þriðjudagur, maí 30, 2006

meira um mjólk.
Marta fer á pizzustað. Hún þarf að kaupa sér eitthvað speltdeig því það er víst mjólk í venjulega deiginu, svo sem alltí lagi en það kostar 500kr meira. Marta spyr hvort það sé nokkuð mjólk í neinu öðru sem á pizzuna fer og biður um að ekki sé settur neinn ostur á.
Þjónustustúlkan upplýsir Mörtu um að það sé til jurtaostur á veitingahúsinu sem er ætlaður fyrir fólk með mjólkuróþol. Marta spyr mörgum sinnum hvort þau séu alveg viss og segir þeim að hún verði mjög veik ef hún fái mjólk í kroppinn (reyndar smá hvít lygi, nennti ekki að útskýra málið með barnið og brjóstamjólkina). Þjónninn fer inn og spyr kokkinn aftur og jú jú hún er alveg viss. Jæja Marta fær svo pizzuna sína og borðar af henn eina sneið. En enn eru einhverjar viðvörunarbjöllur að hringja í höfði Mörtu. Til að geta borðað matinn alveg áhyggjulaus spyr Marta hvort hún megi sjá miðann með innihaldslýsingu jurtaostarins.
Það var auðsótt mál. Efst á innihaldslýsingunni stendur:casein(milk) !!!!! WTF!
Ég varð ekkert reið, mér bara féllust hendur.
Kokkurinn kom svo fram og sagði að hann hefði haldið að casein væri ekki mjólk þar sem það væri mjókurduft sem væri ekki búið til úr alvöru mjolk og eitthvað bla bla bla...
Þetta þykir mér alveg óskaplega leiðinlegt.
Þessi eina sneið verður til þess að blessuðu barninu á ekki eftir að líða vel í maganum næstu daga. Að öllum líkindum verður hann líka lengur að losna við horinn úr nefinu fyrir vikið.
Ég skil stundum ekki... heldur fólk að ég sé bara að grínast?
btw, nei við fengum ekki afslátt. Eða sú sem bauð okkur út að borða fékk ekki afslátt.

Engin ummæli: