föstudagur, apríl 30, 2004

jæja... hér sit ég á blessaðri bókhlöðunni. Alveg er það merkilegt hvað það er alltaf kalt hérna og það virðist kólna eftir því sem líður á daginn. Ætli þetta sér viljandi gert til að maður sofni ekki yfir bókunum. Ég er í þykkri peysu en það virðist ekki duga til, mig langar í ullarsokka og trefil.
Ég er líka svo heppin að vera með hausverk, ó mig auma.
Þetta mjakast allt saman, ég er komin með verk í magann, ég hlakka svo til þegar þriðjudagurinn 4 maí verður búin. Þá er ég komin í sumarfrí í skólanum húlabalabbalei!!!!
Ég ætti kannski að fara og reykja og athuga hvort ég komi tvíelfd til baka. hmmmm...

Morgunsaga:
Ég vaknaði í morgun við skerandi væl, ég opnaði augun og hugsaði:"hvurn fjandann vantar köttunum núna?", fór svo aftur að sofa. Stuttu seinna vaknaði ég aftur og gerði mér grein fyrir því að það hlyti e-ð að vera að því vælið heyrðist ennþá og var mjög skerandi, ég fór fram úr og gekk á hljóðið, og viti menn, ég fann Lísu gólandi og veinandi ofan í KLÓSETTINU!!! Hún var rennandi blaut og skíthrædd. Ég fiskaði hana uppúr og setti á gólfið og ætlaðist svo til að móðirinn mundi bjarga málinu en NEI kisa hélt bara áfram að væla um meiri mat og gekk burt. Ég sá mér þann kost vænstan að þurrka greyið og sækja hitapoka og hlýja henni undir sæng. Þar húkti hún svo heillengi og skalf eins og hrísla en jafnaði sig svo að lokum og síðast þegar ég sá hana var hún e-ð að vesenast inní sturtunni.
BTW þá er Lísa ekki enn komin með varanlegt heimili.
Íslenskt réttarkerfi er svo súrt og rotið að mig langar bara að fara að lemja fólk, að minnsta kosti sparka í rassgöt. Djöfulsins helvítis djöfulsins rugl...
Sumir menn eru svo mikið ógeð að ég bara á ekki til orð. Megi þeir rotna í helvíti.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

ákvað að fara með "manninn" á sirkus, splæsa á "hann" einum bjór. Hann tók bara vel í það, og virtist skemmta sér konunglega þangað til það kom ungur drengur og og tók "manninn" í misgripum fyrir konu. Drengurinn tók í hendina á honum og kyssti á handarbakið í kjölfarið kom dúmaaaaa!!!! dúmaaaaaaaa!!!!! og þá skildist drengnum að þetta var alls engin ung kona heldur fullvaxinn karlmaður....

fóturinn á mér lenti óvart á hurð áðan, nú er mér mjög illt í fætinum. Get varla labbað. Já stundum hagar maður sér eins og kjáni.

klukkutími eftir og svo vika í fríi frá Breiðholtinu.

Árshátíð á laugardaginn, ég er víst búin að ákveða að fara. Rökin eru þau að ég læri hvort sem er ekkert eftir kvöldmat á laugardegi, svo er bara að passa sig að missa sig ekki í bjórinn svo sunnudagurinn skemmist ekki líka.
smartfríður kveður ofan af hálendi.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Það er gaman að vinna. Mér þykir vænt um fólkið mitt. Því miður finnst mér ekki eins gaman að læra undir próf, annars væri ég að læra núna. En ég er að blogga og það er fínt. Hanga á netinu er líka fínt og ég efast ekki um að strætóferðin heim verði líka fín. Það er gaman að vera Marta í dag.

Stutt saga af kúlum.
Golfkúlur eru ótrúlega fallegar, þær eru svo kringlóttar og með fullt af fallegum holum í. Gular golfkúlur eru líka alveg rosalega flottar en það borgar sig ekki að hafa of margar gular heima hjá sér í einu, best er að hafa bara eina gula, þá er allt öruggt. Það er vont að týna kúlum, kúlur eiga ekki að týnast. Kúlur eiga að velta um í lófanum og það er gaman að horfa á þær frá mismunandi sjónarhornum. Já golfkúlur eru flottar ;)

yfir og út.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Gott að liggja heima í sófa. Gott að vera berfætt og labba ekki í kattaskít, gott að geta farið í sturtu án þess að vera nær dauða en lífi úr kattakúkalykt. Já við tókum til. Skítalyktinni var sagt stríð á hendur. Núna er samt e-r að krafsa í sandinn. Lyktin nær vitum mínum eftir augnablik. Já það er gaman að vera með marga ketti, nú veit ég af hverju þeir eru svona sætir, það er til þess að maður drepi þá ekki vegna ólyktar sem þeir framleiða. Æji þeir eru nú samt alveg ágætir. Já já ...
Stefnan er tekin á sófann. Kannski smá annarleika svona í tilefni sunnudagsins. Það er gott.

Mér skilst að ég sé búin að redda húsnæðisvanda sumarsins. Vona að það gangi allt saman eftir. Þið getið hætt að trufla mig stanslausum hringingum um miðjar nætur. múhahahahhaha.

Sumarið er komið, mig langar í sleik.

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég er að passa auma kisu. Það er búið að raka helmingin af feldinum af og hún hefur misst hæfileikann til að fjölga sér. Hún liggur bara og starir á gólfið, örugglega ringluð í kollinum. Mér finnst hún líta út fyrir að geta dottið á hverri stundu. Greyið.
Eyddi deginum í að stuðla að friði í heiminum. Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Tilkynning: Mig vantar manneskju til að búa með mér í sumar. Ósk er að fara að vinna á mývatni og því er herbergið hennar til útleigu á meðan. Þetta er fínt herbergi. Frjáls aðgangur að öllu öðru innan íbúðarinnar, að undanskyldu mínu herbergi. Kostar lítið. Herbergið er staðsett í kjallara í tvíbýlishúsi í Frostaskjóli 4. Um korters labb á Austurvöll, 5 mín í vesturbæjarlaug og ennþá styttra í bestu ísbúð bæjarins við Hagamel.
Allavega ef e-n vantar íbúð í sumar endilega hafa samband. Þar sem ég á tvo ketti er ekki æskilegt að leigjandi sé með ofnæmi.


Annars er planið að skipta um skó og dunda mér svo við að opna og loka hurð í kvöld. Sjáumst.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Í dag vaknaði ég við undarlegt mannamál frammi í stofu, ég ákvað að fara á fætur til að athuga málið. Frammi voru nokkrir karlmenn og ein kona, ekkert þeirra hafði ég séð áður. Við eftirgrennslan kom í ljós að fólk þetta var komið til að taka upp auglýsingu. Einhver hringdi víst í Ósk og bað hana um þann greiða að fá að taka upp heima hjá okkur eftir að önnur staðsetning hafði klikkað. Fólkið var svo heima hjá mér næstu 4 tímana. Didda kom og lék pönkara sem hlustar á týrólatónlist í frístundum, máluð með blátt og bleikt hár. Þetta var svolítið undarlegt að nota allt dótið mitt í auglýsingu, blessuð tölvan fékk meira að segja að vera með. Gaman engu að síður.
Ég er aftur mætt í Selið á næturvakt og er ekkert sérstaklega ánægð með það, það eru margir aðrir staðir sem ég vildi frekar vera á. Helv... næturvaktir. Þetta er samt síðasta næturvaktin í bili svo ég get verið sátt á morgun. Væri samt gott ef ég gæti drullast til að læra þessa 9 tíma sem ég er hér að gera EKKERT!!!!
annars eru kettlingarnir alveg fáránlega sætir. Harðfiskur er góður
Lísu og Bröndu Barböru vantar ennþá heimili. Þær eru mjög sætar og alveg einstaklega skemmtilegar. Lísa
ok fyrst ég er byrjuð á þessu þá er ég að spá í að missa mig aðeins.

Það kom góður maður í heimsókn um daginn og færði okkur hitt og þetta í búið, meðal annars kom hann með stóra reykja nautatungu. Við Ósk tókum þá ákvörðun að sjóða tunguna og nota hana síðan í álegg. Þegar tungan kom úr pottinum ákvað ég að þetta væri ekki matur við mitt hæfi. Þetta er ástæðan. Já mér finnst útlitið skipta máli.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Vor, vor, vor. Það er að koma brum á trén og rigningin lyktar af betri tíð með blóm í haga.
Ég er stödd hér í selinu góða og héðan er allt gott að frétta, vær svefnhljóð berast úr öllum áttum nema einni, þar er sjónvarpið að garga. Fullt af kaffi á könnunni og bara fínt að vera til.
Fjóla kom í heimsókn til mín í dag með ungana sína. Undarlega sætir þessir drengir og gaman að fá þau öll í heimsókn. Veit ekki hvort blessaðir kettlingarnir skemmtu sér eins vel, þar sem þeir voru kreistir og knúsaðir og haldið á þeim í hinum undarlegustu stellingum.
Jæja, læra kannski. Linkage, chromosome, molecules of lifa... allt þetta bíður skýringa. yfir og út. Nei takk, ekki segja mér, ég vil ekki vita það.

mánudagur, apríl 19, 2004

mér líður loksins eins og ég sé að gera e-ð af viti. Allar línur í kollinum virðast vera að virka og loksins nenni ég að sitja yfir lærdómnum. Þó það sé sól úti. Ég er búin að eyða öllum deginum í e-ð skólatengt og þó ég hafi ekki verið að læra í allan dag þá er ég samt búin að vera að hugsa um bækurnar. Gott, gott.
ding ding ding "bókhlöðunni verður lokað eftir 15 mínútur".
Alltí einu leið mér eins og ég væri að fara í flugvél
Lítill fugl hvíslaði því að mér að Unnur ætti afmæli í dag. Ég nota hér með tækifærið og blæs kveðjum til þín Unnur,njóttu dagsins.

föstudagur, apríl 16, 2004

Að þykjast vera að læra er mjög erfitt, að læra í alvörunni er ekkert mál, ef maður bara kemur sér af stað. Já, en nú er klukkan að verða 3 og þá er komið gott í dag held ég. Spurning um að dusta af sér rykið og fara út, sýna sig og sjá aðra. Búin að góna of lengi á fólkið hér á bókhlöðunni.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

hætt þessu helvítis rugli. Þetta hefur ekkert uppá sig. Endar alltaf bara með vitleysu.
Þetta mun kannski lagast með tímanum og kalda vatninu. Vonandi. Marta er fúl á móti.

mánudagur, apríl 12, 2004

Ég sakna besta vinar míns.

föstudagur, apríl 09, 2004

drengurinn sagði við mömmu sína:"hvar erum við?", hún svarar:"við erum hér". "hvað er hér?", segir hann þá og mamman svarar: "hér er bensínstöðin".
Merkilegt.
Tek til baka allar vondar hugsanir um Select. Beikonpylsur eru bestar. Hér eftir liggur leiðin einungis upp á við. Upp, upp mín sál og allt mitt geð.
Djöfull er ég viðbjóðslega svöng. Einhvern vegin langar mig samt ekki í bónusbrauð með osti, kakómaltið er líka búið þannig að þetta er bara dautt. Kannski ég skreppi í select og kaupi beikonpylsu, nei það er örugglega lokað, dauði og djöfull. Ég er á móti þessu öllu saman.

Það var allavega opið í sundi. Gott að vita að einhver nennir að vinna þó það séu páskar.

Mig langar að draumur minn rætist.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

jæja komin í vinnuna.

Ég eyddi vælinu.

Ég ætla að vera ánægð og hress með þetta. Það er gaman að vinna og það er gaman í skólanum. Það er gott að vera að vinna um páskana því þá fæ ég fullt af peningum 1. maí.
Í dag var sól og gott veður og ég skellti mér í heita pottinn og hló þar í smástund. Hláturinn lengir lífið. Núna er gaman að vera til.

Bráðum kemur sumar og meira ljós :)

sunnudagur, apríl 04, 2004

úff.... það er það eina sem hægt er að segja um þetta. Ég nenni ekki að gera andskotans skattaframtalið, nenni ekki, nenni ekki, nenni ekki....

Ég endaði með vitleysu í gær, stundum fær maður vondar hugmyndir, þá sérstaklega þegar bakkus er tekin við völdum í hausnum á manni. Hitti fólk og bullaði, bullaði svo svolítið meira og hitti fleira fólk. Fékk eina góða hugmynd, að fara heim. Hefði samt alveg mátt fá þá hugmynd fyrr, allavega hrinda henni fyrr í framkvæmd. En jæja svona er þetta bara.

Ég er annars búin að eiga góðan sunnudag. Það komu margir gestir og Óskin bakaði dýrindis súkkulaðiköku. Það var góð hugmynd. Mig langar að sjónvarpið taki völdin og sjái mér fyrir skemmtun í kvöld. En NEI... það er bara ekkert í boði í sjónvarpinu, allavega ekkert sem ég vil horfa á. Árans, fjárans og fari það í heitasta.. hmmm, skattaskýrsla.. fyrst mér leiðist svona mikið hvers vegna nenni ég þá ekki að fara að gera skattaskýrslu eða kannski bara læra smá ... *hóst* alltí einu fékk ég hausverk.. kannski ég sé búin að reyna of mikið á mig í dag... já ég held það sé best að gera bara ekki neitt. Kroppurinn vill ekki gera neitt. Það er líka Brasilísk mynd að byrja sem ég get gónt á.... Jón og gón, það er gott plan

Eftirstöðvar helgarinnar eru eftirfarandi: Marblettir á báðum hnjám, bitfar á vinstri handlegg, marblettur á hægri handlegg og kúla á enni. &!$%.... Rugl og vitleysa.

laugardagur, apríl 03, 2004

árans... strokaði allt út....
jæja ég er uppá Skaga að fagna 10 ára afmæli systur minnar, gaman að því. Hér er ég búin að vera í tvo tíma að borða og borða og borða, enn sést þó ekki að nokkur hafi fengið sér af matnum. Ég gerði þau mistök að fara í semi-spariföt, einhvern vegin er röddin sem passar uppá að ég borði ekki of mikið háværari þegar ég er í sparifötum. Ég er alltaf að líta niður og hugsa "ónei, ég er hætt að borða núna" svo fer ég og fæ mér meira,ég er hvort sem er búin að borða of mikið.... múhahahahahah ;)

annars vann ég bara af mér nóttina, það var fínt. Það kom einn ungur maður og ætlaði að vera töff og beit mig í hendina... kannski spurning hvort hann ætti að skipta um vinnu, kannski er hann að smitast af .... vonum bara að hann geti látið nefið á sér vera...
Ung og myndarleg kona pissaði á gólfið. Restin hagaði sér bara skikkanlega, sumir fullari en aðrir og sumir sætari en aðrir...

kannski maður kíkir í bjór í kvöld. Ótrúlegri hlutir hafa nú gerst

fimmtudagur, apríl 01, 2004

ég er bara orðin hálf-hrædd við kettlingana, alltí einu eru þeir bara útum allt... núna eru tveir undir rúmi, einn gólandi á gólfinu og einn kvæsandi í kassanum. Ég fann líka kettlingakúk á gólfinu, veit því miður ekki úr hvaða rassi hann kom.
Tónleikar já takk... úff