laugardagur, febrúar 14, 2009

Jæja...
Ég er alein heima, grísinn í sumarbústað ásamt fríðu föruneyti og hér er ég, að gera akkúrat ekkert.
Alveg er ég hissa hvað mér hefur tekist vel upp með að láta daginn líða við að gera barasta ekki neitt. Þarf aðeins að fara niður í bæ en dunda mér við að láta það vaxa mér í augum og fresta.
Ógisslega næs!!!!

Að öðru...
Flestir vita líklega að helmingur erfðaefnisins sem barnið var búið til úr kemur frá dönsku gimpi. Gimpið hefur staðið sig alveg ljómandi vel í að gera ekkert í bráðum 4 ár. Stundum hefur hann aðeins látið á sér kræla en oftast lítið sem ekkert... Í haust fór þó að berast örlítið meira lífsmark en vanalega og var það mjög hressandi. En eins og gimpa er vona og vísa entist það ekki svo lengi og hefur heldur dofnað yfir manninum undanfarið.
Ég ákvað að þetta gengi nú ekki lengur svo ég sendi manninum póst og hélt mjög hófsama skammarræðu.
Fékk svarbréf skömmu síðar... og guð minn góður, ný met voru hreinlega sett!
Það kom sem sagt uppúr dúrnum að aumingja maðurinn er bara aaaleinn þarna úti að vinna myrkranna á milli til að safna sér fyrir fari til Íslands. Ef hann á að geta komið til okkar volaða kreppulands á næstu 10 árum og jafnvel átt smá afgangs svo hann geti saltað hafragrautinn þá þarf hann að vinna á hverjum degi og þá segist hann vera að meina á hverjum degi.
Hann var líka alveg ægilega fúll yfir því að ég skildi, eins og einhver frekja, ætlast til þess að þegar hann, elsku drengurinn, væri búin að vinna allann daginn þá mundi hann eyða síðustu dropunum í að skrifa emaila þvert yfir hafið.
Það væri hreinlega of mikið fyrir hann. Mér er svo sem velkomið að hringja í hann. En ég þyrfti eiginlega að gera það eftir 11 á kvöldin því þá væri mögulegt að hann væri komin heim úr vinnu. Aumingja greyið karlinn!!!
Svo bað hann mig auðmjúklega afsökunar á því hvað hann væri bitur, þetta væri bara svo erfitt fyrir hann!!!!!
Þvílíkt þjáningalíf sem þessi maður lifir.

Ætli það séu meðlagsgreiðslurnar sem séu að sliga hann svona rosalega? Það eru amk ekki afmælis-, jólagjafir, eða millilandasímtöl.

Hils.

3 ummæli:

hilda sagði...

jesú minn...aumingjas maðurinn...að vinna svona rosalega mikið..já þú svo bara að frekjast...;) nei ég á ekki til orð...!!!! fyndið samt að þú skulir nota orðið gimp...minnir mig bara á fólk í þessari blokk...hæð og númer ekki gefið upp;) en nei...þetta er náttúrulega GLATAÐ!
Annars átti ég eins dag og þú...sem fór nákvæmlega í ekki neitt nema atferli hér heima...sem var næs...En blessuð...held að það sé best fyrir þig að taka ákvörðun með þetta dæmi...gimpið og halda þig svo við hana...engum hollt að hafa þetta jójó.
Hafðu það gott...Hilda

ThP sagði...

ahahaha Marta mín, ég hló svoltið upphátt að þessu, klárlega segir enginn frá eins og þú. Maðurinn er klárlega gimp. Verst að færslan er ekki á dönsku, en ég get alveg lánað honum þúsundkall... það er ekkert mál. Greyið...

Gríshildur sagði...

Piff! Alveg gimp.