föstudagur, febrúar 13, 2004

já gaman gaman... í gær var gleymskudagurinn mikli .. það var sama hvert ég fór, ég gleymdi alltaf einhverju... en það reddaðist allt og þá sérsaklaega var það gamall leigubílstjóri sem bjargaði mér .... þannig var mál með vexti að ég, af óhjákvæmilegum ástæðum, þurfti að taka leigubíl frá reykjavíkurflugvelli og í vinnunna í gær.. jæja en það gekk svo sem stórslysalaust fyrir sig... nema þegar ég ætlaði að nota símann minn um kvöldið komst ég að því að ég hafði gleymt símanum í taxanum ég brá á það ráð að hringja í símann minn aftur og aftur en enginn svaraði ... svo líður og bíður og eftir smástund er hringt í mig í vinnuna og er þar komin leigubístjórinn að tilkynna mér að hann hafi símann minn undir sínum höndum, ég náttla varð voða glöð og fór að reyna að finna út hvernig ég gæti nú sótt símann en nei nei maðurinn tók það ekki í mál heldut bauðst hann til að skutla til mín símaum ég þáði það góða boð og sagðist bíða úti... maðurinn kom svo akkúrat þegar ég var búin að vinna og bauðst þá til að skutla mér heim þar sem hann ætti hvort sem er leið vestur í bæ... ég varð að sjálfsögðu himinlifandi og á leiðinni sagði maðurinn mér sögur af því hvernig lífið var þegar hann byrjaði að keyra strætó fyrir rúmlega 50 árum síðan!!! merkilegt nokk... já ég jós yfir manninn þökkum og yfirgaf bílinn sæl og glöð með tilverunna en svo líður ekki nema smá-stund þá hringir síminn og viti menn þar er komin leigubílstjórinn góði og ég hafði sem sagt gleymt eyrnaskjólunum mínum hjá honum... mér leið nú hálf kjánalega yfir þessu öllu saman, en það er gaman þegar fólk er gott hvert við annað ... svo fór ég á sirkus í einn öl en vildi ekki betur til en svo að smástund eftir að ég yfirgaf þann góða stað fékk ég símhringingu já ég hafði gleymt töskunni minni þar... en það var líka gott fólk sem passaði hlutina fyrir mig... já það er gott að hafa góða í kringum sig ...

eignarhaldið á heimilissímum er samt eitthvað á flökti ... hver skyldi nú eiga símann? En það er nú ekki það sem máli skiptir, vinir mannst skipta mun miera máli en þessir blessuðu símar ... komi þeir sem koma vilja fari þeir sem fara vilja

Engin ummæli: