föstudagur, febrúar 25, 2005

Helv.. danskurinn!
Í gær mættum við manni sem enginn bjóst nokkurna tíma við að sjá. Hann var fjári myndarlegur en skapaði mikið uppþot, bæði hjá mér og vinkonum mínum. Ég hljóp fyrir næsta horn en þær hölluðu sér uppað vörubíl og grófu upp myndavélasíma. Það eina sem hafðist samt uppúr því krafsi var að nú höfum við það skjalfest að hann á fallegt arbandsúr :)
Eftir þetta hófst umsátur um heimili hans. Meðan umsátursmenn(konur) rétt skruppu til að sækja myndavél, þá fór maðurinn. Sem betur fer kom hann aftur heim til sín en þá vildi ekki betur til en að aðeins ein manneskja var til að sitja um hann og hún fór í svo mikið fár að þegar hún ætlaði að taka mynd, krjúpandi í felum bak við bíl, þá gat hún ekki kveikt á myndavélinni. Eftir mikið fum og fát tókst manneskjunni að kveikja á vélinni og taka mynd. Þegar farið var að skoða myndina kom í ljós að myndin var af lokaðri hurð.
Við vitum þá allavega núna að hann er til og að hann kemur stundum heim til sín. Við vitum líka hvernig bíl hann á. Kannski myndin komi næst.

Engin ummæli: