föstudagur, desember 30, 2005



Hvernig er þetta bara hægt...

miðvikudagur, desember 28, 2005


Gleðileg jól


Búin að borða á mig gat, fara í göngutúra og lesa. Ljómandi notalegt. Líka gaman að hafa svona margar aðstoðarhendur við að halda á barninu.

Jólagjafirnar voru frábærar. Gaman að eiga nýtt barn þá fær maður að opna svo mikið af pökkum. Held ég hafi ekki fengið að opna svona marga pakka síðan áður en ég fermdist. Jólin eftir að ég fermdist fékk ég grunsamlega fáa pakka en þeim mun fleiri jólakort sem hófust á orðunum:"nú ert þú orðin svo stór að þú færð bara kort frá okkur... ". Þegar ég svo varð 18 þá fékk enn þá fleiri svona kort. Það var smá biturleiki í smátima en nú er mér algjörlega sama. Ef ég fæ eina bók þá er ég sátt. Mér er farið að finnast jólakortin mun skemmtilegri en pakkarnir. Sérstaklega ef það eru kort með mynd.
Ég er víst orðin fullorðin.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Eitt ár.
Á þessum degi fyrir ári síðan kom Soffía í kaffi til mín í Frostaskjólið. Ég man ég sat í appelsínugula stólnum/sófanum og Soffía sat á móti mér í hinum sófanum. Eftir smá spjall ákvað ég að láta í ljós áhyggjur mínar: "Soffía, ég er ekki byrjuð á túr". Soffía var nú ekki lengi að redda þessu. Skipaði mér útí bíl og heim til hennar að pissa á prik. Síðan hefur veröldin ekki verið söm.

Ég man ég sat uppi á eldhúsbekknum og sagði: "ég er að fara að eignast barn".
Ég man að eftir að mesta sjokkið var liðið hjá hringdi ég í Helgu og sagði henni að mér væri nokk sama hvað hún væri að gera, hvort hún væri með Madonnu í heimsókn eða ekki, hún ætti að kasta öllu frá sér og fá mig í heimsókn. Þegar hún kom til dyra stóð ég með prikið í hendinni og rak það framan í hana.
Við hringdum í Heiði og sögðumst vera með svaka fréttir handa henni. Hún ætlaði ekki að nenna að koma en kom eftir að við höfðum sannfært hana um að hún vildi heyra það sem við hefðum að segja. Hún kom að lokum og andlitið hennar datt hér um bil af þegar umrætt prik var rekið framan í hana.
Við sátum svo heima hjá Helgu og gripum andann á lofti.
Þennan dag komu líka Steini og Siggi í kaffi. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar en allann tímann var ég að hugsa: "ég er ólétt, ég er ólétt, ég er ólétt" Um leið og þeir fóru út sprungum við Helga.
Þetta var ótrúlegur dagur.
Þá var Hjörtur á stærð við hrísgrjón. Núna er hann fullkomið barn.
Já.. tímarnir hafa svo sannarlega breyst.

miðvikudagur, desember 21, 2005



Bráðum koma blessuð jólin og ég er orðin æsispennt. Þetta er í fyrsta sinn sem ekkert fer í taugarnar á mér í sambandi við jólin. Ég hlakka bara til.
Í gær fór ég í eftirskírnarveislu og borðaði fullt af dásamlegum kökum. Í dag fór ég í útskriftarveislu og át ennþá meira af kökum. Nú er ég búin að ákveða að borða ekkert hollt á þessu ári. Kannski smá smjösteikt grænmeti í formi meðlætis. mmmmm...
Annar gengur jólaundirbúningur bara vel. Búin að skrifa og senda slatta af kortum og er MJÖG stolt af mér. Nú á ég bara eftir að kaupa nokkrar gjafir og svo bara bíða spennt.




föstudagur, desember 16, 2005



Ótrúlegt að ég skuli vera svona heppin ...
Hann er það laaaaang besta sem ég hef lent í :)

þriðjudagur, desember 13, 2005

Í gær hugsaði ég: " á morgun ætla ég ekki að borða neitt óhollt".
Það virkaði næstum því. Nema... Ég fór til Óskar í vinnunna og fékk mér pizzusneið og kók. Fór svo til Helgu og fékk mér pönnsur með rjóma og eina með sykri. Drakk kaffi með. Fór svo til Drífu og borðaði kjúklingabollur og hrísgrjón og drakk skrilljón kókglös..
Getur einhver komið auga á allann holla matinn sem ég borðaði?
Á morgun ætla ég bara að borða óhollt.

Síminn hringir
H:"Halló"
G:"viltu koma að sækja mig?"
H:"Æji ég get það ekki ég er heima að borða pönnukökur".

hnjé hnjé ...

mánudagur, desember 12, 2005



Í morgun fór ég á fætur. Fékk mér hafragraut og sinnti syni mínum.
Á eftir fer ég að sofa. Þarna á milli gerðist voðalega lítið. Ég borðaði allt óholla draslið sem ég keypti í Bónus. Komst að því að euroshop saltsnakk er bara gott. Paprikusnakkið var nebbla svo vont.
Interesting...

fimmtudagur, desember 08, 2005


Sonur minn virðist vera að breytast í mömmustrák með meiru. Finnst alltí einu ómögulegt að sofa annars staðar en í mínu rúmi. Allt annað er bara rugl. Ég skildi svo sem að hann vildi ekki vera í vöggunni lengur en ég er núna komin með rimlarúm svo í kvöld átti það bara að vera harkan sex. En greyið grét svo mikið að ég leyfði honum að sofna í mínu rúmi og færði hann svo.. Hann virtist vera sáttur við það svo ég leyfði mér að horfa á sjónvarpið og hengdi svo þvott á snúrur. Meðan ég var á svölunum heyrði ég kunnulegt hljóð. Júmm lille mann vaknaður og alveg svakalega móðgaður. Ekki lengur í mjúka stóra mömmurúmi. Ég ákvað að hann yrði nú bara að sofna aftur í sínu rúmi. Hann var fúll og pirraður en sá samt ekki ástæðu til að opna augun, þar lá vonarneistinn minn. En hann var samt ansi seigur. Vildi ekki sofa. Bara alls ekki. Endaði með því að ég brá að það ráð að sækja koddann minn og leggja hann fyrir ofan höfuðið á honum. Ég held að ég hafi kannski blikkað hálft blikk og drengurinn var sofnaður. Alveg steinsofnaður. Hefur varla heyrst í honum síðan. Ég heyrði uml áðan en þá var hann bara að bora hausnum lengra inní koddann. Veit samt ekki hvort ég á eftir að sofa vel...

þriðjudagur, desember 06, 2005

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


best að vera með ...

Annars er það helst í fréttum að ég fór til tannlæknis í dag. Hef ekki farið til tannsa síðan í febrúar 2001. Er búin að vera með hnút í maganum yfir þessari heimsókn og var farin að sjá fyrir mér fúlgurnar sem ég þyrfti að æla upp til að borga fyrir fallega brosið mitt. En viti menn ég er ekki með neina skemmd!!!!! ekki eina einustu. Tannsi bara skoðaði og tók myndir og kroppaði eitthvað og svo bara búið bless koddu aftur eftir ár :) Hann sagðist meira að segja ekki sjá neina ástæðu til að losa mig við nýkomna endajaxla og þessir tveir barnajaxlar sem ég er með eru bara í fínu standi :) Þetta kostaði mig "bara" 8700kr. Núna er ég óendanlega stolt af tönnunum mínum. Finnst eins og ég sé með bestu tennur í heimi. Bestu tennurnar og ofurmannlegt ónæmiskerfi. Það er ég . Vona að þessir eiginleikar lifi áfram í afkæmi mínu þá sé ég fram á töluverðan sparnað á komandi árum.
Vú hú :)

laugardagur, desember 03, 2005


Ég elska röndótt. Þar sem ég lít út eins og rúllupylsa í röndóttu þá fæ ég útrás á barninu. Ég var svo heppin að hann fékk grænröndótta peysu og sokka í skírnargjöf, fyrir átti hann eins grænröndóttar sokkabuxur. Á mánudaginn fór ég í búð og keypti grænröndóttan smekk í stíl. Í fyrradag fór ég í sömu búð og keypti röndóttan galla, gulan og bláan.
Nú liggur hann á maglita leikteppinu, í gallanum, með smekkinn. jííí
Á meðan borðar mamman seríos.
Í gær pantaði ég mér kínamat í tilefni af mánaðrmótunum. Slurp...
Við heimsóttum líka Helgu og co. Svei mér þá ef Matthías Hjörtur stækkaði ekki bara um helming við að hitta minnsta manninn. Gaman gaman.
Í dag ætlum við í afmæli til Svölu. Hressandi. Annars er takmarkið að hanga bara inni. Reyni kannski að borða kínamats-afganga.
þangað til næst :)