mánudagur, apríl 10, 2006

Fyrsta fréttin í útvarpinu áðan var að vatnið í Tvöroyri væri sérlega eitrað. Heilbrigðiseftirlitið gerði víst athugasemt við þetta í nóvember og bað um að ráðin yrði bót á þessu. Enn hefur víst ekkert verið gert í málunum.
Mælst er til þess að fólk sjóði allt vatn áður en þess er neytt.
Við mæðgin erum búin að drekka þetta vatn með bestu lyst síðan við komum eða í eina viku!!! Ég er sem sagt búin að vera að eitra fyrir saklausu barninu. Ég er einmitt búin að vera að dásama þettga íííískalda, ljómandi góða vatn.
Hér eftir fær Hjörtur bara soðið vatn. Ég mun hins vegar halda áfram að drekka skítuga vatnið, amk þangað til ég kenni mér meins.
Einhvern tíma í kringum 1987 varð ógurlegt mál á Ísafirði því vatnið var svo skítugt að allir áttu að sjóða það áður en það yrði drukkið.
Þá var ég búin að drekka það í mörgn ár... Hef þess vegna trú á því að maginn minn sé öllu vanur.
Jæja Þórshöfn í fyrramálið, þarf að vakna kl 6.
Góða nótt.

Engin ummæli: