Ein vika.
6 eftir.
Ég hef alveg endalausan tíma til að læra, enda veitir ekki af. Nóg er af bókunum, glósunum og dæmunum. En þetta mjakast hægt og rólega inní kollinn á mér.
Vona bara að ég nái að mastera allt saman áður en prófin skella á. Pínu skerí að það sé að koma nóvember og bara rétt rúmur mánuður í próf.
En það þýðir samt líka að það styttist í að ég hitti bestabarn aftur. Alveg ótrúlegt hvað það munar um einn lítinn strák.
Ég verð nú að viðurkenna að þó ég sakni hans endalaust endalaust alltaf og meira þá er mun auðveldara að einbeita sér við lærdóm þegar það er slökkt á mömmuradarnum.
Það er samt alveg hundleiðinlegt að fara að sofa og hundleiðinlegt að vakna alein. Líka súrt að hafa ekkert til að hlakka til á daginn. Bara endalaus lærdómur í löngum bunum marga daga í viðbót.
Bráðum bráðum bráðum....
mánudagur, október 30, 2006
mánudagur, október 23, 2006
Dagurinn mikli runnin upp, er meira að segja að líða undir lok.
Kvaddi augasteininn úti á bílaplani í morgun og nú er hann floginn til Færeyja. Nú tekur við tími lærdóms og almenns sjálfsaga þangað til 18 desember rennur upp og lífið verður aftur í lit.
Ég hlakka til í fætinum.
Marta, barnslaus og allslaus.
Kvaddi augasteininn úti á bílaplani í morgun og nú er hann floginn til Færeyja. Nú tekur við tími lærdóms og almenns sjálfsaga þangað til 18 desember rennur upp og lífið verður aftur í lit.
Ég hlakka til í fætinum.
Marta, barnslaus og allslaus.
föstudagur, október 20, 2006
Nýnemar við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands á haustmisseri 2006
Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í dag að verða við ósk
hjúkrunarfræðideildar um að auka við þann fjölda nemenda, sem fá rétt til
þess að hefja nám á vormisseri 2007 að loknum samkeppnisprófum í desember
n.k. Fjölgunin nemur 25 nemendum, þannig að 105 nemendur munu hefja námið
á vormisseri. Landspítali - háskólasjúkrahús hefur staðfest að klínísk
námspláss verði til staðar fyrir allan hópinn.
jahérna hér!!!!!
:D
laugardagur, október 14, 2006
í fljótu bragði sé ég leikskólatösku, handakút, kubba, bangsa og sigti á gólfinu inni á baðherbergi. Ég sé smekk, flísbuxur, galla, jakka, skó, vettlinga, flíspeysu, sokka, smekk, kremtúpu á gólfi, allt í eigu barns.
Í stofu sé ég stól með þvottabala, balinn er fullur af dóti, bæði þvotti og alls konar öðru. Sé líka nokkra smekki flækta saman á ofni. Í sófa er ullarpeysa, teppi og silkislæða. Veit að bakvið sófa er líka búið að troða kubbum og ýmsu dóti. Á sófaborði liggur einmanna sokkapar.
Á stofugólfi liggur móðurjakki, peysa, sling og lambhúshetta, inniskór, ullarpeysa og ferðastóll í poka.
Í einni bókahillu er svefnpoki.
Í dótahorni drengs er dót útum allt.
Á gólfi liggja líka rúsínur á víð og dreif.
Í svefnherbergi liggur sofandi lítill strákur. Í eldhúsi situr mamma og lærir. Á eldhúsborði er kaffibolli, líffærafræðibók, glósuspjöld, tölva, djúsglas og græn stútkanna.
Á veggnum eru tveir föngulegir menn, annar sýnir beinin hinn vöðvana.
Áfram með smjörið...
Í stofu sé ég stól með þvottabala, balinn er fullur af dóti, bæði þvotti og alls konar öðru. Sé líka nokkra smekki flækta saman á ofni. Í sófa er ullarpeysa, teppi og silkislæða. Veit að bakvið sófa er líka búið að troða kubbum og ýmsu dóti. Á sófaborði liggur einmanna sokkapar.
Á stofugólfi liggur móðurjakki, peysa, sling og lambhúshetta, inniskór, ullarpeysa og ferðastóll í poka.
Í einni bókahillu er svefnpoki.
Í dótahorni drengs er dót útum allt.
Á gólfi liggja líka rúsínur á víð og dreif.
Í svefnherbergi liggur sofandi lítill strákur. Í eldhúsi situr mamma og lærir. Á eldhúsborði er kaffibolli, líffærafræðibók, glósuspjöld, tölva, djúsglas og græn stútkanna.
Á veggnum eru tveir föngulegir menn, annar sýnir beinin hinn vöðvana.
Áfram með smjörið...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)