mánudagur, nóvember 01, 2004

Tími í sálfræði.
Hugsið um hvað sem þið viljið í eina mínútu. Allar hugsanir eru leyfðar nema hugsanir sem snúast um bláan ísbjörn. Ekki hugsa um bláan ísbjörn.
Marta hugsar:" hmmm.. hvað á ég að hugsa um?? Barinn? Já það er fínt, fólk á barnum. Hver er þarna að kíkja á mig, andskotans þarna er blái ísbjörninn kominn. Ok,. hugsa um e-ð annað, Mývatn, þar er sól og gott veður. Þar er sumar. Hvur andskotinn!! Þarna kemur blái ísbjörninn uppúr vatniu og fær sér flugu".
Hressandi sálfræðitími.

Helgin var öðruvísi. Fór ekkert út. Sat heima og horfði á sjónvarpið þar til sófinn vaggaði mér í svefn. Það var óskaplega notalegt.
Í gær byrjaði ég daginn á Prikinu í góðum félagsskap. Ég hitti svo systkini mín og fór með þeim í leikhús, við sáum "hinn almáttuga". Það var skemmtilegt. Geimverur sem deyja ef þær fá mr. propper á sig. Amerísktir trúboðar. 11 ára strákur og gelgjuleg stóra systir. Já, mér fannst gaman og börnunum fannst ennþá skemmtilegra.
Eyddi svo kvöldinu í að dæla bjór , þurrka af og brjóta saman kassa á litlum bar á Klapparstíg. Skemmtilegt fólk kom og sá mér fyrir góðum félagsskap. Ein stelpa sat á barnum og veitti mér félagskap mjög lengi. Hver skildi það nú hafa verið?!? Jah, for my to kvow and you to find out !
Frétti í gær að það hefði verið sofandi kona á sirkus þegar skúiringarfólkið mætti á sunnudagsm0rgun. Kom í vinnuna í gær og hitti ungan vinnufélaga minn og fór að segja honum þessa sögu. Hann greip snarlega fram í fyrir mér og sagði: "nei, þetta var ekki kona þetta var ég!!". Þá hafði manngreyið farið á klósettið uppi og fundið þar fyrir skyndilegri þreytu sem hann gat með engu móti ráðið við svo hann brá á það ráð að leggja sig á klósettinu. Maðurinn vaknaði svo einhverjum tímum síðar og fannst eitthvað undarlegt andrúmsloft. Sér til mikillar skelfingar komst hann að því að það var búið að loka og allir farnir. Ekki nóg með það heldur var líka allt lokað og læst. Hann gerði hið eina sem var skynsamlegt í stöðunni, færði sig í sófa, fann sér peysu til að ylja sér, lagðist niður og hélt áfram að sofa. Vissi svo ekki fyrr en skúringarkonan kom og tók hann í misgripum fyrir konu. Þess má geta að drengurinn er ekki skegglaus með öllu. Góð saga finnst mér. Fegin er ég samt að vera ekki í aðalhlutverki.
Jamm og já, kannski er sniðugt að fara að hlusta á kennarann. Hann gæti verið að segja e-ð af viti. Eitthvað sem ég má alls ekki missa af!
Yfir - Grip!

Engin ummæli: