sunnudagur, nóvember 26, 2006

Stundum finnst mér eins og hausinn á mér sé að breytast í bók.
Til dæmis núna.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Takk fyrir afmæliskveðjurnar :)
Gaman að eiga afmæli.
Alltaf að læra.
Í dag var ég að spá í að heimsækja Drífu. Svo komst ég að því að ég hafði engan tíma til þess. Svo ég ákvað að hringja bara í hana í staðinn og tala við hana á meðan ég labbaði heim, nýta tímann sko. Svo kláraðist inneignin og Drífa hringdi í mig.
Svo rankaði ég við mér tveimur tímum, mörgum sögum og hálfri lifrarpylsu seinna.
Eins gott að ég fór ekki í heimsókn til hennar.
Hils..

laugardagur, nóvember 11, 2006

Heima ein á laugardagskvöldi.
Búin að læra slatta í dag, las endalaust af greinum um heilbrigði fólks í tengslum við kyn, aldur og stéttir. Æsispennandi.
Næst á dagskrá er efnafræði. En fyrst pása til 21.
Svona eru dagarnir mínir. Mér líður illa ef ég fer útúr húsi því þá finnst mér ég vera að sóa tíma. Prófin nálgast. Sem betur fer, því þá fer þetta stress að verða búið.
Það er alveg farið að sjást á nemendum að við erum öll orðin stressuð. Það liggur við að fólk feli glósurnar sínar. Fólk hvíslast á og þeir sem eru í félagi launa samanrúlluðum glósublöðum sín á milli í frímínútum. Flestir eru farnir að borga heilu og hálfu handleggina fyrir aukatíma af einhverju tagi, sumir vilja ekki gefa upp hvað þeir eru í mörgum aukatímum.

Sálfræðikennarinn tapaði sér á föstudaginn yfir því að við værum enn einu sinni að spyrja um glærur sem áttu að vera komnar á netið í september. Æsti sig alveg merkilega mikið yfir því hvernig
við gætum endalaust pirrað hana á því að vera að spyrja um þetta. Æpti svo upp yfir sig að það væri nú engin lög sem segðu til um það að kennurum bæri skylda til að setja glærur á netið.
Mér fannst þetta alveg stórmerkileg heðgun af kennara, svo ég tali nú ekki um sálfræðikennara, sem var að byrja tíma. Í tímanum kenndi hún okkur svo allt um álagshegðun og hvernig fólk bregst við álagi. Þóttist vera ógurlega fróð og talaði mikið um hvernig meðferðir hún væri að veita fólki á Lsp.
Mig langaði dálítið til að fara að hlæja. g

Mér dettur aldrei í hug að hitta neinn eða hringja í neinn. Ég hef bara alveg ofsalega lítinn tíma.
Ég er samt alveg til í að hitta fólk öðru hvoru, en ég verð að skipuleggja það með fyrirvara.
Hef ekki gott af spontant ákvörðunum og það fer of mikill tími til spillist ef ég er alltaf að kíkja hingað og þangað til að gera hitt og þetta.
Vona bara að öll þessi vinna skili sér í ásættanlegum árangri.
Jæja.. Lífræn efnafræði..
Hils. Marta

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Bráðavaktin.
Loksins gerðist það. Abby er ólétt og hún og Luka ætla að lifa hamingjusöm til æviloka. Ég vona bara að það gangi vel hjá þeim.
Ég mundi samgt segja að það væri óhappa að eignast börn í bráðavaktinni. Hver man ekki eftir Benton, hann eignaðist barnið sitt allt of snemma og hann varð heyrnarlaus, sko barnið, ekki Benton. Svo varð hann skotin í konu sem var með HIV og átti brjálaðan eiginmann (eða eitthvað svoleiðis).
Svo var það Green sem var voða hamingjusamur með Elisabeth, þau eignuðust barn en þá fékk hann heilaæxli og dó. Svo maður tali nú ekki um hina dótturina, hún fór svo illa útur því þegar Green og frú fyrrverandi skildu að hún var orðin eiturlyfjaneitandi um 12 ára. Svo passaði hún ekki nógu vel uppá pillurnar sínar og litla barnið át e-pillu!
Svo varð það Kerry, hún er náttúrulega samkynhneigð og fúl og pirruð kelling. Loksins eignaðist hún kærurstu og kærastan varð ólétt. Svo kom barnið og allir voða happý.
Auðvitað beið óhaminjan handan við hornið. Kærastan dó og ættingjar hennar reyndu að taka barnið af Kerry, aumingja Kerry.
Svo er hún núna að verða ennþá meira veik í mjöðminni. Einmitt þegar litli strákurinn hennar er fairn að labba útum allt
Ég var næstum því búin að gleyma honum Dr. Carter. En hans barneignir fóru á versta veg og hann er bara ennþá í Afríku að reyna að tala við konuna sína.
Hey já .. og svo fyrir löngu voru hjúkkan Hathaway og Dr. Doug, þau eignuðust tvíbura en Dr. Doug meikaði það ekki og fór frá henni þegar hún var ólétt, hún gat náttúrulega ekki verið einstæð hjúkka með tvíburana svo hún flutti, minnir meira að segja að hún hafi elt Doug eitthvað útí buskan.
já.. ég vona að allt gangi vel hjá Abbý og Luka. Þau eru bæði svo sæt og góð.

hils Bráðavaktaraðdáandinn.