslumst hérna um og bara höfum það almennt alveg sérlega dásamlegt.
Stúfur er öflugur að leika sér með nýja dótið og klæðir sig annað hvort í náttföt eða nýja fótboltagallann.
Jámm jólin er aldeilis dásamleg. Ekki skemmir fyrir að vera námsmaður á svona tímum og fá svona gott frí.
Ég slysaðist til að búa til konfekt áðan... það var ekki góð hugmynd og nú vona ég bara að það séu einhver takmörk fyrir því hvað maður getur fitnað mikið á einni viku.
Spurning um að troða sér í gallabuxurnar á morgun og vona og biðja að þær passi ennþá.
Ég fékk annars alveg stórkostlega ullarpeysu í jólagjöf. Hún er svo frábær að mig langar ægilega að vera í henni alltaf. Ef ég væri 3 ára þá mundi ég sofa í henni.
Vona að allir hinir hafi það svona ægilega fínt.
Hils Marta og lopapeysan.