þriðjudagur, apríl 25, 2006Svona er nú ljómandi notalegt að vera í Færeyjum. Sitja saman í stofunni og borða epli og vera til.
Lífið er svo sannarlega ljúft. Ef ég hefði farið til Færeyja með fjölskyldu minni fyrir tveimur árum þá hefði ég dáið úr leiðindum. Núna er þetta bara búið að vera dásamlegt og notalegt. Gaman að geta bara verið með Hirti og fjölskyldunni og ekki þurfa að hugsa um neitt annað. Finnst ég hafa fengið pásu frá heiminum í mánuð. Held það hafi bara gert mér mjög gott. En nú komum við heim á föstudaginn og það verður líka mjög fínt. Bæði betra. Vildi samt að ég gæti tekið Færeyjar með til Íslands eða Ísland með til Færeyja. Gæti alveg búið í Fríslandseyjum.
Góða nótt.

sunnudagur, apríl 23, 2006

Loksins kom einkunnin, seint í gærkvöldi.
Það er ekki að spurja að því. Fékk 8 :)
jibbíjei og júbbídú :)
Sumarfrí heheheheheheheheeheheh

laugardagur, apríl 22, 2006

Ég var ekkert að stressa mig yfir að fá einkunnir úr heimaprófinu. Ekki fyrr en ég fékk email frá kennaranum sem í stóð:"þið fáið svo einkunnir úr heimapófinu á morgun eða laugardag.. ". Þarf að taka það fram að ég er búin að vera með hnút í maganum síðan í gærmorgun?!??!
Þarf kannski heldur ekkert að taka það fram að helv.. einkunin er ekki ennþá komin.
Sem sárabætur át ég yfir mig af pizzu í kvöld og drakk of mikið jolly.
Til fróðleiks er Jolly "kók" Færeyinga. Sunneva sagði mér að Færeyjar væru eitt af fáum(ef ekki bara eina ) löndum þar sem kók er á markaði en er ekki ríkjandi. Hér drekka allir bara sitt Jolly. Enda er það miklu betra en kók.
Jæja kominn tími til að kíkja aftur á póstinn ....

fimmtudagur, apríl 20, 2006


Hvað segiði.. eigum við að fara að keypa kók? Hef sjaldan hugsað eins oft til hans og síðan ég kom hingað, enda svona áminningar útum allt. Eigið góðan dag og gleðilegt sumar :)

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Mjóir vegir...
Í dag fórum við í bíltúr um eyna. Matthías Hjörtur varð reyndar eftir heima ásamt ömmu sinni og Patreki. Hann er því miður ekkert svo skemmtilegur í bíl, blessaður ljúfurinn.
En við hin (Björgvin, Guðjón, Sigrún og Rut) ókum til Súmba. Súmba er syðsti bærinn á Suðurey og þar með syðsti bærinn í Færeyjum.
Á leiðinni sáum við líka aðra bæi. En í Færeyjum er allt fullt af litlum sætum bæjum/þorpum. Við stoppuðum hjá Vágum og skoðuðum magnað brim. Svo keyrðum við gamlan veg yfir fjall. Vegurinn var hálf-breiður og MJÖG bratt niður. Ég lifði það þó af með því að halda mér fast í öryggisbeltið og anda djúpt í beygjum.
Merkilegt þykir mér að í Færeyjum (amk Suðurey) virðist ekki skipta máli hversu lítill bærinn er, allir státa þeir af svaka fínum gervigrasvöllum.
Með færslunni set ég mynd af Súmba (nokkur hús) og glæsilega gervigrasvellinum þeirra. Séð ofan af fjallinu.
En ég hef líka sagt frá því áður að hér rölta kindur útum allt. Einn maður sagði mér að hér væru kindurnar álíka heilagar og beljur á Indlandi.
Rétt við Vága fórum við og skoðuðum rosalega vík/brimgarð/strönd (veit ekki hvað svona kallast). Þetta er líka gamall lendingarstaður fyrir báta, það er enná steypt renna sem liggur niður í sjó. Hverngi hægt var að komast þarna á árabátum skil ég alls ekki en þetta var allt saman óskaplega fallegt.
Hils...
ps myndadótið í blogger er eitthvað bilað svo það koma bara linkar á myndirnar ;)

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Hvernig má það vera að hafragrauturinn hér og rúsínurnar eru allt öðruvísi á bragðið en heima?

mánudagur, apríl 10, 2006

Fyrsta fréttin í útvarpinu áðan var að vatnið í Tvöroyri væri sérlega eitrað. Heilbrigðiseftirlitið gerði víst athugasemt við þetta í nóvember og bað um að ráðin yrði bót á þessu. Enn hefur víst ekkert verið gert í málunum.
Mælst er til þess að fólk sjóði allt vatn áður en þess er neytt.
Við mæðgin erum búin að drekka þetta vatn með bestu lyst síðan við komum eða í eina viku!!! Ég er sem sagt búin að vera að eitra fyrir saklausu barninu. Ég er einmitt búin að vera að dásama þettga íííískalda, ljómandi góða vatn.
Hér eftir fær Hjörtur bara soðið vatn. Ég mun hins vegar halda áfram að drekka skítuga vatnið, amk þangað til ég kenni mér meins.
Einhvern tíma í kringum 1987 varð ógurlegt mál á Ísafirði því vatnið var svo skítugt að allir áttu að sjóða það áður en það yrði drukkið.
Þá var ég búin að drekka það í mörgn ár... Hef þess vegna trú á því að maginn minn sé öllu vanur.
Jæja Þórshöfn í fyrramálið, þarf að vakna kl 6.
Góða nótt.

sunnudagur, apríl 09, 2006
Við og Færeyjar

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég held að að vera í Færeyjum sé svolítið eins og að vera útlendingur á Íslandi. Allir eru svo litlir og skrýtnir og tala lítið skrýtið mál. Svo er það veðrið.... jimundur! Veðrið hér er MUN dyntóttara en veðrið á Íslandi. Í morgun fór ég í göngutúr, þá var smá snjómugga en bjart yfir og allt hvítt. Í hádeginu setti ég Matthías Hjört útí vagn og þá var sól og rok en ennþá snjór yfir öllu. Smástund síðar var komið él. Um 3leytið fórum við mamma í búð. Ég þorði ekki að keyra ein vegna þess að það var hálka og við á sumardekkjum. En viti menn! Þegar við komum út var allt orðið autt og sól úti!!!
Núna er rok og snjókoma.
Maðurinn sem ber út póstinn reyndi að tala við mig í morgun. Ég varð voða feimin en náði samt að stynja út úr mér "hej" svo fór ég bara í panik. Skildi svo að hann var að tala um veðrið. Þá tókst mér að segja "líka á Íslandi".

Annars er ég búin að skemmta mér við að lesa
þetta.
Ótrúlega fyndið að lesa sápuóperu.

Brooke játar fyrir Deacon að hún beri sterkar tilfinningar til hans en geti ekki verið með honum því hann sé tengdasonur hennar. Zende, kjörsonur Kristin, kynnist afa sínum, Eric Forrester.

Sally reynir að fleka Massimo og tekur sporið við lagið „Mustang Sally“ en hann stenst freistinguna. Stephanie kemur Massimo til hjálpar og þau kyssast. Stephanie segir Eric að hún hafi farið á skrifstofu Massimos því hún hafi verið afbrýðisöm út í Sally. Stephanie og Massimo kyssast aftur. Ridge kemur að þeim en gerir þeim lífið ekki mjög leitt.

Thorne eltir konu um götur Portofino. Honum þykir hún óþægilega lík Macy en hún er dáin. Hann eltir hana að vita og hún segist vera Macy. Hún sé ekki dáin heldur hafi hún verið í felum á Ítalíu. Hún hafi ekki dáið í bílslysinu. Faðir hennar hafi bjargað henni, farið með hana til Ítalíu og hjálpað henni að ná bata. Þarna hafi hún hafið nýtt líf í friði, fjarri Thorne og Forrester-fólkinu. Hún hafi átt í ástarsambandi við stjórnsaman Ítala, Lorenzo. Hann eigi lítið veitingahús þar sem hún hafi sungið fyrir gestina. Það kemur mjög flatt upp á alla að Macy skuli enn vera á lífi.

ok nú skal ég hætta... þetta er bara svoooo sniðugt!

Heils frá Færeyjum.

þriðjudagur, apríl 04, 2006


Jahá!
Þá erum við mæðgin bara lögst í ferðalög og komin í faðm fjölskyldunnar í Færeyjum! Alveg hreint magnað! Það er alveg eins og við séum útí sveit á Íslandi en samt alls ekki.
Um leið og maður les eitthvað eða fólk segir eitthvað þá verður maður eins og álfur út á hól. Allir líta út eins og íslendingar en tala eins og... jah Færeyingar ;)
Hér eru göturnar svo mjóar að það er varla hægt að mæta barnavagni, hvað þá bíl! Fórum niðrí bæ áðan. Það er tæplega 20 mín labb m.a. niður mjög bratta brekku. Í brekkunni var ekki gangstétt heldur malkbikaður kindastígur meðfram einhvers konar læk/á.
Svo eru næstum því engar gangstéttir. Hjartað í mér hoppar í hvert skipti sem ég heyri í bíl, vona að fólk hér keyri almennt varlega.
Annars er þetta allt voða notalegt. Ekkert nema brekkur og kindur og rólegheit. Við sváfum vel og nú sefur Hjörtur eins og steinn úti með kindunum. Vona að þær reyni ekki að eta vagninn.
Hitti Sunnevu í smástund í gær, rétt áður en við yfirgáfum Þórshöfn. Það var gaman. Stefni á að kíkja aftur til hennar síðar.
Ég efast ekkert um að hér verði mjög notalegt að vera.