föstudagur, febrúar 25, 2005

Helv.. danskurinn!
Í gær mættum við manni sem enginn bjóst nokkurna tíma við að sjá. Hann var fjári myndarlegur en skapaði mikið uppþot, bæði hjá mér og vinkonum mínum. Ég hljóp fyrir næsta horn en þær hölluðu sér uppað vörubíl og grófu upp myndavélasíma. Það eina sem hafðist samt uppúr því krafsi var að nú höfum við það skjalfest að hann á fallegt arbandsúr :)
Eftir þetta hófst umsátur um heimili hans. Meðan umsátursmenn(konur) rétt skruppu til að sækja myndavél, þá fór maðurinn. Sem betur fer kom hann aftur heim til sín en þá vildi ekki betur til en að aðeins ein manneskja var til að sitja um hann og hún fór í svo mikið fár að þegar hún ætlaði að taka mynd, krjúpandi í felum bak við bíl, þá gat hún ekki kveikt á myndavélinni. Eftir mikið fum og fát tókst manneskjunni að kveikja á vélinni og taka mynd. Þegar farið var að skoða myndina kom í ljós að myndin var af lokaðri hurð.
Við vitum þá allavega núna að hann er til og að hann kemur stundum heim til sín. Við vitum líka hvernig bíl hann á. Kannski myndin komi næst.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Já já.
Sögurnar fara af stað. Skandinavía. Sænskur og spilar á bassa. Já það gæti verið. Hver veit? Múhahahahahahahhaahh..... Mér finnst þetta skemmtilegt. Mér finnst gaman að vera til þessa dagana. Vor í lofti í dag. Það er yndislegt. Yndislegt. Það var líka merkilega mikið af gömlu fólki á Laugaveginum í dag. Allir að labba og njóta lífsins. Það labbaði að mér maður sem sagðist vera frá ABC. Hann sagðist vera að gera sjónvarpsþátt um það hvers vegna bæri minna á skammdegisþunglyndi á Íslandi heldur en í öðrum löndum til dæmis New York. Ég bara hváði og spurði manninn hvurn fjandann hann væri að tala um skammdegi þegar skammdegið væri loksins búið. Hann spurði hvort við værum svona hress vegna þess að við værum víkingar, ég sagði að það væri vegna þess að við borðum svo mikið af pillum og höfum svo mikið af jólaljósum. Annars yppti ég bara öxlum og sagði honum að biðin eftir sumrinu væri löng og ströng en sumarið kemur alltaf að lokum og flestir vita það og eru þess vegna ekki þunglyndir í skammdeginu. Ansi gáfulegt svar þar á ferð. Hnegg.
Þetta endaði svo bara með því að ég benti manninum pent á að það væri vor í loft og þetta mundi allt reddast. Brosti svo fallega og kvaddi.
Viðtalið verður varla til margs nýtilegt nema til að sýna fram á hugsunarleysi landans.
En jæja, Hjálmatónleikar núma 3762 í kvöld.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Í dag gerðist margt og mikið.
Tvær litlar manneskju komu í heiminn. Pínulítil stelpa og aðeins stærri strákur. Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt saman er að stelpan átti að fæðast í lok apríl og strákurinn í mars og mæður þeirra eru systur. Lífið hefur alveg sérstakt lag á að koma manni á óvart :)
Ég sá myndir af stelpunni og hún er MJÖG lítil, blessað barnið. Tæknin í dag er samt svo ótrúlega að það þarf varla að hafa áhyggjur af litlu manneskjunni. Hún mun vaxa og dafna og læra að elska lífið.
æji já .. hvað getur maður sagt. Stundum er ekkert að segja.
Yfir

föstudagur, febrúar 11, 2005

jæja þá eru flest leyndarmál komin út í dagsljósið. Flestir sem eiga að vita eru búnir að fá að heyra fréttirnar frá fyrstu hendi. Ég virðist þó alls ekki vera eins spennt yfir þessu og margir aðrir. Verð þreytt á þessu sama umræðuefni endalaust og endalaususm ráðum frá hinum og þessum sem hafa gert sama hlutinn. Ekki það að það sé ekki gott að fá ráð en stundum verður bara of mikið af því góða. Alltí einu er ég orðin að einhvers konar geymslu og það virðist varða alla hvernig ég hef það og hvað ég borða og hvað ég er yfirleitt að gera í lífinu. En jæja ég held að ég geti lítið gert nema venjast þessu. Fólk er örugglega ekki að fara að hætta að gefa mér þó að ég nöldri yfirr því á á blogginu mínu.
Svo er allt hitt sem truflar mig líka. Truflar mig miklu meira en ég vil viðurkenna. Held samt að maður verði að reyna að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Við sumu er ekkert hægt að gera. Samt leiðinlegt þegar það hittir of nálægt heimili manns.
Árans fjárans og andskotans. Það er leiðinlegt að viðurkenna það en mér líkar ekki jafn vel við sumt fólk og áður. Þegar maður verður fyrir vonbrigðum tekur stundum bara tíma að leyfa þeim að jafna sig. Ég er íslensk og þetta reddast og lagast. Jafnvel gæti farið svo að þetta komi allt með kalda vatninu.
Ég meika ekki að blogga strax um júnitið nema undir yfirskininu "þetta" eða "það". Þið verðið bara að lesa á milli lína og giska.
Góða ferð.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Já þetta var nú bara fín helgi. Sérstaklega laugardagskvöldið. Laugardagskvöldið var eiginlega bara fullkomið. Byrjaði með góðum mat hjá Sunnevu og Heiði svo fórum við á Hjálma. Eftir það lá svo leiðin á Sirkus. Þar dansaði ég frá mér allt vit. Ég held ég hafi líka skemmt mér svona vel því ég var í kjól og fannst ég vera alveg rosa fín. Það var líka mjög gaman að láta kjólinn sveiflast í hringi. Svo var ég líka edrú sem er nú alltaf gaman :)
Í gær fann ég húsmóðurgenið í mér. Ég fór í bónus og þreif íbúðina og bakaði bollur og bauð góður fólki í kaffi. Allt saman alveg voðalega yndislegt.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Mikið óskaplega er mikið af hlutum sem ég nenni ekki að standa í lengur. Ég vildi að ég gæti restartað. Það er víst ekki í boði í alvöru lífinu, enda væri það væntanlega ofnotað ef það væri hægt. Eins og allt annað.
Vinna bar í gær. Mikið af fólki. Saknaði þó fólks sem ég hefði viljað sjá. Annars var þetta bara eins og venjulega. Mismikil ölvun sem beintengdist við mismikinn dónaskap. Get ekki sagt að nokkur maður hafi slegið í gegn með skemmtilegheitum. SVona er Marta nú hress í dag.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Mánaðaramót!
Sit hér og bíð eftir að bankinn hringi í mig og segji mér hversu marga metra af skít ég þarf að klífa til að sjá út úr augum.
Hjálpi mér allir heilagir. Simareikningurinn er 3x hærri heldur en ég hélt!!! Ég get nú sagt ykkur það að ég hélt ekkert að hann væri neitt lár. Jæja ég get farið að búa mig undir helvíti. Úff...
Jæja ég get verið glöð yfir því að eiga ekki bíl eða íbúð til að skulda peninga yfir. Nei.. kannski ekki. Árans fjárans er eiginlega það eina sem mér dettur í hug.
Kannski bankinn verði góður við mig.
Sendið mér góða strauma ég mun svo innilega þurfa á þeim að halda. Þið megið líka alveg gefa mér peninga ef þið viljið. En bara ef þið viljið.
grenj.