laugardagur, desember 06, 2003

jæja já ... mikið var nú skemmtilegt á sirkus í gær.. flestir hressir og í góðu skapi, en ég er á móti því að fólk sé mætt snemma á sirkus þegar ég er að vinna, mér finnst að fólk eigi að sitja heima hjá sér til eitt ... svo að ég geti chillað í smástund áður en ég þarf að fara að standa í hurðinni.. Annars getur fullt fólk verið alveg fáránlegt... ég fékk til dæmis yfir mig skvettur úr tveimur bjórglösum, yfir hárið, fötin og allt svo þegar ég ætlaði að fara að benda fólki á að þetta væri nú kannski ekkert sniðugt þá urðu allir alltí einu 5 ára og sögðu bara: ég gerði það ekki það var hann.... er einhver búin að kanna hversu mikið greindarvísitala fólks lækkar þegar það er drukkið???? Það þarf líka einhver að segja fólki að það er ekki gaman þegar blindfullt pakk kemur til manns og fer að afsaka sig hvað það er leiðinlegt ... það verður bara leiðnlegra fyrir vikið ... Ef maður er leiðinlegur þegar maður er fullur þá á maður annað hvort bara að halda sig heima eða tala bara við hitt fólkið sem er jafn leiðinlegt. Úff hvað þetta er mikið nöldur, það vill samt svo skemmtilega til að flestir eru bara skemmtilegir þegar þeir eru fullir, það eru bara nokkrir svartir sauðir sem .... Jæja það er víst best að fara og fá sér einn bjór fyrir svefninn ... svo vakna snemma í fyrramálið og þá fer ég að læra :)

Engin ummæli: