sunnudagur, apríl 25, 2004

Gott að liggja heima í sófa. Gott að vera berfætt og labba ekki í kattaskít, gott að geta farið í sturtu án þess að vera nær dauða en lífi úr kattakúkalykt. Já við tókum til. Skítalyktinni var sagt stríð á hendur. Núna er samt e-r að krafsa í sandinn. Lyktin nær vitum mínum eftir augnablik. Já það er gaman að vera með marga ketti, nú veit ég af hverju þeir eru svona sætir, það er til þess að maður drepi þá ekki vegna ólyktar sem þeir framleiða. Æji þeir eru nú samt alveg ágætir. Já já ...
Stefnan er tekin á sófann. Kannski smá annarleika svona í tilefni sunnudagsins. Það er gott.

Mér skilst að ég sé búin að redda húsnæðisvanda sumarsins. Vona að það gangi allt saman eftir. Þið getið hætt að trufla mig stanslausum hringingum um miðjar nætur. múhahahahhaha.

Sumarið er komið, mig langar í sleik.

Engin ummæli: