þriðjudagur, ágúst 26, 2008




Í dag er litli strákurinn minn 3 ára. Þegar ég hugsa um þessi 3 ár þá koma skrilljón lýsingarorð upp í hugann. Fyrst og fremst hefur þetta verið ævintýri. Ævintýri sem ég vona að sé ennþá bara rétt að byrja.

sunnudagur, ágúst 24, 2008



Ég er konan sem situr og ein á lesstofu í stresskasti fyrir komandi sumarpróf. Finnst ég kunna helling eina mínútuna en þá næstu kann ég ekkert.
Kunni helling áðan þegar ég fór yfir gamalt próf. Fór síðan yfir annað gamalt próf og kunni skyndilega ekkert. Vona að prófið á morgun verði próf sem ég kann helling í.
Jámm þannig er nú það.
Annars er nóg annað við að vera. Sonur verður 3 ára á þriðjudaginn og haldnar verða veislur af því tilefni, dögum saman jafnvel.
Mig er búið að langa að blogga einstæðru, fátækra vælublogg í dálítinn tíma, kannski kemur það bráðum. Kannski ekki vælublogg, meira svona "staðreynda svona er lífið blogg".

Að öðru....
Ég þekki einn sænskan rauðhærðan ungann mann sem er alveg stórkostlegur. Alltaf þegar hann kemur eitthvert þá kemur einhver undarlega heilagur blær með honum, eða meira svona vellíðunar dásemd. Um daginn lenti ég svo í undarlegu atviki þegar ég hitti háaldraðan mann, næstum því 100 ára, og hann bara með sér sama anda. Það var alveg ótrúlega skrýtið. Þessir menn eru af alveg sitthvorum meiði í tilverunni en eiga einhverja ótrúlega góða nærveru sameiginlega. Ég væri alveg til í að þekkja fleiri svona.

Þannig var nú það. Farin heim að sofa með bókina undir koddanum og vakna snemma í fyrramálið.