fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Bráðavaktin.
Loksins gerðist það. Abby er ólétt og hún og Luka ætla að lifa hamingjusöm til æviloka. Ég vona bara að það gangi vel hjá þeim.
Ég mundi samgt segja að það væri óhappa að eignast börn í bráðavaktinni. Hver man ekki eftir Benton, hann eignaðist barnið sitt allt of snemma og hann varð heyrnarlaus, sko barnið, ekki Benton. Svo varð hann skotin í konu sem var með HIV og átti brjálaðan eiginmann (eða eitthvað svoleiðis).
Svo var það Green sem var voða hamingjusamur með Elisabeth, þau eignuðust barn en þá fékk hann heilaæxli og dó. Svo maður tali nú ekki um hina dótturina, hún fór svo illa útur því þegar Green og frú fyrrverandi skildu að hún var orðin eiturlyfjaneitandi um 12 ára. Svo passaði hún ekki nógu vel uppá pillurnar sínar og litla barnið át e-pillu!
Svo varð það Kerry, hún er náttúrulega samkynhneigð og fúl og pirruð kelling. Loksins eignaðist hún kærurstu og kærastan varð ólétt. Svo kom barnið og allir voða happý.
Auðvitað beið óhaminjan handan við hornið. Kærastan dó og ættingjar hennar reyndu að taka barnið af Kerry, aumingja Kerry.
Svo er hún núna að verða ennþá meira veik í mjöðminni. Einmitt þegar litli strákurinn hennar er fairn að labba útum allt
Ég var næstum því búin að gleyma honum Dr. Carter. En hans barneignir fóru á versta veg og hann er bara ennþá í Afríku að reyna að tala við konuna sína.
Hey já .. og svo fyrir löngu voru hjúkkan Hathaway og Dr. Doug, þau eignuðust tvíbura en Dr. Doug meikaði það ekki og fór frá henni þegar hún var ólétt, hún gat náttúrulega ekki verið einstæð hjúkka með tvíburana svo hún flutti, minnir meira að segja að hún hafi elt Doug eitthvað útí buskan.
já.. ég vona að allt gangi vel hjá Abbý og Luka. Þau eru bæði svo sæt og góð.

hils Bráðavaktaraðdáandinn.

Engin ummæli: