þriðjudagur, mars 22, 2005

Asnalegt að mér skuli finnast ég vera skyldug til að blogga. Þá finnst mér tilgangur bloggsins vera horfinn. Skálda- og skriftargyðjan virðist hafa yfirgefið mig í bili.
Það gerist nákvæmlega ekki neitt. Jú jú alveg eitthvað. Maginn stækkar og fleira með. Sumarið nálgast. Allt fer að gerast hraðar. Það er eitthvað sem segir mér að tíminn líði hraðar á sumrin.
Jamm og já. Þá er það búið.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Þetta eru nú frekar óspennandi dagar. Rok úti. Fint í gær, gæti verið gaman í kvöld.
Orðin leið á þessum skrifum í bili. enter
Bið að heilsa. enter
:) skila því

miðvikudagur, mars 09, 2005

Jámm.
Lítið að gerast. Enda held ég að stórviðburðir eigi sér sjaldnast stað í svona góðu veðri. Kannski gerist e-ð spennandi um helgina þegar það verður kalt úti.
Stundum er ég að vinna og stundum er ég í fríi. Er að vinna núna. Hressandi. Vaknaði fyrir 7 í morgun. Það er líka ótrúlega hressandi.
Íbúðin var máluð. Nú er stofan hvít og hitt "rýmið" er undarlega grænt. Ég er ekki frá því að mér hafi líkað karrýguli liturinn betur. En það þýðir víst lítið að fást um það. Ekki nenni ég að mála aftur. Nei nei. Samt get ég ekki sagt að ég hafi málað mikið af þessu. Spilaði popppunkts-spilið í gær. Vissi næstum því ekki neitt en samt vann mitt lið næstum því. Samt ekki.
Jæja búið bless.