sunnudagur, september 09, 2007

Sumir dagar... kannski meira við hæfi að segja sum kvöld því dagurinn var fínn.
Á þriðjudaginn þarf ég að flytja. Á föstudaginn þarf ég að skila núverandi hýbýlum af mér skínandi hreinum.
Eins og áður hefur komið fram byrjar barnið á nýjum leikskóla á morgun og verður þarf af leiðandi meira og minna heima þessa vikuna.
Ég er rétt búin að þrífa eldhúsinnréttinguna. Eða ég er búin að þrífa einhverja skápa - á ennþá eftir þetta skítugasta, eldavélina, pottaskápinn og ísskápinn.
Mér reiknast til að ég eigi eftir að þrífa skápana inní svefnherbergi, baðherbergið eins og það leggur sig og veggi í stofu/eldhúsi.
Einnig á ég eftir að bóna gólfið.
Auðvitað á ég líka eftir að pakka slatta niður.. en ég er að vona að það taki ekki mikinn tíma þar sem ég er búin að pakka þessu allra leiðinlegasta, á bara föt og baðherbergi eftir.
Í kvöld vildi barnið ekki fara að sofa og ég hafði ekki tíma í að lúra hjá honum endalaust svo þetta endaði með ekkasogum og rúmum tveimur tímum af mismunandi miklu grenji.
Yfirleitt er þetta ekkert mál en þegar það er svona mikið að gera þá væri alveg fínt ef það væri einhver hér sem ég gæti sagt við:"heyrðu nenniru aðeins að sinna honum á meðan ég tek til". Eða ef einhver gæti séð um einhvern hluta af leikskóla aðlöguninni á meðan ég mætti í skólann. Eða einhvern sem væri heima á meðan ég færi hingað að taka til og bóna.
Ég veit alveg að það er fullt af fólki með fleiri börn en ég en það er ekki þar sem sagt að það geri málin eitthvað auðveldari fyrir mig.

Æji bla ég ætla að láta eitthvað verða úr þessu kvöldi og fara bara að sofa... Á morgun er svo hægt að byrja uppá nýtt á betri veg.

2 ummæli:

Gríshildur sagði...

*knús* þú ert dugleg.

Nafnlaus sagði...

Þú ert algjör hetja Marta mín!!