sunnudagur, júlí 05, 2009

jahá!
sumarið er aldeilis dásamlegt. Ég keypti tjald og er öll spennt að fara að tjalda því hist og her um landið.
Vinna mín er skrilljón sinnum skemmtilegri en ég þorði að vona og ég er næstum því svekkt að missa af heilum 4 vikum þegar ég fer í sumarfrí :) Það er gaman.
Sonur er uppfullur af ímyndun og skemmti ég mér konunglega við að hlusta á hann. Hann kann allt og getur allt og á vini í öllum mögulegum húsum. Hann getur vel drepið krókodíl og það er bannað að skjóta dýr nema ljón því þau eru reið.
Svo fór hann, að eigin sögn, út að slá grasið. Aleinn og vopnaður beittum hníf og skar sig í fótinn.
Krúttlegast er þegar hann stendur grafkyrr og segir: sjáðu hvað ég er stór! svona 18x á dag. Hann vill verða stór svo hann geti orðið lögreglumaður eða smíðamaður. Hann vill smíða hús og berja og brjóta veggi segir hann.
Þegar hann eignast börn þá munu þau ekki gráta og væla. Litli bróðir hann er líka mjög skemmtilegur og litla systir hann hoppar mjög asnalega. Vinurinn sem býr á elliheimilinu hér á bakvið er mjög klár að hjóla og þeir leika sér í bílskúrnum.
Til að hafa allt á hreinu þá er allt ofantalið helber lygi. En hver þarf aðkeypta skemmtun með svona ímyndunarafl?