mánudagur, febrúar 14, 2005

Í dag gerðist margt og mikið.
Tvær litlar manneskju komu í heiminn. Pínulítil stelpa og aðeins stærri strákur. Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt saman er að stelpan átti að fæðast í lok apríl og strákurinn í mars og mæður þeirra eru systur. Lífið hefur alveg sérstakt lag á að koma manni á óvart :)
Ég sá myndir af stelpunni og hún er MJÖG lítil, blessað barnið. Tæknin í dag er samt svo ótrúlega að það þarf varla að hafa áhyggjur af litlu manneskjunni. Hún mun vaxa og dafna og læra að elska lífið.
æji já .. hvað getur maður sagt. Stundum er ekkert að segja.
Yfir

Engin ummæli: