sunnudagur, júlí 29, 2007


Þið sem áttuð afmæli í dag, til lukku.
Í kvöld borðaði ég grillmat og drakk rosalega mikið af alveg svaðalega góðu kaffi. Kaffi var svo drukkið í ennþá huggulegra eldhúsi í mjög skemmtilegum félagsskap.
Ég er ennþá barnlaus. Ég er ekki að fara að vinna í fyrramálið. Ég nenni ekki að fara út. Ég er svo fullorðins.
Fékk nýtt sjónvarp og er núna að njóta lífsins með fjarstýringu sem hægt er að nota til að hækka og lækka :) úúúú... tækni tækni. Nú eru komnar tvær fjarstýringar á heimilið.
Barnið er enn í útlegð og mamman farin að hlakka mikið til mánudagsins þegar barn verður sótt í sveitina. Frétti í dag að ný bókahilla ömmunnar væri farin að bera þess merki að lítill strákur hafi fengið útrás fyrir listræna hæfileika sína.
Ég hlakka til í fætinum.

1 ummæli:

7fn sagði...

ahahahahhaha hvernig hlakkar manni til í fætinum??