fimmtudagur, júlí 27, 2006

Sumarið ...
Það er allt að gerast en samt ekki neitt. Er komin með ferköntuð augu af sjónvarpsglápi. H er búin að vera veikur svo við höfum bara setið á sófanum. Eða ég setið og hann legið hjá mér. En er þó allur að koma til.
Einhvern vegin hef ég ekkert að segja en ég get þó notað nokkar línur í að segja það.
Sumarið er alveg að verða búið, í næstu viku byrja ég á upprifjunarnámskeiði í efnafræði svo ég geti nú eitthvað þegar skólnni byrjar. Úff sumarið er alveg að verða búið.
Ljúfa árið er líka alveg að verða búið.
Ég ætla að fara að sofa.

sunnudagur, júlí 16, 2006

Bloggidí blogg bloggidí bloggidí blogg.
Svaf án afkvæmis í nótt. Í fyrsta sinn í 1 og hálft ár. Svaf svona líka ljómandi vel. Vaknaði svo í morgun og las í bók. Líka langt síðan það hefur gerst.
Fór á bar í gær og þar var næstum því enginn íslenskumælandi. Bara útlendingar sem stóðu undarlegir á svip og biðu eftir að eitthvað skemmtilegt gerðist til að réttlæta dýran bjór.
Át belgíska vöfflu með sýrópi og súkkulaði, í fyrsta sinn í tæpt ár. Er alltaf heima þegar vöffluvagninn er opinn.
Svo kom barnið heim í dag og var dásemd. Var víst líka dásemd heima hjá ömmu sinni og afa. Það þarf ekkert að velta vöngum yfir því, hann er sérlega vel heippnað barn. ;)
Ótrúlegt að í fyrsta sinn sem ég get verið úti alla nóttina, uns dagur rennur á ný, fer ég heim fyrir 2.
Hef sagt það áður og segi það aftur að tímarnir breytast svo sannarlega :) og nú eru betir tímar en nokkru sinni fyrr.
Yfir - Grip