föstudagur, október 13, 2006
laugardagur, september 23, 2006

Um daginn missti ég myndavélina mína í gólfið. Þar sem ég var svo fyrirhyggjusöm að tryggja hana þegar ég keypti hana gat ég bara farið með hana og fengið nýja. Án þess að borga. krónu fyrir. Sem betur fer fyrir mig þá er myndavél eins og mín ekki lengur til þannig að ég fékk aðra sambærilega í staðinn. OMG hún er miklu flottari en gamla vélin!!!
Hefur alls kyns frábæra fítusa. Einn af þeim er að hægt er að setja ramma utan um myndir.
Þar sem mér þykir mjög vænt um mig þá læt ég fylgja hér mynd að mér sem ég lagaði til og rammaði inn á fallegan en samt sem áður einfaldan hátt....Njótið:)
fimmtudagur, september 21, 2006
Skólinn skólinn skólinn. Lærði efnafræði í allann dag, ótrúlega dugleg. Skil núna kannski smá eitthvað já. Þarf núna að fara að læra anatomíu. Verð víst að læra eitthvað svo ég megi fá mér pásu, boðar ekkert gott að byrja á pásunni.
Það er hér um bil komið á hreint að barnið verður sent í útlegð til Færeyja á meðan móðir drekkir sér í skólabókum. Til að búa til góða framtíð þarf víst að fórna einhverju í nútíð. Ég er strax byrjuð að fá kvíðahnút í magann því ég veit ekki hvernig ég mun geta.... Hvernig við munum geta... úff..
En jæja.. Anatomía.
sunnudagur, september 10, 2006
mánudagur, september 04, 2006
Kviss bamm búmm skóli!
Nú þarf ég bara að kaupa möppur, raða og skipuleggja. Kaupa , kaupa , kaupa.... Sem betur fer á ég flestar bækurnar.
Hún á afmælí dag, hún á afmælí dag, hún á afmæl'ún þuríður, hún á afmælí dag!!!!
Í tilefni af þessu afmæli fór ég út á laugardagskvöldið. Drakk fleiri en einn, tvo eða þrjá bjóra. Ég talaði, dansaði, labbaði og hitti fullt fullt af fólki sem ég hef ekki hitt árum saman.
Til dæmis Bjarna - jább Bjarni þú varst nú ekki leiðinlegur :)
Dansaði breytta og bætta útgáfu af bump-dansinum. Újé .. svaka gaman :)
Endaði kvöldið í pullunni hjá Sve þar sem ég úðaði í mig og labbaði svo heim.
Fór á fætur klukkan 10 morguninn eftir. Ekki mjög hress skal ég segja ykkur. En þó nógu hress til að fara í bakaríið. Keypti kók og sætindi. Það er skemmst að segja frá því að eftir það lá leiðin beinustu leið niður á við. Ég gat hvorki drukkið kókið né borðað sætindin. Ég gat ekki talað í símann og ég gat ekki setið í sófanum. Ég gat bara legið.
Lá í sófanum til 6, þá fór leiðin aftur að liggja uppá við og allt varð í lagi þar til hámarkinu var náð með feitum burger og kóki á miðnætti :)
Hils..
þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Ég er búin að fá ótrúlega margar snilldar-blogghugmyndir síðustu daga. Einhvern vegin hefur mig þó skort nennu til að framkvæma. Ég skal stolt bera titilinn "aumingjabloggari". Hef einhvern vegin svo margt að gera að dagarnir líða áfram hver á fætur öðrum án þess að ég geri neitt. Samt er tilfinningin alltaf sú að ég hafi ekki tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut því ég er alltaf svo bissí. Skrýtið já. Annars fagnaði besta barnið fyrsta afmælinu sínu á laugardaginn. Hann var veikur á afmælisdaginn eins og sönnu leikskólabarni sæmir. Ég hef hins vegar sjaldan verið eins stolt eins og þegar gestir komu og gæddu sér á kökum sem ÉG bakaði algjörlega sjálf. Allt bragðaðist eins og það átti að vera og jafnvel betur. Ég fann hvernig húsmóðurtaugarnar belgdust út af stolti og gleði yfir að hafa framkæmt þetta ;) Komst samt að því dagana fyrir afmæli að það er ekki einnar manneskju verk að hugsa um veikt barn og skipuleggja og undirbúa afmæli. Það er eiginlega ekki hægt. Þess vegna vil þakka ég ykkur sem hjálpuðuð mér, ég hefði svo innilega ekki getað þetta án ykkar. Bara alls ekki. Góður vinur getur gert kraftaverk. Á þessu eina ári er ég búin að komast að því af hverju maðurinn parar sig saman. Ég skil af hverju það er æskilegra að vera tveir að gera suma hluti. Stundum væri svo fínt að hafa einhvern til að fagna sigrunum með. Einhvern sem þykir þetta jafn frábært og mér. Einhvern sem er jafn furðu lostin yfir þessu öllu og ég. En svo er annað mál að ég má líka eigna mér allann heiðurinn. Ég má líka haga uppeldinu eins og ég vil því það er hvort sem er bara ég sem díla við allt. Ein. En ég fæ líka allt, allt knúsið og alla ástina, ég er alvaldur. Ég hugga, skamma, skeini, klæði, baða, svæfi, mata,knúsa, kjassa, leik, syng og spjalla. Það er líka bara svo gaman. Því verðlaunin er svo ótrúlega ótrúlega ótrúleg. Ég bið þá bara að heilsa í bili.
föstudagur, ágúst 11, 2006
Ég er annars búin að vera að tapa mér úr nostalgíu yfir að það sé ár síðan lífið mitt byrjaði að vera í alvörunni skemmtilegt. Leiðin virðist líka bara liggja endalaust uppá við .
Svo er ég byrjuð að læra efnafræði svo ég meiki nú að rúlla upp þessum blessaða klásus í haust. Fer í 3 tíma á dag alla virka dag og hugsa um sameindir og annað slíkt. Voða gaman.
Það er líka mjög gott að byrja svona rólega í skólanum, þegar hann byrjar af fullum krafti í haust þá er ég amk aðeins búin að venjast því að vera að læra.
Kvíði samt fyrir þvi að geyma barnið annars staðar allann daginn. Eeen þetta verður víst að gerast svo við getum haft það gott saman áfram.
Mér finnst eiginlega bara ágætt að það sé að koma haust því þá getur maður hætt að vona að það komi gott veður og verið bara sáttur við rigninguna og rokið, svoleiðis eiga haustin jú að vera.
Annars er dagurinn í dag mjög merkilegur því hún Hjördís á afmæli í dag. Því miður er hún í Langtíburtistan að hafa það gott svo ég sendi henni bara risa knús og milljón kossa í gegnum veraldarvefinn, svo vona ég að dagurinn hafi verið góður.
Yfir.
p.s. kannsi setti ég núna met í að blogga andlaust og leiðinlegt, jah maður spyr sig ;)
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Það er allt að gerast en samt ekki neitt. Er komin með ferköntuð augu af sjónvarpsglápi. H er búin að vera veikur svo við höfum bara setið á sófanum. Eða ég setið og hann legið hjá mér. En er þó allur að koma til.
Einhvern vegin hef ég ekkert að segja en ég get þó notað nokkar línur í að segja það.
Sumarið er alveg að verða búið, í næstu viku byrja ég á upprifjunarnámskeiði í efnafræði svo ég geti nú eitthvað þegar skólnni byrjar. Úff sumarið er alveg að verða búið.
Ljúfa árið er líka alveg að verða búið.
Ég ætla að fara að sofa.
sunnudagur, júlí 16, 2006
Svaf án afkvæmis í nótt. Í fyrsta sinn í 1 og hálft ár. Svaf svona líka ljómandi vel. Vaknaði svo í morgun og las í bók. Líka langt síðan það hefur gerst.
Fór á bar í gær og þar var næstum því enginn íslenskumælandi. Bara útlendingar sem stóðu undarlegir á svip og biðu eftir að eitthvað skemmtilegt gerðist til að réttlæta dýran bjór.
Át belgíska vöfflu með sýrópi og súkkulaði, í fyrsta sinn í tæpt ár. Er alltaf heima þegar vöffluvagninn er opinn.
Svo kom barnið heim í dag og var dásemd. Var víst líka dásemd heima hjá ömmu sinni og afa. Það þarf ekkert að velta vöngum yfir því, hann er sérlega vel heippnað barn. ;)
Ótrúlegt að í fyrsta sinn sem ég get verið úti alla nóttina, uns dagur rennur á ný, fer ég heim fyrir 2.
Hef sagt það áður og segi það aftur að tímarnir breytast svo sannarlega :) og nú eru betir tímar en nokkru sinni fyrr.
Yfir - Grip
föstudagur, júní 30, 2006
Árið 2006
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt. 2.
Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu
föstudagur, júní 16, 2006
En nú er bara komið nóg!!!!!! Ég get ekki orða bundist lengur!!!! Hvað er málið með þetta helv...&$%%& veður??!?!?!!? Á bara að rigna endalaust??!
ok, svo sem alltí lagi að það sé rigning og rok. En það er ekki einu sinni hlýtt úti!!! það er 8 gráður á celsíus (segir mogginn).
Fnæs! Já ég er svekkt. En ég nenni ekki neinu í þessu veðri.
Mér rétt tókst að rífa mig frá heiladauðu-internetshangsi og setja í nokkrar þvottavélar. Svo hengdi ég upp þvottinn. Jú ég bakaði köku og vaskaði upp.
Kakan er nú í ofninum og ég er að fara að sækja barnið. Svo gæði ég mér á kökunni og fæ sól í magann.
Allir alltaf velkomnir í kaffi.
Æji já kannski er þetta alltí lagi.
mánudagur, júní 12, 2006

Einhver sem hefur meiri völd en ég hefur lesið síðustu bloggfærslur. Af þeim sökum hef ég úðað í mig mjókurvörum síðustu daga og ekkert bólar enn á þeim leiðindaafleiðingum sem búist var við. Svo enn sem komið er eru allir glaðir.
Þessir hamborgarar voru í matinn fyrsta dag mjólkur. Þeir voru með gráðosti, beikoni og grænmeti. Alveg hreint dásamlegir.
Ég borðaði nú samt bara einn, Þuríður borðaði hinn.
Ég er líka búin að fá mér lifrapylsu, þeyttan rjóma, súkkulaðibúðing, camenbert og brauðost.
Þetta er allt saman alveg ljómandi gott.
Núna er mér illt í eyrunum og komin með smá hálsbólgu. Ég er alveg viss um að það sé mjólkinni að kenna. Ég ætla að halda áfram að vera á móti mjólk. Því þótt margar afurðir hennar séu alveg hreint unaður á bragðið þá er kúamjók fyrir kálfa.
Samsæri.
þriðjudagur, maí 30, 2006
Marta fer á pizzustað. Hún þarf að kaupa sér eitthvað speltdeig því það er víst mjólk í venjulega deiginu, svo sem alltí lagi en það kostar 500kr meira. Marta spyr hvort það sé nokkuð mjólk í neinu öðru sem á pizzuna fer og biður um að ekki sé settur neinn ostur á.
Þjónustustúlkan upplýsir Mörtu um að það sé til jurtaostur á veitingahúsinu sem er ætlaður fyrir fólk með mjólkuróþol. Marta spyr mörgum sinnum hvort þau séu alveg viss og segir þeim að hún verði mjög veik ef hún fái mjólk í kroppinn (reyndar smá hvít lygi, nennti ekki að útskýra málið með barnið og brjóstamjólkina). Þjónninn fer inn og spyr kokkinn aftur og jú jú hún er alveg viss. Jæja Marta fær svo pizzuna sína og borðar af henn eina sneið. En enn eru einhverjar viðvörunarbjöllur að hringja í höfði Mörtu. Til að geta borðað matinn alveg áhyggjulaus spyr Marta hvort hún megi sjá miðann með innihaldslýsingu jurtaostarins.
Það var auðsótt mál. Efst á innihaldslýsingunni stendur:casein(milk) !!!!! WTF!
Ég varð ekkert reið, mér bara féllust hendur.
Kokkurinn kom svo fram og sagði að hann hefði haldið að casein væri ekki mjólk þar sem það væri mjókurduft sem væri ekki búið til úr alvöru mjolk og eitthvað bla bla bla...
Þetta þykir mér alveg óskaplega leiðinlegt.
Þessi eina sneið verður til þess að blessuðu barninu á ekki eftir að líða vel í maganum næstu daga. Að öllum líkindum verður hann líka lengur að losna við horinn úr nefinu fyrir vikið.
Ég skil stundum ekki... heldur fólk að ég sé bara að grínast?
btw, nei við fengum ekki afslátt. Eða sú sem bauð okkur út að borða fékk ekki afslátt.
laugardagur, maí 27, 2006
Helv... mjólkurátroðsla er þetta alltaf hreint.
Það er lika mjólkurduft í venjulegum pylsum!
Ég trúi á ekki á gagnsemi þess að troða mjólkurafurðum í næstum því öll unnin matvæli!
Samsæri segi ég.
mánudagur, maí 22, 2006

Áður en Hjörtur fæddist var ég búin að gera mér alls konar hugmyndir um ýmislegt varðandi það að vera mamma. Vá hvað ég vissi lítið.
Ég vissi hreinlega næstum því ekkert. Ég ætlaði mér alls konar hluti í uppeldinu. Ég gerði mér ekki nokkra grein fyrir því hvað maður verður eins og bráðið smjör í kringum þetta dásamlega barn sem mér hlotnaðist sá heiður að eignast.
Ég gerði mér enga grein fyrir hinu risavaxna leynifélagi mæðra sem ég er nú sjálfkrafa gengin í. Alltí einu er hægt að eignast nýjar vinkonur útum allt, með það eitt sameiginlegt að eiga börn. Alltí einu er ég orðin jafningi svo margra, alltí einu er allt svo miklu betra og ég skil svo margt svo miklu betur.
Hugsið ykkur. Matthías Hjörtur er bara 9 mánaða og hann, eða tilvera hans, hefur kennt mér svo ótrúlega margt.
Nú hlusta ég á með þolinmæði þegar fólk (konur) sem eiga ekki börn tala við mig um uppeldi eða hvað það er að eiga börn. Ég hugsa með mér að vonandi verða þær einhvern tíma svo ríkar að verða meðlimir í þessu magnaða félagi.
Leynifélagið er svo stórt og dásamlegt og meðlimir þess eiga svo óendanlega mikið sameiginlegt. Það er ekkert hægt að reyna að lýsa því með orðum, maður verður að vera þar til að skilja.
Á hverju degi hugsa ég um það hvað ég var mikill kjáni. Kjána kjáni.
miðvikudagur, maí 17, 2006
Ég sneri "eldhúsinu" mínu við í dag og nú er íbúðin öðruvísi.
Áðan ætlaði ég að ganga frá kæfunni en finn ekkert kæfulok en tvö Solluekkistirðu-kókosflögulok. Kannski er Sollaekkistirða að reyna að fá mig til að hætta að borða mikið unna óholla kæfu með því að éta lokioð og láta kæfuna mygla.
Í dag kúkaði Hjörtur tvisvar á gólfið og pissaði einu sinni á mottu. Nei ég á ekki kött ég á barn. Það hlýtur bara að vera svo ótrúlega notalegt að vera ekki innpakkaður í bleiu, bleyju, bleyu, bleiju.
Þegar hann fermist þá held ég ræðu um þessa færslu.
Góða nótt.
mánudagur, maí 15, 2006
Á laugardaginn bakaði ég súkkulaðiköku og það tók mig bara 3 daga að borða hana alla EIN! ;)
En jæja.. Best að spjalla við eiganda tölvunnar :)
Hils og hafið það gott í sumrinu :)
þriðjudagur, apríl 25, 2006


Svona er nú ljómandi notalegt að vera í Færeyjum. Sitja saman í stofunni og borða epli og vera til.
Lífið er svo sannarlega ljúft. Ef ég hefði farið til Færeyja með fjölskyldu minni fyrir tveimur árum þá hefði ég dáið úr leiðindum. Núna er þetta bara búið að vera dásamlegt og notalegt. Gaman að geta bara verið með Hirti og fjölskyldunni og ekki þurfa að hugsa um neitt annað. Finnst ég hafa fengið pásu frá heiminum í mánuð. Held það hafi bara gert mér mjög gott. En nú komum við heim á föstudaginn og það verður líka mjög fínt. Bæði betra. Vildi samt að ég gæti tekið Færeyjar með til Íslands eða Ísland með til Færeyja. Gæti alveg búið í Fríslandseyjum.
Góða nótt.
sunnudagur, apríl 23, 2006
laugardagur, apríl 22, 2006
Þarf kannski heldur ekkert að taka það fram að helv.. einkunin er ekki ennþá komin.
Sem sárabætur át ég yfir mig af pizzu í kvöld og drakk of mikið jolly.
Til fróðleiks er Jolly "kók" Færeyinga. Sunneva sagði mér að Færeyjar væru eitt af fáum(ef ekki bara eina ) löndum þar sem kók er á markaði en er ekki ríkjandi. Hér drekka allir bara sitt Jolly. Enda er það miklu betra en kók.
Jæja kominn tími til að kíkja aftur á póstinn ....
fimmtudagur, apríl 20, 2006
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Í dag fórum við í bíltúr um eyna. Matthías Hjörtur varð reyndar eftir heima ásamt ömmu sinni og Patreki. Hann er því miður ekkert svo skemmtilegur í bíl, blessaður ljúfurinn.
En við hin (Björgvin, Guðjón, Sigrún og Rut) ókum til Súmba. Súmba er syðsti bærinn á Suðurey og þar með syðsti bærinn í Færeyjum.
Á leiðinni sáum við líka aðra bæi. En í Færeyjum er allt fullt af litlum sætum bæjum/þorpum. Við stoppuðum hjá Vágum og skoðuðum magnað brim. Svo keyrðum við gamlan veg yfir fjall. Vegurinn var hálf-breiður og MJÖG bratt niður. Ég lifði það þó af með því að halda mér fast í öryggisbeltið og anda djúpt í beygjum.
Merkilegt þykir mér að í Færeyjum (amk Suðurey) virðist ekki skipta máli hversu lítill bærinn er, allir státa þeir af svaka fínum gervigrasvöllum.
Með færslunni set ég mynd af Súmba (nokkur hús) og glæsilega gervigrasvellinum þeirra. Séð ofan af fjallinu.
En ég hef líka sagt frá því áður að hér rölta kindur útum allt. Einn maður sagði mér að hér væru kindurnar álíka heilagar og beljur á Indlandi.
Rétt við Vága fórum við og skoðuðum rosalega vík/brimgarð/strönd (veit ekki hvað svona kallast). Þetta er líka gamall lendingarstaður fyrir báta, það er enná steypt renna sem liggur niður í sjó. Hverngi hægt var að komast þarna á árabátum skil ég alls ekki en þetta var allt saman óskaplega fallegt.
Hils...
ps myndadótið í blogger er eitthvað bilað svo það koma bara linkar á myndirnar ;)
miðvikudagur, apríl 12, 2006
mánudagur, apríl 10, 2006
Mælst er til þess að fólk sjóði allt vatn áður en þess er neytt.
Við mæðgin erum búin að drekka þetta vatn með bestu lyst síðan við komum eða í eina viku!!! Ég er sem sagt búin að vera að eitra fyrir saklausu barninu. Ég er einmitt búin að vera að dásama þettga íííískalda, ljómandi góða vatn.
Hér eftir fær Hjörtur bara soðið vatn. Ég mun hins vegar halda áfram að drekka skítuga vatnið, amk þangað til ég kenni mér meins.
Einhvern tíma í kringum 1987 varð ógurlegt mál á Ísafirði því vatnið var svo skítugt að allir áttu að sjóða það áður en það yrði drukkið.
Þá var ég búin að drekka það í mörgn ár... Hef þess vegna trú á því að maginn minn sé öllu vanur.
Jæja Þórshöfn í fyrramálið, þarf að vakna kl 6.
Góða nótt.
sunnudagur, apríl 09, 2006
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Núna er rok og snjókoma.
Maðurinn sem ber út póstinn reyndi að tala við mig í morgun. Ég varð voða feimin en náði samt að stynja út úr mér "hej" svo fór ég bara í panik. Skildi svo að hann var að tala um veðrið. Þá tókst mér að segja "líka á Íslandi".
Annars er ég búin að skemmta mér við að lesa þetta.
Ótrúlega fyndið að lesa sápuóperu.
Brooke játar fyrir Deacon að hún beri sterkar tilfinningar til hans en geti ekki verið með honum því hann sé tengdasonur hennar. Zende, kjörsonur Kristin, kynnist afa sínum, Eric Forrester.
Sally reynir að fleka Massimo og tekur sporið við lagið „Mustang Sally“ en hann stenst freistinguna. Stephanie kemur Massimo til hjálpar og þau kyssast. Stephanie segir Eric að hún hafi farið á skrifstofu Massimos því hún hafi verið afbrýðisöm út í Sally. Stephanie og Massimo kyssast aftur. Ridge kemur að þeim en gerir þeim lífið ekki mjög leitt.
Thorne eltir konu um götur Portofino. Honum þykir hún óþægilega lík Macy en hún er dáin. Hann eltir hana að vita og hún segist vera Macy. Hún sé ekki dáin heldur hafi hún verið í felum á Ítalíu. Hún hafi ekki dáið í bílslysinu. Faðir hennar hafi bjargað henni, farið með hana til Ítalíu og hjálpað henni að ná bata. Þarna hafi hún hafið nýtt líf í friði, fjarri Thorne og Forrester-fólkinu. Hún hafi átt í ástarsambandi við stjórnsaman Ítala, Lorenzo. Hann eigi lítið veitingahús þar sem hún hafi sungið fyrir gestina. Það kemur mjög flatt upp á alla að Macy skuli enn vera á lífi.
ok nú skal ég hætta... þetta er bara svoooo sniðugt!
Heils frá Færeyjum.
þriðjudagur, apríl 04, 2006

Jahá!
Þá erum við mæðgin bara lögst í ferðalög og komin í faðm fjölskyldunnar í Færeyjum! Alveg hreint magnað! Það er alveg eins og við séum útí sveit á Íslandi en samt alls ekki.
Um leið og maður les eitthvað eða fólk segir eitthvað þá verður maður eins og álfur út á hól. Allir líta út eins og íslendingar en tala eins og... jah Færeyingar ;)
Hér eru göturnar svo mjóar að það er varla hægt að mæta barnavagni, hvað þá bíl! Fórum niðrí bæ áðan. Það er tæplega 20 mín labb m.a. niður mjög bratta brekku. Í brekkunni var ekki gangstétt heldur malkbikaður kindastígur meðfram einhvers konar læk/á.
Svo eru næstum því engar gangstéttir. Hjartað í mér hoppar í hvert skipti sem ég heyri í bíl, vona að fólk hér keyri almennt varlega.
Annars er þetta allt voða notalegt. Ekkert nema brekkur og kindur og rólegheit. Við sváfum vel og nú sefur Hjörtur eins og steinn úti með kindunum. Vona að þær reyni ekki að eta vagninn.
Hitti Sunnevu í smástund í gær, rétt áður en við yfirgáfum Þórshöfn. Það var gaman. Stefni á að kíkja aftur til hennar síðar.
Ég efast ekkert um að hér verði mjög notalegt að vera.
sunnudagur, mars 26, 2006
miðvikudagur, mars 22, 2006
þriðjudagur, mars 21, 2006
Alltí einu hef ég öðlast nýjan skilning á þessu orði. Blessað barnið er með mjólkuróþol og það gerir það að verkum að ég má ekki neyta neins sem innilheldur mjólkurvörur af neinu tagi. Til mjólkurvara telst næstum því allt. Það er troðið mjólk á ólíklegustu staði, í soyaost, í gervirjóma, í lifrapylsu, pestó og svo ég tali nú ekki um allt góða bakaríisgúmmilaðið sem er svo gaman að borða. Ef endalaust er verið að erta ofnæmið í drengnum verður slímhúðin viðkvæmari og hleypir fleiri efnum í gegnum sig. Af því getur leitt að hann ávinnur sér ofnæmi/óþol fyrir fleiri matvælategundum. Allt gæti þetta mögulega farið á versta veg og barnið endað með fjöl-fæðuóþol eða eitthvað álíka. (óþol fyrir hnetum, glúteini, mjólk, eggjum). Það mundi minnka lífgæði hans til muna. ´
Ég vil að sjálfsögðu að hann njóti alls hins besta í lífinu svo ég mun gera allt sem ég get til að þetta gerist ekki. en vegna falinna mjólkurvara í matvælum, og þess að mjólk er stundum til staðar undir dulnefni, hef ég verið að neyta mjólurvara óafvitandi. Þannig hef ég valdið slímhúð hans óþægindum og aukið líkurnar á áframhaldandi óþoli.
Núna er þetta búið og ég er orðin mjög "anal" á að neita alls engra mjólkurvara af neinu tagi. Læknirinn sagði mér að þetta væri ekki spurning um magn heldur bara ef mjólkurpróteinin eru til staðar.
Þess vegna vil ég segja ykkur að það er alveg bannað að gefa Hirti neitt sem ekki er vitað hvað er í. Það er líka alveg bannað að gefa okkur eitthvað sem inniheldur mjólk og segja "nei nei engin mjólk í þessu". Já ég hef alveg lent í því.
Þetta er alvarlegt mál og alls engin dilla.
Annars bara allt gott.
Át á mig gat, margir í heimsókn = gaman :)
föstudagur, mars 17, 2006
Ég fór inná bað áðan og þá sá ég alltí einu 2-3 pínulitlar flugur/pöddur/hrylling skríða uppúr niðurfallinu í vaskinum! Ég leit betur í kringum mig og þá sá ég eina ofan í baðinu og nokkrar á gólfinu !!! *hrollur,ógeð og hryllingur*. Ég hóf fjöldaslátrun og spreyaði svo ajax universal útum allt, setti tappa í vask og bað og lokaði hurðinni.
Nú sit ég hér og mig klæjar alls staðar og vantar að pissa.
Kannski nýta skordýrin sér Ajax-eiturgufurnar og næst þegar ég opna bíður mín risa fluga í hefndarhug.
fimmtudagur, mars 09, 2006
Þegar 1. auglýsingahléið kom var ég búin með poppið og byrjuð að borða soya-súkkulaðibúðinginn minn. Ég er á þeirri skoðun að allt sem færst í yggdrasil sé hollt. Maður borðar víst ekki of mikið af hollum mat.
Annrs fór ég í bæinn í dag og þræddii búðir sem selja lífrænar vörur sem og aðrar vörur sem eiga að vera sérlega góðar. Ég keypti 1 eða fleiri hluti í hverri búð. Sýnist mars ætlar að enda með hrísgrjóna-/núðluáti.
Gaman gaman.
föstudagur, mars 03, 2006
Leit mín bar árangur. Ég gúglaði og fann það sem ég er búin að leita að. Mynd. Óskýra og dökka, en mynd engu að síður.
Nú góni ég og góni og góni og góni á myndina. Svo ótrúlega ókunnugur en samt.... Ótrúlega skrýtin tilfinning að horfa á myndina. Þarna er það sem vantar og einhvern vegin ekkert mál að sjá það.
Eins og ekkert sé.
sunnudagur, febrúar 26, 2006

Laugardagskvöld.
Mér finnst eins og það séu hundrað ár síðan laugardagskvöldin voru öðruvísi.
Þessu laugardagskvöldi hefur verið eytt í söng, knús, spjall, hugg, vagg, svæf og bollubakstur. Smá bolluát líka. Maður verður að smakka afraksturinn. Ég hlakka til næst þegar ljúfastur getur notið bollanna með mér.
Á morgun er hann 6 mánaða. Undarlegur tími. Eins og lífið hafi alltaf verið svona en samt er bara hálft ár síðan hann kom. 6 mánuðir eru samt svo stuttur tími og þessir 6 eru búnir að vera svo skemmtilegir að þeir hafa flogið áfram... Skrítið.
æji já... svo margt hægt að segja.
föstudagur, febrúar 24, 2006
Svo var mér sagt að það væri örugglega vegna þess að við værum oft bara tvö ein og þá væri ekkert mikið spjall í kringum hann. Mér finnst það dálítið merkilegt. Ég hef nú ekki verið þekkt fyirr að vera þögul.
Þarf varla að segja frá því að síðan við komum úr skoðuninni hefur Hjörtur varla þangað. Nema rétt á meðan hann svaf.
Þess má annars geta að hann dafnar einstaklega vel og er sérlega duglegur að hreifa sig :)
Að sjálfsögðu ber hann af öðrum börnum í öllu atgervi ;)
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Í dag setti ég í þvottavél áður en ég fór út. Svo sem ekki í frásögu færandi. Svo fór ég á húsfund, svæfði drenginn og horfði á Desperate Housewives. Alltí einu mundi ég eftir þvottinum og ákvað að sækja hann í þvottahúsið og hengja hann upp. Ég labba þangað, sting lyklinum í skrána og .... NEIBB!!! Ég gat ekki opnað !!! Alltí einu passaði lykillinn minn ekki í skrána!!!!!!!!! hmmm.. ég fór upp og sótti hinn lykilinn.. Neibb passar ekki heldur!!!
Hvernig getur það verið!!???!?!?!?!?
daginn eftir:
Fór í þvottahúsið og lykillinn passaði eins og flís við rass! Jah, maður spyr sig!
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Í dag fór ég í kringluna. Ógisslega gaman. Kom þaðan út með tvennar buxur, tvo boli, belti og nærbuxur ! Vúhú!! Núna get ég skipt um föt!! Þarf ekki lengur að vera í svargráum thaibuxum daginn út og daginn in ! :)
Þetta er allt að gerast.
Ég er að græða á mjólkuróþoli sonar míns, eins gott að einhver græði á þessu. Það vill nefnilega svo til að næstum því allt sem er fitandi og gott inniheldur einhvers konar mjólkurafurðir.
Jamm og já svona er nú það.
Annað fréttnæmt er að ég skilaði ritgerði í skólanum í gær. Var reyndar búin að fá frest en ég skilaði samt ekki einu sinni viku of seint!!! Það hefur ekki gert í mörg ár.
Annars mallar lífið bara áfram. Drengurinn er ennþá fallegastur og bestur.
Held samt að ég verði að fara að sofa klukkan 9 í kvöld. Ég er orðin svo mikið gamalmenni að svona margir klukkutímar í kringlunni soga úr mér alla orku. Hefði samt ekki getað þetta án Svölu, ég vorkenndi henni svo mikið að vera svona ólétt að ég hafði engan tíma til að hugsa um mig og mitt væl.
Það er svo miklu auðveldara að ýta barninu á undan sér heldur en að bera það innan í sér.
eníveis.. Gleðinlegan valentínusardag.
Ég gæti orðið bitur ...
mánudagur, febrúar 06, 2006
Best að fara að gera verkefni. Smá pása í kvöldmatmum - át kjúkling. Fæ mér kannski smá (bara pínu) eftirrétt - suðusúkkulaði. Fæ mér tvö. Og eitt í viðbót. ....
Hmm..hvernig á ég eiginlega að gera þetta verkefni? hmm.. finnst eins og ég þurfi eitthvað að borða. Fæ mér rúsínur og sólblómafræ. Nammi namm.
læri læri læri...
aha! mig langar í kex með skinkusalati. Fæ mér bara þetta brotna. Fyrst það er brotið verð ég eiginlega að fá mér tvö...
and so it goes...
þriðjudagur, janúar 31, 2006
sunnudagur, janúar 29, 2006
laugardagur, janúar 28, 2006
föstudagur, janúar 27, 2006

æji ekki gerist nú mikið ... sem betur fer kannski.
Ég er eiginlega ekki byrjuð í skólanum og strax byrjuð að fresta. Ég er ekki að fresta ritgerðaskilum, verkefnum eða neinum slíkum smámunum. Ég er að fresta því að byrja af fullum krafti í skólanum. Þegar ég byrja af fullum krafti þá þýðir það að kaupa bækur og jafnvel byrja að lesa í þeim. En æji ég nenni ekki að hugsa um það núna, ég er búin að fresta skólanum fram á mánudag. Það þýðir að ég þarf ekki að byrja að skipuleggja fyrr en á sunnudag. Þar af leiðir að ég verð að njóta þess að vera í fríi þangað til.
Annars er ég nú bara búin að hafa það gott. Fór til Ísafjarðar og var EKKERT hrædd í flugvélinni á leiðinni vestur. Þið sem þekki mig vitið hvað það er merkilegt!!!
Það var líka yndislegt veður og stórkostlegt útsýni og slatti af skyldfólki mínu var í vélinni.
Það var gott að koma á Ísafjörð. Bærinn bauð mig velkomna með fallegu fjöllunum sínum og sólin sleikti toppana. Þó erindið væri ekki skemmtilegt þá er alltaf gott að koma vestur.
Sýna sig og sjá aðra.
Svo flaug ég suður og það var ekki eins gott að fljúga EN ég var lítið sem ekkert hrædd þá heldur!!! Ótrúlega merkilegt. Nú gæti verið að ég fari bara að fara í ferðalög...
Ef flughræðsla mín hefur minnkað til muna (eins og ég vona) þá breytir það ótrúlega miklu, allt verður mikið auðveldara.
Já, ég get þakkað Matthíasi Hirti ansi margt.
miðvikudagur, janúar 25, 2006
þriðjudagur, janúar 24, 2006
mánudagur, janúar 16, 2006
Nú er ég búin að lifa lífi manneskju sem neytir engra mjólkurvara í 2 daga. Hvernig borðar maður sig sadda af mat sem inniheldur ekki mjólk, rjóma, ost eða smjör?!? Ég bara spyr.
Ég fór í bónus í gær og keypti fullt af grænmeti og ávöxtum. Eitthvað verð ég að borða á milli mála í staðinn fyrir kex með smjöri og osti, kex með smjöri, mjólkurkex og kakómalt eða ristað brauð með smjöri og osti. Bráðum verður maturinn sem ég keypti Bónus uppurinn. Það verður enginn saddur af ávöxtum og grænmeti.
Kannski verður þetta til þess að ég vakna upp eftir 2 vikur og kemst i gallabuxurnar mínar :S
Nú stefnir allt í að ég þurfi að fljúga til Ísafjarðar á föstudaginn. Er núna að horfa á veðurspána. Það spáir -10 á morgun og +4 á miðvikudaginn!! hverslags veður er þetta eiginlega ?
Jámm..
fimmtudagur, janúar 12, 2006
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Ég bara get ekki setið og horft á ...
Þegar ég var lítil átti ég frænda. Hann var ótrúlega skemmtilegur. Eins og bara frændur geta verið. Hann gat haldið á mér og fíflast endalaust. Hann bauð mér í bíltúra og gaf mér nammi. Hann sagði mér (lyga)sögur og skemmti mér oft.
Einu sinni sátum við við eldhúsborðið hjá afa og ömmu og ég sagði að mig langaði í sveit þar sem væru hestar. Hann hringdi strax í vin sinn og reddaði mér vinnu við barnapössun í sveit þar sem voru fullt af hestum.
Honum var svo umhugað að ég mundi nýta kosningarétt minn að einu sinni ræsti hann út sýslumann skutlaði hann mér úr sveitinni á Hólmavík til að kjósa utan kjörstaðar.
Hann vissi ótrúlega margt um ættfræði og kunni margar sögur. Hann gat sagt manni ótrúlega margt um hvernig lífið var í gamla daga. Enda var hann stóri bróðir hennar mömmu.
Ég man ennþá þegar hann bauð mér í mat og eldaði handa okkur kjúkling sem var svo lítill að við kölluðum hann froskakjúklinginn.
Hann hætti ekkert að vera skemmtilegur þó ég stækkaði. Hann talaði alltaf við mig eins og fullorðna manneskju.
Hann var stundum skrýtinn og sérlundaður en hann var alltaf frændi minn sem mér fannst frábær.
Í gær breyttist svo allt. Alltí einu birtust fréttir af einhverju ótrúlega ógeðslegu sem frændi minn á að hafa gert. Hluti af veröldinni minni hrundi bara. Hverjum á ég að trúa? Er maðurinn sem ég hélt að ég þekkti vel bara ekkert sá sem hann þykist vera?
Hvað átti maður að gera? Hvernig gat svona lagað komið fyrir í minni fjölskyldu?
Ég reyndi eins og ég gat að átta mig en svo breyttist allt aftur... Frændi minn er dáinn.
Eftir sitjum við hin og hugsum okkar.
Í dag er búið að vera ótrúlegt fjölmiðlafár. Mér finnst mjög skrýtið að alltí einu sé mín fjölskylda búin að finna fyrir ægivaldi fjölmiðlanna.
Veit ekki hvort ég eigi að vera reið út í það blað sem um ræðir, reið útí frænda minn fyrir að vera ekki sá sem ég hélt að hann væri eða bara hvað...
Það eru allir að tala um þetta alls staðar og að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum.
Mér finnst þetta allt saman einstaklega sorglegt.
Ótrúlegt að finna á eigin skinni hvernig svona er. Ég hef oft séð forsíðurnar á DV og hugsað um aumingja aðstandendur fólkins prýðir þessar síður.
Meintir glæpamenn eiga líka fjölskyldur sem vita oft minnst um málið. Fjölskyldan fær ekki að heyra kjaftasögurnar. Fjölskyldan fær þessu bara skellt í andlitið á sér. Kannski eru börn í fjölskyldunni sem rölta útí búð og sjá ættingja sinn upp um alla veggi?
Þetta finnst mér vert að hugsa um.
Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína og hugur minn er hjá ykkur öllum.
mánudagur, janúar 09, 2006
Ég er búin að vera að reyna að gera svona "gera upp 2005" blogg í laangan tíma. Eða síðan árið kláraðist. Hmm.. það er nú kannski ekki svo langt síðan en eníhú.
Þegar 2005 byrjaði var ég búin að vera meðvituð um óléttu mína í viku, ég var endalaust þreytt og þegar klukkutími var liðinn af árinu fór ég á zirk og stóð þar í hurðinni í tæpa 8 tíma !!! Held að það hafi verið það leiðinlegasta sem ég gerði á árinu. Illu er víst best aflokið.
Man hvað ég var aðframkomin af samviskubiti gagnvart lirfunni þegar ég loksins komst heim til mín.
Annars var þetta árið sem breytti öllu. Matthías Hjörtur kom, sá og sigraði. Man varla nokkuð sem gerðist á þessu ári og snertir ekki hann að einu eða öðru leiti.
Fyrstu mánuðir ársins fóru í að kúgast yfir öllu mögulegu og ljúga að ég væri á pensilíni. Svo fóru næstu mánuðir í að fitna og þyngjast og fá stærri bumbu.
Í júlí flutti ég.
Svo stækkaði bumban ennþá meira og ég gat minna hreyft mig. Svo stækkaði hún ennþá meira og ég gat næstum því ekkert hreyft mig og passaði ekki í nein föt.
Svo stækkaði hún ennþá meira en þá var mér orðið alveg sama því hún var hvort sem er orðin svo stór. Þá var ég líka komin með hunleið á öllu spurningunum. Sérstaklega setningar eins og :"hvernig áttu eiginlega eftir að verða?!" og "vá hvað bumban er stór!!" og "er þetta ekki bara risa barn?!"
Svo var sumarið og ég var bara fegin að veðrið var ekki betra, ég vildi bara að sumarið kláraðist. Mér var alltaf heitt, hvernig sem veðrið var :)
Já svo fór að halla á sumarið og einn ágætisviðrisdagurinn rann upp og Matthías Hjörtur kom í heiminn með látum.
Síðan hefur mér verið svo sem sama um veðrið. Hann er sólin og ljósið.
Það sem eftir var ársins fór svo í að sinna honum og góna á hann á milli blunda. Fæðingarorlof og brjóstaþoka. Ljómandi líf.
Framtíðin er björt og glöð.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Í dag eyðilagðist geislaspilarinn minn. Hann datt í gólfið og lokið svona hálf datt af og þegar ég reyndi að setja það á aftur þá sleit ég "mænuna" í tækinu og nú er það alveg lamað og ég sé ekki fram á að lækning finnist í náinni framtíð. Frekar leiðinleg þar sem þetta var voða fínn spilari. Keyptur í fríhöfninni og þ.a.l. ekki dýr.
Er núna að melda það með mér hvort ég eigi að láta verlsa nýjan spilara í fríhöfninni. Get lífsins ómöguleg ákveðið mig. Líf án geislaspilara er nú samt hálf-leiðinlegt.
Ætti ég að láta kaupa eins spilara fyrir mig eða ætti ég að kaupa heilt tæki? Er vinkonum mínum treystandi til að kaupa almennilegt tæki í fríhöfn?
Önnur þeirra er varla mellufær á tölvur, spurning hvort hún mundi ekki bara kaupa kasettutæki. Hin er engin tækjakona.
Væri dásamlegt ef Helga Þ. eða Hjördís mundu drullast úr landi og inní það aftur.
Allavega ef einhver á leið um fríhöfn og treystir sér til að kaupa meðal góðan ferðageislaspilara endilega láta mig vita ;)
mánudagur, janúar 02, 2006
HJÁLP!!
Dugir greinilega ekki búálfinum að stela bókunum mínum, geisladiskahulstrum og alls kyns öðru dóti, hann er greinilega orðin ógurlega tæknivæddur og stelur úr tölvunni minni líka.
Skæl
föstudagur, desember 30, 2005
miðvikudagur, desember 28, 2005
Gleðileg jól
Búin að borða á mig gat, fara í göngutúra og lesa. Ljómandi notalegt. Líka gaman að hafa svona margar aðstoðarhendur við að halda á barninu.
Jólagjafirnar voru frábærar. Gaman að eiga nýtt barn þá fær maður að opna svo mikið af pökkum. Held ég hafi ekki fengið að opna svona marga pakka síðan áður en ég fermdist. Jólin eftir að ég fermdist fékk ég grunsamlega fáa pakka en þeim mun fleiri jólakort sem hófust á orðunum:"nú ert þú orðin svo stór að þú færð bara kort frá okkur... ". Þegar ég svo varð 18 þá fékk enn þá fleiri svona kort. Það var smá biturleiki í smátima en nú er mér algjörlega sama. Ef ég fæ eina bók þá er ég sátt. Mér er farið að finnast jólakortin mun skemmtilegri en pakkarnir. Sérstaklega ef það eru kort með mynd.
Ég er víst orðin fullorðin.
fimmtudagur, desember 22, 2005
Á þessum degi fyrir ári síðan kom Soffía í kaffi til mín í Frostaskjólið. Ég man ég sat í appelsínugula stólnum/sófanum og Soffía sat á móti mér í hinum sófanum. Eftir smá spjall ákvað ég að láta í ljós áhyggjur mínar: "Soffía, ég er ekki byrjuð á túr". Soffía var nú ekki lengi að redda þessu. Skipaði mér útí bíl og heim til hennar að pissa á prik. Síðan hefur veröldin ekki verið söm.
Ég man ég sat uppi á eldhúsbekknum og sagði: "ég er að fara að eignast barn".
Ég man að eftir að mesta sjokkið var liðið hjá hringdi ég í Helgu og sagði henni að mér væri nokk sama hvað hún væri að gera, hvort hún væri með Madonnu í heimsókn eða ekki, hún ætti að kasta öllu frá sér og fá mig í heimsókn. Þegar hún kom til dyra stóð ég með prikið í hendinni og rak það framan í hana.
Við hringdum í Heiði og sögðumst vera með svaka fréttir handa henni. Hún ætlaði ekki að nenna að koma en kom eftir að við höfðum sannfært hana um að hún vildi heyra það sem við hefðum að segja. Hún kom að lokum og andlitið hennar datt hér um bil af þegar umrætt prik var rekið framan í hana.
Við sátum svo heima hjá Helgu og gripum andann á lofti.
Þennan dag komu líka Steini og Siggi í kaffi. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar en allann tímann var ég að hugsa: "ég er ólétt, ég er ólétt, ég er ólétt" Um leið og þeir fóru út sprungum við Helga.
Þetta var ótrúlegur dagur.
Þá var Hjörtur á stærð við hrísgrjón. Núna er hann fullkomið barn.
Já.. tímarnir hafa svo sannarlega breyst.
miðvikudagur, desember 21, 2005

Bráðum koma blessuð jólin og ég er orðin æsispennt. Þetta er í fyrsta sinn sem ekkert fer í taugarnar á mér í sambandi við jólin. Ég hlakka bara til.
Í gær fór ég í eftirskírnarveislu og borðaði fullt af dásamlegum kökum. Í dag fór ég í útskriftarveislu og át ennþá meira af kökum. Nú er ég búin að ákveða að borða ekkert hollt á þessu ári. Kannski smá smjösteikt grænmeti í formi meðlætis. mmmmm...
Annar gengur jólaundirbúningur bara vel. Búin að skrifa og senda slatta af kortum og er MJÖG stolt af mér. Nú á ég bara eftir að kaupa nokkrar gjafir og svo bara bíða spennt.
þriðjudagur, desember 13, 2005
Það virkaði næstum því. Nema... Ég fór til Óskar í vinnunna og fékk mér pizzusneið og kók. Fór svo til Helgu og fékk mér pönnsur með rjóma og eina með sykri. Drakk kaffi með. Fór svo til Drífu og borðaði kjúklingabollur og hrísgrjón og drakk skrilljón kókglös..
Getur einhver komið auga á allann holla matinn sem ég borðaði?
Á morgun ætla ég bara að borða óhollt.
Síminn hringir
H:"Halló"
G:"viltu koma að sækja mig?"
H:"Æji ég get það ekki ég er heima að borða pönnukökur".
hnjé hnjé ...
mánudagur, desember 12, 2005
fimmtudagur, desember 08, 2005

Sonur minn virðist vera að breytast í mömmustrák með meiru. Finnst alltí einu ómögulegt að sofa annars staðar en í mínu rúmi. Allt annað er bara rugl. Ég skildi svo sem að hann vildi ekki vera í vöggunni lengur en ég er núna komin með rimlarúm svo í kvöld átti það bara að vera harkan sex. En greyið grét svo mikið að ég leyfði honum að sofna í mínu rúmi og færði hann svo.. Hann virtist vera sáttur við það svo ég leyfði mér að horfa á sjónvarpið og hengdi svo þvott á snúrur. Meðan ég var á svölunum heyrði ég kunnulegt hljóð. Júmm lille mann vaknaður og alveg svakalega móðgaður. Ekki lengur í mjúka stóra mömmurúmi. Ég ákvað að hann yrði nú bara að sofna aftur í sínu rúmi. Hann var fúll og pirraður en sá samt ekki ástæðu til að opna augun, þar lá vonarneistinn minn. En hann var samt ansi seigur. Vildi ekki sofa. Bara alls ekki. Endaði með því að ég brá að það ráð að sækja koddann minn og leggja hann fyrir ofan höfuðið á honum. Ég held að ég hafi kannski blikkað hálft blikk og drengurinn var sofnaður. Alveg steinsofnaður. Hefur varla heyrst í honum síðan. Ég heyrði uml áðan en þá var hann bara að bora hausnum lengra inní koddann. Veit samt ekki hvort ég á eftir að sofa vel...
þriðjudagur, desember 06, 2005
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
best að vera með ...
Annars er það helst í fréttum að ég fór til tannlæknis í dag. Hef ekki farið til tannsa síðan í febrúar 2001. Er búin að vera með hnút í maganum yfir þessari heimsókn og var farin að sjá fyrir mér fúlgurnar sem ég þyrfti að æla upp til að borga fyrir fallega brosið mitt. En viti menn ég er ekki með neina skemmd!!!!! ekki eina einustu. Tannsi bara skoðaði og tók myndir og kroppaði eitthvað og svo bara búið bless koddu aftur eftir ár :) Hann sagðist meira að segja ekki sjá neina ástæðu til að losa mig við nýkomna endajaxla og þessir tveir barnajaxlar sem ég er með eru bara í fínu standi :) Þetta kostaði mig "bara" 8700kr. Núna er ég óendanlega stolt af tönnunum mínum. Finnst eins og ég sé með bestu tennur í heimi. Bestu tennurnar og ofurmannlegt ónæmiskerfi. Það er ég . Vona að þessir eiginleikar lifi áfram í afkæmi mínu þá sé ég fram á töluverðan sparnað á komandi árum.
Vú hú :)
laugardagur, desember 03, 2005

Ég elska röndótt. Þar sem ég lít út eins og rúllupylsa í röndóttu þá fæ ég útrás á barninu. Ég var svo heppin að hann fékk grænröndótta peysu og sokka í skírnargjöf, fyrir átti hann eins grænröndóttar sokkabuxur. Á mánudaginn fór ég í búð og keypti grænröndóttan smekk í stíl. Í fyrradag fór ég í sömu búð og keypti röndóttan galla, gulan og bláan.
Nú liggur hann á maglita leikteppinu, í gallanum, með smekkinn. jííí
Á meðan borðar mamman seríos.
Í gær pantaði ég mér kínamat í tilefni af mánaðrmótunum. Slurp...
Við heimsóttum líka Helgu og co. Svei mér þá ef Matthías Hjörtur stækkaði ekki bara um helming við að hitta minnsta manninn. Gaman gaman.
Í dag ætlum við í afmæli til Svölu. Hressandi. Annars er takmarkið að hanga bara inni. Reyni kannski að borða kínamats-afganga.
þangað til næst :)
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Þetta tóku þeir upp á myndband og settu á heimasíðuna sína. Sögðu svo "þetta var bara einhver róni". Skellihlógu svo að öllu saman.
Ég næ ekki upp í nefið á mér, hoppa hæð mína í loft upp og það detta af mér allar dauðar lýs.
Hvernig dettur fólki í hug!!!! Hvernig geta þeir verið svona vondir!!! Þetta er bara að vera vondur við fólk!!!
Hér með nota ég alnetið til að lýsa yfir fyrilitningu minni á svona hegðun og fólki sem hana stundar!!!!
Ég vona heitt og innilega að þeir skammist sín. Ég vona líka að einhver skammi þá.
Ég á bara ekki eitt einasta orð...
Kannski er ég úber viðkvæm en ég fæ bara sting í hjartað yfir því að fólk geti verið svona vont.
Get ekki hætt að hugsa um aumingja kallinn sem átti þetta ekki skilið.
URG!
föstudagur, nóvember 25, 2005

Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.
Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.
Hvaða tröll ert þú?
he he ...
fimmtudagur, nóvember 24, 2005


7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
... æji ég meika ekki þetta klukk. Nenni ekki að hugsa svona mikið. Kannski geri ég þetta eftir áramót þegar ég er í skóla og þarf hvort sem er að vera að hugsa allann daginn. Núna er ég föst í að hugsa bara um minn einkason. Allt sem ég get hugsað um snýst að einu eða öðru leiti um hann og þetta klukk yrði bara leiðinlegt raus um hvað ég ætla að gera fyrir hann og hvað hann er frábær, bestur, sætastur, skemmtilegastur og svo framvegis.
Heyrði einhvers staðar að til væri hugtak sem heitir "brjóstagjafarþoka". Ég þjáist af brjóstagjafaþoku. Var ekki líka rannsakað að eitthvað breytist í framheila kvenna eftir fæðingu barna sem veldur því að þær geta ekki um annað hugsað en blessað barnið?!?!
Matthías Hjörtur er líka svo frábær gaur að það er ekkert hægt að hugsa um neitt annað...
Allavega tölvan er búin í viðgerð og er næstum því eins og ný. Held samt að hún sé ekkert alveg í lagi, sumt virkar ekki alveg eins og ég held að það eigi að gera. Ætla samt að bíða fram yfir helgi með að fara með hana aftur.
Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ég naut dagins. Hjördís bauð mér í mat og passaði svo fyrir mig meðan ég kíkti á barinn. Það var dáldið skrýtið að koma þangað. Það var eins og ég hefði aldrei farið og mér fannst eiginlega eins og barnið mitt heima væri bara draumur...
Yfir...
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Fór með bumbukonunni í Ikea i gær. Kannski betra að segja að hún hafi farið með mér í Ikea. Ég gerði að sjálfsögðu kjarakaup á fullt af drasli sem ég nauðsynlega þurfti að eignast. Á leið heim áttuðum við okkur á því að við værum alls ekki manneskjur í að bera pokana inn heima hjá mér. Önnur með barn inní bumbu, hin með barn utan bumbu. Við brugðum á það ráð að hringja í sambýlismann bumbukonu og biðja hann um að sækja bumbukonu heim til mín. Þegar við renndum upp að húsinu sat hann samviskusamur í bílnum og beið bumbukonunnar. Hann var gripinn glóðvolgur og látin bera poka inní íbúð.
Mér leið dálítið kjánalega. "hæ Kristinn, ehemm fyrst þú ert hérna værir þú þá nokkuð til í að bera pokana mína upp?"
Allavega....
Klukkan er orðin 12. Það þýðir bara eitt!!!! ÉG Á AFMÆLI Í DAG!!!
Skrýtið...
mánudagur, nóvember 14, 2005
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Gaman gaman :)
426 bera nafnið Hjörtur sem 1. eiginnafn. 95 bera nafnið Hjörtur sem 2. eiginnafn.
352 bera hitt nafnið sem 1. eiginnafn. 50 bera það sem 2. eiginnafn.
Spennandi ...
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Meðgangan breytti líkamanum mínum í konulíkama. Verð víst að henda öllum magabolunum sem ég notaði á hverjum degi hérna um árið. Þeir eru búnir að syngja sitt síðasta. Kannski ég sé búin að syngja mitt síðasta ;)
Nei ég er rétt að byrja.
Sunnudagsmorgnar hafa heldur betur breyst. Hér er ég, heima hjá mér, komin á fætur, hress og kát. Hjörtur besti liggur á leikteppinu og baðar út öllum öngum.
Í gærkvöldi var ég á fótum til hálf 2. Ekki vegna þess að ég væri að skemmta mér heldur vegna þess að ég var að þrífa íbúðina!!!
Núna er ég í nostalgíukasti að hlusta á messuna í útvarpinu.
Jahá tímarnir breytast svo sannarlega.
Það er farið að heyrast kvart og kvein af gólfinu, best að bjarga þessu.
Gleðilegan sunnudag.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Hefði átt að taka aðeins meiri trylling. Álfarnir komu mér til bjargar og töfruðu skjölin aftur á diskinn.
Prufaði að stinga disknum aftur í og viti menn!!! þarna birtist dótið mitt :)
Pjúff.. þetta var þá ekki merki frá æðri máttarvöldum um að ég hefði ekkert í skóla að gera.
Jæja best að halda áfram að skrifa á diska sem er btw það leiðinlegasta sem ég hef á ævinni gert..
eða svona næstum því.
Allt er gott sem endar vel.
Mig langar að hella kóki á lyklaborðið og skrúbba svo skjáinn með stálull.
mánudagur, október 31, 2005
sunnudagur, október 30, 2005

Ljómandi líf.
Gott að vera til í svona góðu veðri. Kalt og fallegt. Mér líkar það vel. Fór í göngutúr í gær með Patreki, Sigrúnu og Birtu. Agalega skemmtilegt. Við löbbuðum niðrí bæ og vorum endalaust lengi á leiðinni því börnin þurftu svo mikið að leika sér í snjónum en það var alltí lagi því veðrið var svo fallegt og gott.
Dagurinn var svo góður, byrjaði með bakaríis bakkelsi og pönnsum í Sigtúininu og lauk með Royal súkkulaðibúðing og þeyttum rjóma á Eggertsgötunni.
Vandaði mig sérstaklega við að gera ekki neitt í dag. Pantaði mér kínamat í kvöldmatinn svo þegar kallinn kom með matinn þá var hann ekki með posa. Hann lét mig samt fá matinn og sagði mér að koma bara við á morgun og borga. Dásamlegt að rekast á fólk sem treystir öðru fólki. Ég komst nú aldrei svo langt að borða kínamatinn því Ósk hringdi í mig og bauð mér að koma og borða og hitta Færeyinga í Sigtúninu. Kínamaturinn fór bara í ískápinn og verður alveg jafn góður á morgun eða jafnvel á eftir .. slurp..
Færeyingar eru svo dásamlegt fólk og það var voðalega gaman að hitta foreldra Sunnevu og Eivöru sem ég hef ekki séð í langan tíma. Merkilegt hvað það var auðvelt að tala við Færeyingana, þau töluðu færeysku og ég íslensku. Við bara hlustuðum vel og töluðum hægt og þá var bara orð og orð sem ekki skildist...
Sunneva er lika svo mikill snillingur í að gera fallegt í kringum sig.
Drengurinn dundaði sér bara við að horfa í kringum sig og taka við hrósum. Stóð sig vel eins og alltaf. Það sem ég er skotin í þessum litla strák.
Njótið þessa alls.
p.s. áður en ég náði að publisha þessari færslu þá hakkaði ég í mig kína mat. Borðaði að sjálfsögðu aðeins of mikið.
föstudagur, október 28, 2005
Ég labbaði í 10/11 og verlsaði ekkert fyrir fullt af peningum. Það virðist vera komin vetur. Þó það sé pínu leiðinlegt þá finnst mér það líka notalegt. Mér leið dáldið eins og ég væri hörkutól þegar ég setti undir mig höfuðið og keyrði vagninn í gegnum smá skafl á leiðinni í búðina. Það var svo notalegt oft í gamla daga þegar það var svona veður á Ísafirði, oft klæddi ég mig í fullt af fötum og fór út að leika í vonda veðrinu - það var gaman. Nú er ég víst of stór til að fara út að leika. Ég hlakka til næsta vetur þegar sonur minn verður orðinn stærri og ég get farið út að leika með honum. Börn gefa manni ástæðu til að ganga aftur í barndóm á sumum sviðum. Það er ótrúlega gaman.
Urg. Ég verð að sækja eitthvað af þessum þvotti og setja hann á ofn. Ástæðan fyrir að ég þvoði var nefnilega að ég þarf að nota fötin og taubleiurnar.
Lifðu í lukku en ekki í krukku.
mánudagur, október 24, 2005

Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til pabba og co í Hafnarfjörðinn. Svo skutlaði pabbi mér heim. Þegar hann var búin að yfirgefa mig fattaði ég alltí einu að síminn minn lá í aftursætinu á bílnum hans. Ég var alein heima með engan síma!!!
Ég eyddi þónokkrum mínútum í að upphugsa allt það hræðilega sem gæti gerst nóttina einu sem ég var sambandslaus við umheimin. Hugsaði hvort ég mundi banka hjá fólkinu við hliðan. Þau eru útlensk... Mundu þau koma til dyra?
En við erum bæði enn hress og kát. Sem betur fer.
Guði sé lof og dýrð fyrir alnetið. Ég náði sambandi við umheimin í gegnum það og Þuríður sá aumur á mér og skutlaði mér í Hafnarfjörðinn að sækja símann. Það var dásamlegt og að sjálfsögðu líka dásamlegt að hitta Þuríði. Við lentum að sjálfsögðu í smá hrakförum þegar við vorum að leita að bakarí en það var nú alltí góðu.
Við Hjörtur skunduðum niðrí bæ til heiðurs öllum konum. Hittum fullt af fólki. Alltaf gaman að hitta fullt af fólki. Ennþá skemmtilegra að hitta fólk eftir að barnið fæddist, það er svo gaman að eiga svona fín verðlaun til að sýna.
Þegar við vorum búin að rölta með göngunni niður Skólavörðustíginn og standa kjurar í smástund þá var mér alveg að verða kalt á tánum. Allir vita að mjólkandi konum má ekki verða kalt á tánum svo við Svala flúðum inná kaffihús og yljuðum okkur þar við kaffidrykkju.
Agalega notalegt allt saman. Svo kíktum við á torgið og örkuðum heim. Hjörtur rumskaði ekki allann tímann. Þrátt fyrir mikinn hávaða. Ég er búin að uppgvöta að hann virðist sofa best þegar við erum á þvælingi í miðbænum :)
Þetta var ljómandi fínn dagur.
Kannski ég ljúki honum með tiltekt.
Tölvan mín er í algjöru rugli. Ég get ekki gert neitt í henn nema farið á netið. Í augnablikinu kemst ég ekki einu sinni inná msn. Þeas ég get ekki opnað msnið frekar en nokkuð annað forrit í tölvunni.
Held ég komist ekki hjá því að fara með tölvuna í viðgerð á morgun. Jæja það verður allvega gaman að fá hana til baka hreina og fína :)
Ætli það sé vírus að reyna að drepa tölvuna? ahh.. þarna komst ég á msn.
Ég fékk eitthvað tiltektar/skipulagskast áðan og ég getit ekki hætt. Það eina sem stoppar mig núna er að maður má víst ekki negla í veggi á nóttunni.
Ég tók mig meira að segja til og lagði stóra veggteppið í bleyti í baðið. Er búin að skipta 2x um vatn því vatnið varð hryllingur eftir að teppið hafði legið í því í svona 3sek. Hef einhvern vegin aldrei haft rænu á að þrífa teppið. Oj bara hvað það hlýtur að vera skítugt. Það hékk á veggnum í Frostaskjólinu í 4 ár!!!!
Þa'ð verður allavega gaman að sjá hvernig það verður á litinn þegar það kemur uppúr baðinu á morgun. Ég er nebbla að hugsa um að hengja það á vegginn hér, það er eitthvað svo tómlegt hérna. Held að ekkert geti fyllt uppí svona tóma veggi nema þetta stóra teppi.
Jæja nú er ég búin að jarma nóg um þetta teppi.
Góða nótt.
miðvikudagur, október 19, 2005


Útstáelsi
Skemmtilegt orð. En í dag er búið að vera ógurlegt útstáelsi á okkur mæðginum. Við fórum í morgun ásamt Ragheiði og Steinunni Evu á mömmumorgun í Neskirju. Rifum okkur á lappir til að vera mætt þar klukkan 10. Eða ég reif drenginn á fætur, honum finnst voða gott að sofa á morgnanna. Við Hjörtur kíktum svo til Drífu eftir hádegið og héngum þar fram eftir degi. Skutluðumst aðeins í Baby sam og ég keypti stórkostlegt leikteppi :) nú get ég lagt Hjört frá mér þar og glápt á hann skoða dótið.
Eftir Drífu-heimsókn fórum við í göngutúr og kíktum niðrí bæ. Hittum Hjördísi og ég spilaði við hana backgammon og drakk hálfan lítinn bjór. Laaangt síðan blóðið mitt hefur komist í kynni bjór og var þessi svona líka ljómandi góður. Hjörtur var samt ekkert á því að mamman ætti að drekka bjór svo hann gerði sitt til að koma í veg fyrr það með því að neita að sofa í vagninum nema honum væri ruggað. Við brugðum á það ráð að sitja í garðinum á Sirkus og spila bara þar. Hjörtur gat ekki sagt neitt við því og sofnaði bara :) Svaf nú samt ekkert lengi svo við fórum heim til Hjördísar og reyndum að þreyta drenginn með blaðri. Hann virðist vera vanur og varð ekkert þreyttur en sættist þó á að sofna í vagninum á leið niður laugavegin svo ekki var úr vegi að kíkja aðeins á stóra svið þjóðleikhússins og horfa á Svía spila tónlist til styrktar Tíbet. Það var fámennt en góðmennt á tónleikunum en tónlistin var alveg ljómandi og gott betur en það.
Hjörtur svaf eins og steinn í vagninum þangað til mamman fékk þá snilldarhugmynd að taka af honum vettlingana. Þá held ég að hann hafi fattað að hann var ekki lengur úti og vaknaði.
Ég endaði útstáelsið eins og bjáni arkandi niður Bankastræti með grátandi barn í vagni. Tókum strætó heim og vorum bæði mjög fegin þegar heim var komið.
Á morgun ætla ég að gera mjög lítið. Mesta lagi að fara í göngutúr.
laugardagur, október 15, 2005
Ég hef bara lifað í þeim misskilningi að maður ætti að vera svona þreyttur þegar maður á lítið barn. Ég er búin að heyra svo mikið af hryllingssögum að ég hélt bara að þó að barnið væri rólegt og yndislegt í alla staði þá væri móðirin alltaf að leka niður.
Mikið óskaplega er ég fegin að þetta er misskilningur. Ég þarf bara að innbyrða meira af járni og þá er málinu bjargað. Svo ég fór í apótekið í gær og keypti mér járn. Fór svo í búð og keypti cheerios og lifrapylsu. Bæði sérlega járnríkar matvörur. Keypti mér líka ávaxtasafa en hann ku hjálpa líkamanum að vinna úr járninu.
Svo nú bíð ég bara spennt eftir orkunni minni og rjóðu kinnunum sem ég á skilið að vera með þar sem ég er svo dugleg að fara út að labba.
Eini gallinn er að drenguinn gæti fengið í magann af járninu. En það á víst að ganga fljótt yfir. Ég krossa fingur.
Annars er Hjörtur komin með sitt fyrsta kvef svo við höfum bara verið heima í dag. Er með stíflað nef en að öðru leyti hinn hressasti. Steinsefur núna í vöggunni sinni.
Jæja ég ætla að taka til á meðan það er hægt.
Gangði hægt um gleðinnar dyr.
fimmtudagur, október 13, 2005
Samræður á milli Jessicu og Nicks:
Jessica: "...fois gras gæti verið eistu af lömbum".
Nick:"lömb eru ekki með eistu, lamb er kvenkyns kind"
Jessica: " nú er það? ó ... ég hélt að lamb væri bara kindabarn"
Nick: "nei það er kvenkyns kind, eða er það ekki...? "
Jessica: "hmmm.. ég veit það ekki. En hvað er þá ær?"
Tek fram að þetta er bara brotabrot af stórkostlega fróðleiknum sem kemur fram í þessum þætti. Stórkostlegt bara..
Annars mæli ég bara með þessu.
Stórkostleg afþreying :)
þriðjudagur, október 11, 2005

Ef Hjörtur kvartar einhvern tíma yfir nafninu sínu þá get ég sagt honum að þakka bara fyrir að ég nefndi hann ekki: Dufþakur Dufgus eða Skæringur Smiður.
Fór með bréfið góða í dag. Fékk dáldið í magann við að senda það. Nú er bara að bíða og vita hvort það verið einhver viðbrögð við því.
Fór í bað með drengnum í kvöld. Að sjálfsögðu kúkaði hann í baðið. Annars var þetta allt saman dásamlegt.
mánudagur, október 10, 2005
Keypti líka varmasokka fyrst ég var að þessu. Núna er miklu skemmtilegra að fara út. Nú vantar mig bara almennilega úlpu eða hlýjan jakka... já og húfu. Húfan sem ég notast við er svo ljót að ég lít út eins og afdalabóndi sem á engan spegil. Ég þori bara að vera með hana þegar það er hryllilega kalt eða þegar það er komið kvöld. Það getur verið næsta mission, að finna húfu.
Merkilegt hvað það er hægt að finna sér mikið að gera. Á hverjum degi fer ég út með fullt af verkefnum, sinni svona einu og fresta hinu svo til morguns.
Á morgun er ég með eitt mission : klára að skrifa bréfið, skrifa myndir á disk og fara með þetta í póst.
Skyldi það takast?
laugardagur, október 08, 2005
Svei mér þá ef ég fer ekki bara að skríða í ból og lesa bók. Það eru líka farnir að heyrast skruðningar úr herberginu. Þeir gætu verið vísbending um að herra Hjörtur ætli bráðum að vakna og þá muna hann vilja kúra hjá mömmu sinni. Þá gæti verið gott að vera komin í rúmið. Svo notalegt að taka hann uppí, næra hann og sofna svo saman...
Á þessum degir fyrir ári síðan. Þá var ég stödd á Klapparstíg 30. Kannski var ég ekki komin þangað á þessari mínútu en þá var ég allavega á leiðinni... það get ég verið viss um. En meiri vissu hef ég um að ég var með bjór í annarri og sígó í hinni. Nú er ég með vatnsglas.
Núna er betra.
:) Skemmtið ykkur...
föstudagur, október 07, 2005


Já Svala. Bara svo þú hafði eitthvað að gera í vinnunni :)
Sit heima. Búið að klæða mig og barnið í útifötin en ég nenni ekki út. Verð samt eiginlega að fara út því ég þarf að fara í búð. Mér finnst samt gjörsamlega óþolandi að það sé engin Bónus búð í nágrenninu. Það er annað hvort að fara á Laugaveg eða út á Seltjarnarnes. Hvurslags rugl er það eiginlega?!!? Ég hefði nú haldið að námsmenn þyrftu Bónus í nágrennið en nei, hér er bara 10-11. Ekki þykir mér undarlegt að allir námsmenn lepji dauðann úr skel ef þeir neyðast til að verlsa í 10-11. Um daginn varð ég að fara þangað þar sem ég hélt að ég væri orðin bleiulaus, keypti pakka með 36 bleium á 1100kr. Daginn eftir kom mamma í heimsókn með kassa sem innihélt 3 x 54 bleiur sem hún hafði keypt í Bónus á 2000kr!!!! Þetta finnst mér rosalegt. Já, svona er ég nú orðin mikil húsmóðir.
Setti drenginn í fína Moby wrapið og þar svaf hann eins og engill eins og myndirnar sýna. Gott að hafa hann þarna þegar maður þarf að hafa hendurnar lausar.
Af einhverjum fáránlegum ástæðum vilja myndirnar ekki var hlið við hlið... en jæja tækni smækni.
Ætla að hunskast út áður en ég svitna og fæ kvef af því að vera of vel klædd inni ;)
Þangað til næst ...
föstudagur, september 30, 2005
Þetta virðist vera svona með ótrúlega margt í lífinu - allt eða ekkert. Kannski ekki að ástæðulausu sem það eru til orðatiltæki eins og "í ökkla eða eyra".
Stöndum upp fyrir Mörtu hún er svo ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Ég var svaðalega dugleg í gær og labbaði með barnavagninn útum allann bæ. Fór í heimsókn og svona,voða gaman.
Ég fór líka ekkert út í dag heldur sinnti skyldum heimilisins.
Fólki tókst að koma mér fáránlega mikið á óvart í dag. Mig hefði ekki grunað þetta. Ég fagnaði með því að panta mér kínverskann mat fyrir tvo. Borðaði svo á fáránlegum hraða því að sjálfsögðu vaknaði drengurinn þegar ég var um það bil að byrja á veitingunum. Það er annað svona lögmál: börn vakna alltaf þegar maður er að fara að borða. Það er dáldið merkilegt þar sem þau sofa næstum því alltaf þegar þau eru svona lítil.
Stundum horfi ég á drenginn geifla sig og verð auðmjúk og þakka fyrir hann. Ég er ótrúlega heppin kona.
sunnudagur, september 25, 2005
Ég var víst klukkuð og þá má maður ekki skorast undan :) humm....
Mér finnst newlyweds (eða hvernig sem það er skrifað ) skemmtilegt.
Mér finnst kakómalt gott, án mjólkur.
Ég er hrædd við Sollu grænmetisætu og konuna í leðurjakkanum sem lítur út fyrir að vera annað hvort 60 eða 15.
Ég skoða barnaland og gerði það líka áður en Hjörtur kom til sögunnar.
Ég hleyp ekki.
Jæja þá er það frá og ég vona að þið viljið ennþá þekkja mig :) Núna sit ég bara heima og dunda mér við að fresta því að skúra svefnherbergið. Gott ef Hjörtur er ekki farin að rumska svo kannski tekur sig ekkert að byrja á neinu skúri.
Ætlum að fara í mission í Hafnafjörð að leita að Guðjóni bróður og sjónvarpi sem hann er með. Hann veit það eitt að hann er í Hafnarfirði í paintball, á bíl og með sjónvarp í skottinu. Sem betur fer á ég pabba í Hafnarfirði og hann ætti að geta fundið Guðjón.
Já.. svona er þetta. Ég er búin að vera úber dugleg að fara í göngutúra og er ekki frá því að bráðum get ég hugsað um að ég gæti kannski mögulega einhvern tíma passað í eitthvað annað en thaibuxur. Til öryggis keypti ég mér samt nýjar thaibuxur í vikunni.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Hjörtur stækkar og stækkar. Kannski ekki undarlegt þar sem hann drekkur ósköpin öll.
Fólk er búið að vera ótrúlega duglegt að heimsækja mig. Mér finnst það mjög gaman.
Allir alltaf velkomnir í heimsókn.
yfir
föstudagur, september 16, 2005
Líkaminn minn er líka farin að kalla á hreyfingu. Ansi langt síðan ég hef hreyft mig eitthvað að ráði. Undir lok óléttunnar var allt orðið svo þungt og sigið að þótt ég gæti gengið þá bauð kroppurinn aðeins uppá hænuskref. Ég var óttalega lengi að labba á milli staða. Nú hlakka ég til að ganga rösklega og fá ferskt loft í lungun.
Síðan drengurinn fæddist er ég líka búin að sitja alveg fáránlega mikið.
Meira síðar. Grátandi barn í vöggu.
þriðjudagur, september 06, 2005
Hef lítinn áhuga á neinu nema því sem snertir yndislegan son minn. Gæti alveg setið og rætt hægðir og rop við matarborðið.
Alltí einu er komin ný pláneta sem snýr sólkerfinu á hvolf. Kannski svolítið asnalegt að segja alltí einu þar sem ég beið komu hans í tæpa 9 mánuði. Samt ...þetta er svo drastísk breyting - úr bumbu í barn. Eiginlega hálf ótrúlega að það skuli vera eitthvað orsakasamhengi þarna á milli.
Fór með drenginn til ljósmyndara þar sem teknar voru af honum myndir. Ákveðið var að hafa hann bara á adamsklæðunum. Vildi nú ekki betur til en svo að drengurinn kúkaði yfir alla bringu móður sinnar sem og á buxurnar, einnig fór smá sletta á fína dúkinn á gólfinu. Allt saman alveg skærgult að sjálfsögðu. Frekar skondið svona...
Teknar voru margar myndir af barninu og svo var hann boðaður aftur í myndatöku þegar hann verður aðeins stærri. Mikið er nú gaman að mamma skuli eiga ljósmyndaravinkonu.
Hlakka til að sjá þessar myndir.
Annars er nú lítið að frétta af Skaganum. Lífið bara rullar áfram. Tími og dagar skipta alltí einu engu máli. Það eina sem skiptir máli er lítil manneskja sem heitir Hjörtur.
Eina sem er slæmt er að ég virðist vera að breytast í sögulega lélegan gemsaeiganda. Ég gleymi símanum á silent og gleymi að hringja til baka í fólk. Svo eru hendurnar oft bara uppteknar við að sinna barni.
Nota hér með veraldarvefinn til að biðjast afsökunar á þessu og vonandi að þetta lagist að sjálfu sér með tíð og tíma.
þangað til næst...