þriðjudagur, maí 30, 2006

meira um mjólk.
Marta fer á pizzustað. Hún þarf að kaupa sér eitthvað speltdeig því það er víst mjólk í venjulega deiginu, svo sem alltí lagi en það kostar 500kr meira. Marta spyr hvort það sé nokkuð mjólk í neinu öðru sem á pizzuna fer og biður um að ekki sé settur neinn ostur á.
Þjónustustúlkan upplýsir Mörtu um að það sé til jurtaostur á veitingahúsinu sem er ætlaður fyrir fólk með mjólkuróþol. Marta spyr mörgum sinnum hvort þau séu alveg viss og segir þeim að hún verði mjög veik ef hún fái mjólk í kroppinn (reyndar smá hvít lygi, nennti ekki að útskýra málið með barnið og brjóstamjólkina). Þjónninn fer inn og spyr kokkinn aftur og jú jú hún er alveg viss. Jæja Marta fær svo pizzuna sína og borðar af henn eina sneið. En enn eru einhverjar viðvörunarbjöllur að hringja í höfði Mörtu. Til að geta borðað matinn alveg áhyggjulaus spyr Marta hvort hún megi sjá miðann með innihaldslýsingu jurtaostarins.
Það var auðsótt mál. Efst á innihaldslýsingunni stendur:casein(milk) !!!!! WTF!
Ég varð ekkert reið, mér bara féllust hendur.
Kokkurinn kom svo fram og sagði að hann hefði haldið að casein væri ekki mjólk þar sem það væri mjókurduft sem væri ekki búið til úr alvöru mjolk og eitthvað bla bla bla...
Þetta þykir mér alveg óskaplega leiðinlegt.
Þessi eina sneið verður til þess að blessuðu barninu á ekki eftir að líða vel í maganum næstu daga. Að öllum líkindum verður hann líka lengur að losna við horinn úr nefinu fyrir vikið.
Ég skil stundum ekki... heldur fólk að ég sé bara að grínast?
btw, nei við fengum ekki afslátt. Eða sú sem bauð okkur út að borða fékk ekki afslátt.

laugardagur, maí 27, 2006

Mig langar ógurlega í heita lifrapylsu með sykri. Hvers vegna þarf SS að troða UNDANRENNUDUFTI í lifrapylsuna???!?!?!?!?! why, why, why???? Mér finnst lifrarpylsa vera of gamaldags til að þurfa á undanrennudufti að halda.
Helv... mjólkurátroðsla er þetta alltaf hreint.
Það er lika mjólkurduft í venjulegum pylsum!
Ég trúi á ekki á gagnsemi þess að troða mjólkurafurðum í næstum því öll unnin matvæli!
Samsæri segi ég.

mánudagur, maí 22, 2006


Áður en Hjörtur fæddist var ég búin að gera mér alls konar hugmyndir um ýmislegt varðandi það að vera mamma. Vá hvað ég vissi lítið.
Ég vissi hreinlega næstum því ekkert. Ég ætlaði mér alls konar hluti í uppeldinu. Ég gerði mér ekki nokkra grein fyrir því hvað maður verður eins og bráðið smjör í kringum þetta dásamlega barn sem mér hlotnaðist sá heiður að eignast.
Ég gerði mér enga grein fyrir hinu risavaxna leynifélagi mæðra sem ég er nú sjálfkrafa gengin í. Alltí einu er hægt að eignast nýjar vinkonur útum allt, með það eitt sameiginlegt að eiga börn. Alltí einu er ég orðin jafningi svo margra, alltí einu er allt svo miklu betra og ég skil svo margt svo miklu betur.
Hugsið ykkur. Matthías Hjörtur er bara 9 mánaða og hann, eða tilvera hans, hefur kennt mér svo ótrúlega margt.
Nú hlusta ég á með þolinmæði þegar fólk (konur) sem eiga ekki börn tala við mig um uppeldi eða hvað það er að eiga börn. Ég hugsa með mér að vonandi verða þær einhvern tíma svo ríkar að verða meðlimir í þessu magnaða félagi.
Leynifélagið er svo stórt og dásamlegt og meðlimir þess eiga svo óendanlega mikið sameiginlegt. Það er ekkert hægt að reyna að lýsa því með orðum, maður verður að vera þar til að skilja.
Á hverju degi hugsa ég um það hvað ég var mikill kjáni. Kjána kjáni.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Tölvan komin úr viðgerð. Ég er ekki búin að gera neitt í kvöld nema glápa á hana. Hún er svo ótrúlega hljóðlát. Það heyrist bara ekki neitt hljóð, ekkert .. mér finnst það skrítið.
Ég sneri "eldhúsinu" mínu við í dag og nú er íbúðin öðruvísi.
Áðan ætlaði ég að ganga frá kæfunni en finn ekkert kæfulok en tvö Solluekkistirðu-kókosflögulok. Kannski er Sollaekkistirða að reyna að fá mig til að hætta að borða mikið unna óholla kæfu með því að éta lokioð og láta kæfuna mygla.
Í dag kúkaði Hjörtur tvisvar á gólfið og pissaði einu sinni á mottu. Nei ég á ekki kött ég á barn. Það hlýtur bara að vera svo ótrúlega notalegt að vera ekki innpakkaður í bleiu, bleyju, bleyu, bleiju.
Þegar hann fermist þá held ég ræðu um þessa færslu.
Góða nótt.

mánudagur, maí 15, 2006

Til ykkar sem eruð að deyja án míns frábæra bloggs þá er tölvan biluð. Hún er í viðgerð sem stendur en á meðan er ég bara heima að deyja yfir lélegri sjónvarpsdagskrá og dunda mér við að baka kökur.
Á laugardaginn bakaði ég súkkulaðiköku og það tók mig bara 3 daga að borða hana alla EIN! ;)
En jæja.. Best að spjalla við eiganda tölvunnar :)
Hils og hafið það gott í sumrinu :)