þriðjudagur, janúar 31, 2006
















Síðan eru liðin mörg ár...

sunnudagur, janúar 29, 2006

laugardagur, janúar 28, 2006

Í dag át ég heilan kexpakka ein og óstudd.
Til hamingju með það Marta. You've still got it.

föstudagur, janúar 27, 2006


æji ekki gerist nú mikið ... sem betur fer kannski.
Ég er eiginlega ekki byrjuð í skólanum og strax byrjuð að fresta. Ég er ekki að fresta ritgerðaskilum, verkefnum eða neinum slíkum smámunum. Ég er að fresta því að byrja af fullum krafti í skólanum. Þegar ég byrja af fullum krafti þá þýðir það að kaupa bækur og jafnvel byrja að lesa í þeim. En æji ég nenni ekki að hugsa um það núna, ég er búin að fresta skólanum fram á mánudag. Það þýðir að ég þarf ekki að byrja að skipuleggja fyrr en á sunnudag. Þar af leiðir að ég verð að njóta þess að vera í fríi þangað til.
Annars er ég nú bara búin að hafa það gott. Fór til Ísafjarðar og var EKKERT hrædd í flugvélinni á leiðinni vestur. Þið sem þekki mig vitið hvað það er merkilegt!!!
Það var líka yndislegt veður og stórkostlegt útsýni og slatti af skyldfólki mínu var í vélinni.
Það var gott að koma á Ísafjörð. Bærinn bauð mig velkomna með fallegu fjöllunum sínum og sólin sleikti toppana. Þó erindið væri ekki skemmtilegt þá er alltaf gott að koma vestur.
Sýna sig og sjá aðra.
Svo flaug ég suður og það var ekki eins gott að fljúga EN ég var lítið sem ekkert hrædd þá heldur!!! Ótrúlega merkilegt. Nú gæti verið að ég fari bara að fara í ferðalög...
Ef flughræðsla mín hefur minnkað til muna (eins og ég vona) þá breytir það ótrúlega miklu, allt verður mikið auðveldara.
Já, ég get þakkað Matthíasi Hirti ansi margt.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Stal þessum link af Svölu síðu. Hressandi fróðleikur :)

þriðjudagur, janúar 24, 2006

mánudagur, janúar 16, 2006

Svei mér þá, ég held að ég hangi of mikið á netinu. Það fer í taugarnar á mér ef fólk uppfærir ekki bloggsíður sínar einu sinni á dag eða oftar. Ég er farin að lesa sömu bloggfærslurnar mörgum sinnum. Kannski á þetta eitthvað skylt við að frumburðurinn er búin að vera með leiðindakvef og svo við erum ekki búin að fara út fyrir hússins dyr í 3 daga!!!
Nú er ég búin að lifa lífi manneskju sem neytir engra mjólkurvara í 2 daga. Hvernig borðar maður sig sadda af mat sem inniheldur ekki mjólk, rjóma, ost eða smjör?!? Ég bara spyr.
Ég fór í bónus í gær og keypti fullt af grænmeti og ávöxtum. Eitthvað verð ég að borða á milli mála í staðinn fyrir kex með smjöri og osti, kex með smjöri, mjólkurkex og kakómalt eða ristað brauð með smjöri og osti. Bráðum verður maturinn sem ég keypti Bónus uppurinn. Það verður enginn saddur af ávöxtum og grænmeti.
Kannski verður þetta til þess að ég vakna upp eftir 2 vikur og kemst i gallabuxurnar mínar :S

Nú stefnir allt í að ég þurfi að fljúga til Ísafjarðar á föstudaginn. Er núna að horfa á veðurspána. Það spáir -10 á morgun og +4 á miðvikudaginn!! hverslags veður er þetta eiginlega ?
Jámm..

fimmtudagur, janúar 12, 2006


Nýr dagur og gleðilegri. Fór með soninn i fyrsta sinn í sund og skemmtum okkur alveg ljómandi vel :)

miðvikudagur, janúar 11, 2006


Ég bara get ekki setið og horft á ...

Þegar ég var lítil átti ég frænda. Hann var ótrúlega skemmtilegur. Eins og bara frændur geta verið. Hann gat haldið á mér og fíflast endalaust. Hann bauð mér í bíltúra og gaf mér nammi. Hann sagði mér (lyga)sögur og skemmti mér oft.

Einu sinni sátum við við eldhúsborðið hjá afa og ömmu og ég sagði að mig langaði í sveit þar sem væru hestar. Hann hringdi strax í vin sinn og reddaði mér vinnu við barnapössun í sveit þar sem voru fullt af hestum.
Honum var svo umhugað að ég mundi nýta kosningarétt minn að einu sinni ræsti hann út sýslumann skutlaði hann mér úr sveitinni á Hólmavík til að kjósa utan kjörstaðar.
Hann vissi ótrúlega margt um ættfræði og kunni margar sögur. Hann gat sagt manni ótrúlega margt um hvernig lífið var í gamla daga. Enda var hann stóri bróðir hennar mömmu.
Ég man ennþá þegar hann bauð mér í mat og eldaði handa okkur kjúkling sem var svo lítill að við kölluðum hann froskakjúklinginn.
Hann hætti ekkert að vera skemmtilegur þó ég stækkaði. Hann talaði alltaf við mig eins og fullorðna manneskju.
Hann var stundum skrýtinn og sérlundaður en hann var alltaf frændi minn sem mér fannst frábær.

Í gær breyttist svo allt. Alltí einu birtust fréttir af einhverju ótrúlega ógeðslegu sem frændi minn á að hafa gert. Hluti af veröldinni minni hrundi bara. Hverjum á ég að trúa? Er maðurinn sem ég hélt að ég þekkti vel bara ekkert sá sem hann þykist vera?
Hvað átti maður að gera? Hvernig gat svona lagað komið fyrir í minni fjölskyldu?
Ég reyndi eins og ég gat að átta mig en svo breyttist allt aftur... Frændi minn er dáinn.
Eftir sitjum við hin og hugsum okkar.
Í dag er búið að vera ótrúlegt fjölmiðlafár. Mér finnst mjög skrýtið að alltí einu sé mín fjölskylda búin að finna fyrir ægivaldi fjölmiðlanna.
Veit ekki hvort ég eigi að vera reið út í það blað sem um ræðir, reið útí frænda minn fyrir að vera ekki sá sem ég hélt að hann væri eða bara hvað...
Það eru allir að tala um þetta alls staðar og að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum.
Mér finnst þetta allt saman einstaklega sorglegt.
Ótrúlegt að finna á eigin skinni hvernig svona er. Ég hef oft séð forsíðurnar á DV og hugsað um aumingja aðstandendur fólkins prýðir þessar síður.
Meintir glæpamenn eiga líka fjölskyldur sem vita oft minnst um málið. Fjölskyldan fær ekki að heyra kjaftasögurnar. Fjölskyldan fær þessu bara skellt í andlitið á sér. Kannski eru börn í fjölskyldunni sem rölta útí búð og sjá ættingja sinn upp um alla veggi?
Þetta finnst mér vert að hugsa um.
Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína og hugur minn er hjá ykkur öllum.

mánudagur, janúar 09, 2006

já...
Ég er búin að vera að reyna að gera svona "gera upp 2005" blogg í laangan tíma. Eða síðan árið kláraðist. Hmm.. það er nú kannski ekki svo langt síðan en eníhú.
Þegar 2005 byrjaði var ég búin að vera meðvituð um óléttu mína í viku, ég var endalaust þreytt og þegar klukkutími var liðinn af árinu fór ég á zirk og stóð þar í hurðinni í tæpa 8 tíma !!! Held að það hafi verið það leiðinlegasta sem ég gerði á árinu. Illu er víst best aflokið.
Man hvað ég var aðframkomin af samviskubiti gagnvart lirfunni þegar ég loksins komst heim til mín.
Annars var þetta árið sem breytti öllu. Matthías Hjörtur kom, sá og sigraði. Man varla nokkuð sem gerðist á þessu ári og snertir ekki hann að einu eða öðru leiti.
Fyrstu mánuðir ársins fóru í að kúgast yfir öllu mögulegu og ljúga að ég væri á pensilíni. Svo fóru næstu mánuðir í að fitna og þyngjast og fá stærri bumbu.
Í júlí flutti ég.
Svo stækkaði bumban ennþá meira og ég gat minna hreyft mig. Svo stækkaði hún ennþá meira og ég gat næstum því ekkert hreyft mig og passaði ekki í nein föt.
Svo stækkaði hún ennþá meira en þá var mér orðið alveg sama því hún var hvort sem er orðin svo stór. Þá var ég líka komin með hunleið á öllu spurningunum. Sérstaklega setningar eins og :"hvernig áttu eiginlega eftir að verða?!" og "vá hvað bumban er stór!!" og "er þetta ekki bara risa barn?!"
Svo var sumarið og ég var bara fegin að veðrið var ekki betra, ég vildi bara að sumarið kláraðist. Mér var alltaf heitt, hvernig sem veðrið var :)
Já svo fór að halla á sumarið og einn ágætisviðrisdagurinn rann upp og Matthías Hjörtur kom í heiminn með látum.
Síðan hefur mér verið svo sem sama um veðrið. Hann er sólin og ljósið.
Það sem eftir var ársins fór svo í að sinna honum og góna á hann á milli blunda. Fæðingarorlof og brjóstaþoka. Ljómandi líf.
Framtíðin er björt og glöð.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Það er einhver undarleg spenna í loftinu. Mér finnst eins og eitthvað hljóti að fara að gerast eða einhver svakalegur komi í heimsókn.. .. æji ég veit ekki.

Í dag eyðilagðist geislaspilarinn minn. Hann datt í gólfið og lokið svona hálf datt af og þegar ég reyndi að setja það á aftur þá sleit ég "mænuna" í tækinu og nú er það alveg lamað og ég sé ekki fram á að lækning finnist í náinni framtíð. Frekar leiðinleg þar sem þetta var voða fínn spilari. Keyptur í fríhöfninni og þ.a.l. ekki dýr.

Er núna að melda það með mér hvort ég eigi að láta verlsa nýjan spilara í fríhöfninni. Get lífsins ómöguleg ákveðið mig. Líf án geislaspilara er nú samt hálf-leiðinlegt.
Ætti ég að láta kaupa eins spilara fyrir mig eða ætti ég að kaupa heilt tæki? Er vinkonum mínum treystandi til að kaupa almennilegt tæki í fríhöfn?
Önnur þeirra er varla mellufær á tölvur, spurning hvort hún mundi ekki bara kaupa kasettutæki. Hin er engin tækjakona.
Væri dásamlegt ef Helga Þ. eða Hjördís mundu drullast úr landi og inní það aftur.
Allavega ef einhver á leið um fríhöfn og treystir sér til að kaupa meðal góðan ferðageislaspilara endilega láta mig vita ;)

mánudagur, janúar 02, 2006

Alltí einu er ég ekki með word!!! Ekkert úr þessu mblessaða office-pakka eða hvað það nú er.. urg og grenj. Hvað gerir maður þá ???!!
HJÁLP!!

Dugir greinilega ekki búálfinum að stela bókunum mínum, geisladiskahulstrum og alls kyns öðru dóti, hann er greinilega orðin ógurlega tæknivæddur og stelur úr tölvunni minni líka.
Skæl