mánudagur, janúar 09, 2006

já...
Ég er búin að vera að reyna að gera svona "gera upp 2005" blogg í laangan tíma. Eða síðan árið kláraðist. Hmm.. það er nú kannski ekki svo langt síðan en eníhú.
Þegar 2005 byrjaði var ég búin að vera meðvituð um óléttu mína í viku, ég var endalaust þreytt og þegar klukkutími var liðinn af árinu fór ég á zirk og stóð þar í hurðinni í tæpa 8 tíma !!! Held að það hafi verið það leiðinlegasta sem ég gerði á árinu. Illu er víst best aflokið.
Man hvað ég var aðframkomin af samviskubiti gagnvart lirfunni þegar ég loksins komst heim til mín.
Annars var þetta árið sem breytti öllu. Matthías Hjörtur kom, sá og sigraði. Man varla nokkuð sem gerðist á þessu ári og snertir ekki hann að einu eða öðru leiti.
Fyrstu mánuðir ársins fóru í að kúgast yfir öllu mögulegu og ljúga að ég væri á pensilíni. Svo fóru næstu mánuðir í að fitna og þyngjast og fá stærri bumbu.
Í júlí flutti ég.
Svo stækkaði bumban ennþá meira og ég gat minna hreyft mig. Svo stækkaði hún ennþá meira og ég gat næstum því ekkert hreyft mig og passaði ekki í nein föt.
Svo stækkaði hún ennþá meira en þá var mér orðið alveg sama því hún var hvort sem er orðin svo stór. Þá var ég líka komin með hunleið á öllu spurningunum. Sérstaklega setningar eins og :"hvernig áttu eiginlega eftir að verða?!" og "vá hvað bumban er stór!!" og "er þetta ekki bara risa barn?!"
Svo var sumarið og ég var bara fegin að veðrið var ekki betra, ég vildi bara að sumarið kláraðist. Mér var alltaf heitt, hvernig sem veðrið var :)
Já svo fór að halla á sumarið og einn ágætisviðrisdagurinn rann upp og Matthías Hjörtur kom í heiminn með látum.
Síðan hefur mér verið svo sem sama um veðrið. Hann er sólin og ljósið.
Það sem eftir var ársins fór svo í að sinna honum og góna á hann á milli blunda. Fæðingarorlof og brjóstaþoka. Ljómandi líf.
Framtíðin er björt og glöð.

Engin ummæli: