miðvikudagur, apríl 09, 2008

Í dag sat ég á ónefndri kaffistofu og ræddi mikið um það hversu vel heppnað sölutrikk mjólkurneysla væri. Tjáði staðfasta skoðun mína á því að mjólk argasta óþarfi. Ræddi líka aðeins um óhollustu og hvað óhófleg sykurneysla væri nú ægileg.
Svo fór ég heim og eldaði grjónagraut með vanillusykri í kvöldmatinn, bragðbætti hann svo með góðum slatta af kanilsykri og rúsínum.
Á meðan ég var að elda stakk ég uppí mig nokkrum suðusúkkulaðibitum.
Það er nú aldeilis gott að lifa í svona góðu jafnvægi með allt sitt á hreinu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úfff eigum við að ræða um að lifa í ójafnvægi.. finnst ég lenda í þessu á hverjum degi!;)

keeeenús from túhándredandfor

Nafnlaus sagði...

haha þú ert yndi :)

Nafnlaus sagði...

Þú gleymdir rjómanum!
Kv.

hafdís Lilja.

Nafnlaus sagði...

mmmm Rjómi