miðvikudagur, maí 11, 2005

Ég horfði á Opruh ræða við konur útum allann heima áðan. Hef svo til aldrei horft á Opruh áður. Þrufti ekki að hugsa mig lengi um til að komast að því að mér finnst Oprah Winfrey vera drasl. Henni tókst að láta öll viðtölin snúast um sjálfa sig og hvað hún mundi gera og hvað allar amerískar konur eru heppnar að búa í Ameríku. Fuss og svei!!! Hún bara greip framí og konurnar sem voru í viðtölunum áttu fullt í fangi með að klára setningarnar sínar. Svo fannst mér uppfjöllunin um Sádí Arabíu vera algjört rugl. Eina sem var minnst á var einhver ein kona sem var lamin í klessu af manninum sínum. Hvernig getur þetta hjálpað okkur að kynnast lífi fólks í öðrum löndum?!? Þetta ýtir bara undir fordóma. Ég varð bara reið við að horfa á þetta. Það eina sem mér fannst í lagi voru konurnar sem komu frá Ísrael og Palestínu. Þær virtust vera að reyna að tala raunhæft um ástandið. Annars fannst mér Svanhildur standa sig mjög vel, þá sjaldan sem hún fékk að segja eitthvað.
Annað algjörlega óskiljanlegt í Mörtu-heimi. Hvernig fór Eva að því að vinna Yaya í ANTM?!?! Ég hélt með Yaya og mér fannst hún miklu meira hip og kúl. Það var örugglega af því að Yaya þótti hafa dansað of mikið .... :)

Engin ummæli: