mánudagur, desember 27, 2004

Hjördís heimtar meira slúður...
Það er af svo miklu að taka að maður bara veit ekkert hvar á að byrja. Humm.. Sumt er samt svo djúsí að það er ekki hæft til birtingar á alnetinu.
Sá Kiefer Sutherland. Æsispennadi

miðvikudagur, desember 22, 2004

jamm og jæja.
ég er víst byrjuð í nýrri vinnu. Mér finnst sú vinna alveg hundleiðinleg verð ég að segja. Ég er að vinna frá 8-17 og það má ekki reykja í vinnuni!!! Ég get nú alls ekki sagt að ég sé mjög hress með það. Læt mig nú samt hafa það þar sem ég ætla bara að vera í þessari vinnu í tvær vikur. Veit samt ekki alveg hvað ég mun gera eftir það ... en ég mun finna e-ð, er meira að segja búin að fara í tvö viðtöl og ætla að sækja um á einum stað í fyrramálið. Ég er eiginlega alveg viss um að ég á eftir að enda með að vera með alltof mikla vinnu. Bla bla bla djöfull er þetta leiðinlegt.
Það kom eitthvað undarlegt upp í mér þessa helgina og ég nennti hreinlega ekkert að vera á barnum. Sat bara heima og dofnaði upp.
Þessir heilögu eru alltí einu ekkert svo heilagir lengur. Því fleiri bjórar því minni heilagleiki, það gerir dæmið samt bara skemmtilegra.
Helga gerir góða kókossúpu

föstudagur, desember 17, 2004

svona er nú stundum gaman að vera ég!!!


Þessi kisa er ótrúlega sæt. Það er engum vöfflum að fletta með það :)
shitt, fokk ... ég á engan pening !!!

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ég ætla að vera sammála Soffíu. Ég er algjörlega á móti því að sýna fótbolta á skjá einum á nóttunni. Það er mjög leiðinlegt.
Annars hef ég það bara fínt. Sama verður ekki sagt um sjálfið mitt sem þykist vera í skóla. Það sjálf er í rjúkandi rúst. En jæja ... maður verður að klára það sem maður byrjar á.
Ég komst líka að því að það er betra að laga planið að mér heldur en að laga mig að planinu. Þannig að ég bjó bara til nýtt plan sem ég get fullkomnlega staðið við án þess að leggja neitt á mig sem mér finnst leiðinlegt. Já það þykir mér notalegt.
Annars hef ég það mjög notalegt núna. Mér er dálítið kalt á puttunum en það er nú ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég er með kaffi, sígó, tölvu og góða tónlist.
Njóti þessa alls. Ekki gleyma...

sunnudagur, desember 12, 2004

Stundum, eiginlega oft, er gaman að vera til. Það er gaman núna.

föstudagur, desember 10, 2004

hmmmm....
Hvað getur maður svo sem sagt?

föstudagur, desember 03, 2004

Hmpf.
Jæja, ætti ég að byrja á þessu núna? Nei, fyrst þarf ég að hella uppá kaffi, drekka kaffið, reykja eina sígó og kannski pissa.
Ok, búin að þessu öllu, best að setjast niður og byrja... Nei það er ekki alveg nógu gott karma í herberginu. Kannski það sé best að ryksuga aðeins. Já það er góð hugmynd. Fyrst ég er byrjuð að ryksuga þá er eins gott að þrífa eldhúsið líka. Já kannski þarf líka að þurrka af, vökva blómin, skreyta fyrir jólin. Hmmm... er leiðarljós að byrja? Já, ég horfi á það og byrja svo.
Leiðarljós búið, nú er ég svöng. Langar ekki í ristað brauð. Kannski er góð hugmynd núna að elda góða matinn sem ég eldaði ekki þegar ég átti afmæli. Það tekur bara smá stund, já geri það.
3 tímum síðar. Æji nú er ég svo södd að ég get ekkert byrjað á þessu strax. Horfi á einn þátt í tv og byrja svo. Já, það er besta hugmyndin.
Nokkru síðar. Æji, klukkan er orðin svo margt að dagurinn er eiginlega búin. Kannski ég fái mér einn bjór, get hvort sem er ekki byrjað á þessu í dag, tekur sig ekkert að byrja svona seint.
Já, ég læri á morgun.
Batnandi mönnum er best að lifa, er það ekki?