þriðjudagur, júní 19, 2007


Í dag fékk ég að vera viðstödd þegar settur var gangráður í manneskju. Mér fannst það alveg ógeðslega gaman.
Ég var meira að segja með fiðrildi í maganum og leið einhvern vegin eins og ég væri að horfa á einhverja alveg frábæra bíómynd. Sem betur fer var ég með grímu á andlitinu sem faldi heimskulega "vá" svipinn sem ég var með allann tímann.
Svo var ég með kjánaglott það sem eftir var dags. Mig langaði að hoppa og segja VÁ! Mig langaði líka að fara til sjúklingsins og segja honum hvað aðgerðin hans var frábær. En ég gerði það ekki.
Mig langaði að tala ógeðslega mikið um aðgerðina. Ég reyndi nú samt að halda smá kúli og talaði bara mikið um eitthvað annað.
Jess ég fæ alveg fiðrildi í magann af því að hugsa um þetta. Jæja ég er amk ekki á villigötum í náminu mínu.
Ekki í bili.
En í dag er húsið búið að vera fullt af gestum og ég eldaði mat og allir voru kátir. Reyndar bara örlítð að á slagsmálum og öskrum og einn klemmdi sig pínu. Ég er heldur ekki frá því að einn barnadiskur liggi í grasinu fyrir neðan svalirnar mínar. Svo er líka allt í krömdu grænmeti á svölunum. Tveir enduðu svo daginn sinn sofandi á sitthvorum sófanum, rjóðir í kinnum.
Huggulegt.

sunnudagur, júní 10, 2007

Í gær verslaði ég mér hamingju í formi nýrra fata. Nú þarf ég nauðsynlega að eignast fleiri föt svo ég getið notað nýju fötin meira.
Núna sit ég í ljótasta náttslopp í heimi, fersk og endurnærð eftir helgina. Nýbúin að senda hate-mail á þjónustufulltrúann í bankanum.
Kannski kemst ég bráðum í klippingu.

föstudagur, júní 08, 2007

Ein ég sit og sauma ekki.
Það er svo mikið drasl heima hjá mér að ég nenni ekki einu sinni að vera hérna.
Vinnulífið er ótrúlega spes. Mér finnst mjög gaman í vinnunni og ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi og ég hugsa að það muni halda svoleiðis áfram út sumarið. Það er svo margt sem ég veit ekki og það er svo gaman. Stundum fer samt pínu í taugarnar á mér hvað ég þarf að spurja mikið. Aumingja fólkið sem sé mig nálgast með spurningu númer 18hundruð á vörunum. Bara þann daginn.
En já .... það er svolítið bras að ná að gera allt sem þarf að gera á daginn. Við hendumst á fætur rúmlega 7 og barnið er mætt á leikskólann kl 7:45. Þá hjóla ég eins hratt og ég get í vinnuna og reyni að vera komin inná deild kl 8:00. Það gengur svona misvel og eins og gefur að skilja er mér oft mjög heitt fyrsta klukkutímann. Ég búin að vinna kl 15:30, þá hjóla ég heim og sæki barnið á leikskólann. Svo þarf að elda mat, taka til og jafnvel stundum versla eða bara hitta fólk. Yfirleitt er bara hægt að gera hluta af verkunum. Þegar barnið er komið í rúm þá leggst ég bara í sófann. Svo sef ég þar eins og gamalmenni þangað til ég fer inní rúm.
Ég vona að ég venjist þessu einhvern tímann og fái meira vökuþol. En á meðan það er að gerast er þvotturinn ekki samanbrotinn, vaskurinn er fullur af uppvaski og það er best að vera annað hvort berfættur (skíta ekki út sokkana) eða í skóm (sama og hinn sviginn).
Ég er ekki nógu skipulögð.
Ég gæti nú alveg drukkið kaffi.