mánudagur, júní 12, 2006


Einhver sem hefur meiri völd en ég hefur lesið síðustu bloggfærslur. Af þeim sökum hef ég úðað í mig mjókurvörum síðustu daga og ekkert bólar enn á þeim leiðindaafleiðingum sem búist var við. Svo enn sem komið er eru allir glaðir.
Þessir hamborgarar voru í matinn fyrsta dag mjólkur. Þeir voru með gráðosti, beikoni og grænmeti. Alveg hreint dásamlegir.
Ég borðaði nú samt bara einn, Þuríður borðaði hinn.
Ég er líka búin að fá mér lifrapylsu, þeyttan rjóma, súkkulaðibúðing, camenbert og brauðost.
Þetta er allt saman alveg ljómandi gott.
Núna er mér illt í eyrunum og komin með smá hálsbólgu. Ég er alveg viss um að það sé mjólkinni að kenna. Ég ætla að halda áfram að vera á móti mjólk. Því þótt margar afurðir hennar séu alveg hreint unaður á bragðið þá er kúamjók fyrir kálfa.
Samsæri.

Engin ummæli: