mánudagur, nóvember 22, 2004

Það var nú bara gaman. Að sjálfsögðu var gaman á fimmtudag. Vorum heillengi á Priki að fagna því að prófið drap okkur ekki. Fös var heim í vidjóglápi. Gott að vakna snemma og hress á laugardagsmorgni. Við Birta fórum á Jagúar tónleika. Það var gaman. Við keyptum diskinn og fengum hann áritaðan til Birtu bestu. Mjög ánægulegt, bæði fyrir mig og barnið.
Vann á laugardagskvöld. Sá fullt af fólki. Sá suma í úbersleik, suma fara glaða út með félagsskap í annarri og bros í hinni. Sá fólk dansa uppi á borðum og stólum. Svo leið tíminn, barinn lokaði og allt var búið. Þá sá ég tvöfalt og fór heim.

Engin ummæli: