þriðjudagur, apríl 04, 2006


Jahá!
Þá erum við mæðgin bara lögst í ferðalög og komin í faðm fjölskyldunnar í Færeyjum! Alveg hreint magnað! Það er alveg eins og við séum útí sveit á Íslandi en samt alls ekki.
Um leið og maður les eitthvað eða fólk segir eitthvað þá verður maður eins og álfur út á hól. Allir líta út eins og íslendingar en tala eins og... jah Færeyingar ;)
Hér eru göturnar svo mjóar að það er varla hægt að mæta barnavagni, hvað þá bíl! Fórum niðrí bæ áðan. Það er tæplega 20 mín labb m.a. niður mjög bratta brekku. Í brekkunni var ekki gangstétt heldur malkbikaður kindastígur meðfram einhvers konar læk/á.
Svo eru næstum því engar gangstéttir. Hjartað í mér hoppar í hvert skipti sem ég heyri í bíl, vona að fólk hér keyri almennt varlega.
Annars er þetta allt voða notalegt. Ekkert nema brekkur og kindur og rólegheit. Við sváfum vel og nú sefur Hjörtur eins og steinn úti með kindunum. Vona að þær reyni ekki að eta vagninn.
Hitti Sunnevu í smástund í gær, rétt áður en við yfirgáfum Þórshöfn. Það var gaman. Stefni á að kíkja aftur til hennar síðar.
Ég efast ekkert um að hér verði mjög notalegt að vera.

Engin ummæli: