sunnudagur, maí 23, 2004

Alveg er það merkilegt hvað hlutirnir fara stundum úr böndunum þegar maður má síst við því. "kíkti út í smástund í gær". Var miklu lengur en áætlað var og stundaði fjöldamorð á heilasellum. Þeim dugir víst ekki dagur sem drekka fram á nótt. Þetta er alveg óskaplega vitleysa. En jæja, það þýðir víst lítið að fást um það. Rakst á of mikið af fólki, vildi helst að það væru sem fæst vitni að þessu kvöldi. Árans. Mér líður soldið eins og mér hafi skolað á land eftir langa veru í sjó. Þetta lagast.

Engin ummæli: