þriðjudagur, desember 14, 2004

Ég ætla að vera sammála Soffíu. Ég er algjörlega á móti því að sýna fótbolta á skjá einum á nóttunni. Það er mjög leiðinlegt.
Annars hef ég það bara fínt. Sama verður ekki sagt um sjálfið mitt sem þykist vera í skóla. Það sjálf er í rjúkandi rúst. En jæja ... maður verður að klára það sem maður byrjar á.
Ég komst líka að því að það er betra að laga planið að mér heldur en að laga mig að planinu. Þannig að ég bjó bara til nýtt plan sem ég get fullkomnlega staðið við án þess að leggja neitt á mig sem mér finnst leiðinlegt. Já það þykir mér notalegt.
Annars hef ég það mjög notalegt núna. Mér er dálítið kalt á puttunum en það er nú ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég er með kaffi, sígó, tölvu og góða tónlist.
Njóti þessa alls. Ekki gleyma...

Engin ummæli: