mánudagur, október 18, 2004

Ég er í skólanum.
Mig langar út. Nei, kannski ekki út en mig langar út úr þessari skólastofu(bíósal) . Mig langar að sitja einhvers staðar og drekka kaffi eða kakó með rjóma. Gott útsýni mundi ekkert skemma fyrir.
Naut með eindæmum góðs útsýnis á fimmtudaginn. MJÖG fínt. Síðan hefur það ......
æji bla bla bla... Nenni ekki að tala um þetta.
Njóta á meðan varir.
Ský.
Missti mig aðeins á föstudaginn. Fór langt fram úr sjálfri mér. Minnið er meira að segja hálf stopult. Mér finnst það ógeðslegt og leiðinlegt. Enda var ég mjög óhress á laugardaginn. Var í vinnu og var alls ekki hress. Kannski ég ætti bara að segja að ég hafi verið frekar óhress eða kannski mjög. Þetta er nú aldeilis hressilegt og skemmtilegt.

Kuldinn er bara hressandi. Mér finnst hann betri en rigning á hlið. Svolítið erfitt að ganga á móti vindi samt. Komin með ástæðu til að vera í ullarsokkum daginn út og daginn inn. Það er gott.
Ég er andlaus. Mig langar að góna meira.

Engin ummæli: