þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Í dag kom í heiminn lítill strákur. Óskabarn allra. Ég óska Gríshildi, Skröggi, Grísastelpu og öllum hinum til hamingju með nýja lífið.
Húrra!
Húrra!
Húrraaaaaaa!!!!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Horfði á fréttirnar á stöð 2 áðan. Það var frétt um einhverja stráka sem höfðu ákveðið að stríða einhverjum útigangsmanni. Hann var á hjóli og hljólaði fram hjá þeim í rólegheitum en þeir hlupu á eftir honum og helltu fyrst yfir hann vatni úr fötu og skelltu síðan hveiti yfir. Helltu meira að segja yfir hausinn á manninum.
Þetta tóku þeir upp á myndband og settu á heimasíðuna sína. Sögðu svo "þetta var bara einhver róni". Skellihlógu svo að öllu saman.
Ég næ ekki upp í nefið á mér, hoppa hæð mína í loft upp og það detta af mér allar dauðar lýs.
Hvernig dettur fólki í hug!!!! Hvernig geta þeir verið svona vondir!!! Þetta er bara að vera vondur við fólk!!!
Hér með nota ég alnetið til að lýsa yfir fyrilitningu minni á svona hegðun og fólki sem hana stundar!!!!
Ég vona heitt og innilega að þeir skammist sín. Ég vona líka að einhver skammi þá.
Ég á bara ekki eitt einasta orð...
Kannski er ég úber viðkvæm en ég fæ bara sting í hjartað yfir því að fólk geti verið svona vont.
Get ekki hætt að hugsa um aumingja kallinn sem átti þetta ekki skilið.
URG!

föstudagur, nóvember 25, 2005



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.



Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?

he he ...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005




7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
... æji ég meika ekki þetta klukk. Nenni ekki að hugsa svona mikið. Kannski geri ég þetta eftir áramót þegar ég er í skóla og þarf hvort sem er að vera að hugsa allann daginn. Núna er ég föst í að hugsa bara um minn einkason. Allt sem ég get hugsað um snýst að einu eða öðru leiti um hann og þetta klukk yrði bara leiðinlegt raus um hvað ég ætla að gera fyrir hann og hvað hann er frábær, bestur, sætastur, skemmtilegastur og svo framvegis.
Heyrði einhvers staðar að til væri hugtak sem heitir "brjóstagjafarþoka". Ég þjáist af brjóstagjafaþoku. Var ekki líka rannsakað að eitthvað breytist í framheila kvenna eftir fæðingu barna sem veldur því að þær geta ekki um annað hugsað en blessað barnið?!?!
Matthías Hjörtur er líka svo frábær gaur að það er ekkert hægt að hugsa um neitt annað...

Allavega tölvan er búin í viðgerð og er næstum því eins og ný. Held samt að hún sé ekkert alveg í lagi, sumt virkar ekki alveg eins og ég held að það eigi að gera. Ætla samt að bíða fram yfir helgi með að fara með hana aftur.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ég naut dagins. Hjördís bauð mér í mat og passaði svo fyrir mig meðan ég kíkti á barinn. Það var dáldið skrýtið að koma þangað. Það var eins og ég hefði aldrei farið og mér fannst eiginlega eins og barnið mitt heima væri bara draumur...

Yfir...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Var að hugsa um að taka til svo ég mundi vakna í skínandi hreinni íbúð á morgun. njeee... veit ekki ...
Fór með bumbukonunni í Ikea i gær. Kannski betra að segja að hún hafi farið með mér í Ikea. Ég gerði að sjálfsögðu kjarakaup á fullt af drasli sem ég nauðsynlega þurfti að eignast. Á leið heim áttuðum við okkur á því að við værum alls ekki manneskjur í að bera pokana inn heima hjá mér. Önnur með barn inní bumbu, hin með barn utan bumbu. Við brugðum á það ráð að hringja í sambýlismann bumbukonu og biðja hann um að sækja bumbukonu heim til mín. Þegar við renndum upp að húsinu sat hann samviskusamur í bílnum og beið bumbukonunnar. Hann var gripinn glóðvolgur og látin bera poka inní íbúð.
Mér leið dálítið kjánalega. "hæ Kristinn, ehemm fyrst þú ert hérna værir þú þá nokkuð til í að bera pokana mína upp?"
Allavega....
Klukkan er orðin 12. Það þýðir bara eitt!!!! ÉG Á AFMÆLI Í DAG!!!
Skrýtið...

mánudagur, nóvember 14, 2005


Nýskírður Matthías Hjörtur






Virðist vera svona frekar undrandi á þessu öllu saman. Skilur ekkert í þessu tilstandi. Hann stóð sig eins og sannri hetju sæmir :)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ég fór ástamt Gríshildi og ungum okkar beggja í Smáralind í dag. Mikið déskoti var það fínt. Það var eitthvað svo rólegt og notalegt að vera þar !!! Það var akkúrat engin geðveiki í loftinu. Magnað! Nú hef ég snarlega skipt um lið og er núna með Smáralind á móti Kringlu. Ég keypti líka spariföt á litla mann og kjól og peysu á mig. Núna getum við bæði verið fín í skírninni á laugardaginn. Hann eins og lítill kall og ég eins og stór kona.
Gaman gaman :)
426 bera nafnið Hjörtur sem 1. eiginnafn. 95 bera nafnið Hjörtur sem 2. eiginnafn.
352 bera hitt nafnið sem 1. eiginnafn. 50 bera það sem 2. eiginnafn.
Spennandi ...

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Ég er kona. Ekki stelpa lengur heldur kona.
Meðgangan breytti líkamanum mínum í konulíkama. Verð víst að henda öllum magabolunum sem ég notaði á hverjum degi hérna um árið. Þeir eru búnir að syngja sitt síðasta. Kannski ég sé búin að syngja mitt síðasta ;)
Nei ég er rétt að byrja.
Sunnudagsmorgnar hafa heldur betur breyst. Hér er ég, heima hjá mér, komin á fætur, hress og kát. Hjörtur besti liggur á leikteppinu og baðar út öllum öngum.
Í gærkvöldi var ég á fótum til hálf 2. Ekki vegna þess að ég væri að skemmta mér heldur vegna þess að ég var að þrífa íbúðina!!!
Núna er ég í nostalgíukasti að hlusta á messuna í útvarpinu.
Jahá tímarnir breytast svo sannarlega.
Það er farið að heyrast kvart og kvein af gólfinu, best að bjarga þessu.
Gleðilegan sunnudag.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005


Best í heimi

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

*hóst*
Hefði átt að taka aðeins meiri trylling. Álfarnir komu mér til bjargar og töfruðu skjölin aftur á diskinn.
Prufaði að stinga disknum aftur í og viti menn!!! þarna birtist dótið mitt :)
Pjúff.. þetta var þá ekki merki frá æðri máttarvöldum um að ég hefði ekkert í skóla að gera.
Jæja best að halda áfram að skrifa á diska sem er btw það leiðinlegasta sem ég hef á ævinni gert..
eða svona næstum því.
Allt er gott sem endar vel.
Ég hata tölvuna mína. Hata er kannski ekki nógu sterkt til orða tekið. Urg garg og grenj. Áðan ætlaði ég að skrifa allt sem mig langar að eiga úr tölvunni á diska. Hún er að fara í viðgerð og viðgerðarkallinn sagði mér að gera það. Ok mér tókst að skrifa allar myndirnar og svo fór ég að skrifa skóladótið. Ég ýtti óvart á cut í staðinn fyrir copy en hugsaði að það væri nú í lagi. Nei auðvitað var það ekkert í lagi. Þegar öll skjölin voru næstum því komin á disk þá slökknað á tölvunni. Svo þegar ég kveikti á henni aftur þá kom upp gluggi og í honum stóð:"you have files waiting to be written on a cd. Click this balloon" eða eitthvað álíka. Ég smellti á blöðruna. Neibb engin "files" þarna. Athugað á diskinn. Neibb hann er ennþá tómur. Leitaði útum allt. Neibb. Allt sem ég hef nokkurn tíma gert í háskóla íslands er horfið. Gjörsamlega horfið.
Mig langar að hella kóki á lyklaborðið og skrúbba svo skjáinn með stálull.