föstudagur, desember 30, 2005



Hvernig er þetta bara hægt...

miðvikudagur, desember 28, 2005


Gleðileg jól


Búin að borða á mig gat, fara í göngutúra og lesa. Ljómandi notalegt. Líka gaman að hafa svona margar aðstoðarhendur við að halda á barninu.

Jólagjafirnar voru frábærar. Gaman að eiga nýtt barn þá fær maður að opna svo mikið af pökkum. Held ég hafi ekki fengið að opna svona marga pakka síðan áður en ég fermdist. Jólin eftir að ég fermdist fékk ég grunsamlega fáa pakka en þeim mun fleiri jólakort sem hófust á orðunum:"nú ert þú orðin svo stór að þú færð bara kort frá okkur... ". Þegar ég svo varð 18 þá fékk enn þá fleiri svona kort. Það var smá biturleiki í smátima en nú er mér algjörlega sama. Ef ég fæ eina bók þá er ég sátt. Mér er farið að finnast jólakortin mun skemmtilegri en pakkarnir. Sérstaklega ef það eru kort með mynd.
Ég er víst orðin fullorðin.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Eitt ár.
Á þessum degi fyrir ári síðan kom Soffía í kaffi til mín í Frostaskjólið. Ég man ég sat í appelsínugula stólnum/sófanum og Soffía sat á móti mér í hinum sófanum. Eftir smá spjall ákvað ég að láta í ljós áhyggjur mínar: "Soffía, ég er ekki byrjuð á túr". Soffía var nú ekki lengi að redda þessu. Skipaði mér útí bíl og heim til hennar að pissa á prik. Síðan hefur veröldin ekki verið söm.

Ég man ég sat uppi á eldhúsbekknum og sagði: "ég er að fara að eignast barn".
Ég man að eftir að mesta sjokkið var liðið hjá hringdi ég í Helgu og sagði henni að mér væri nokk sama hvað hún væri að gera, hvort hún væri með Madonnu í heimsókn eða ekki, hún ætti að kasta öllu frá sér og fá mig í heimsókn. Þegar hún kom til dyra stóð ég með prikið í hendinni og rak það framan í hana.
Við hringdum í Heiði og sögðumst vera með svaka fréttir handa henni. Hún ætlaði ekki að nenna að koma en kom eftir að við höfðum sannfært hana um að hún vildi heyra það sem við hefðum að segja. Hún kom að lokum og andlitið hennar datt hér um bil af þegar umrætt prik var rekið framan í hana.
Við sátum svo heima hjá Helgu og gripum andann á lofti.
Þennan dag komu líka Steini og Siggi í kaffi. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar en allann tímann var ég að hugsa: "ég er ólétt, ég er ólétt, ég er ólétt" Um leið og þeir fóru út sprungum við Helga.
Þetta var ótrúlegur dagur.
Þá var Hjörtur á stærð við hrísgrjón. Núna er hann fullkomið barn.
Já.. tímarnir hafa svo sannarlega breyst.

miðvikudagur, desember 21, 2005



Bráðum koma blessuð jólin og ég er orðin æsispennt. Þetta er í fyrsta sinn sem ekkert fer í taugarnar á mér í sambandi við jólin. Ég hlakka bara til.
Í gær fór ég í eftirskírnarveislu og borðaði fullt af dásamlegum kökum. Í dag fór ég í útskriftarveislu og át ennþá meira af kökum. Nú er ég búin að ákveða að borða ekkert hollt á þessu ári. Kannski smá smjösteikt grænmeti í formi meðlætis. mmmmm...
Annar gengur jólaundirbúningur bara vel. Búin að skrifa og senda slatta af kortum og er MJÖG stolt af mér. Nú á ég bara eftir að kaupa nokkrar gjafir og svo bara bíða spennt.




föstudagur, desember 16, 2005



Ótrúlegt að ég skuli vera svona heppin ...
Hann er það laaaaang besta sem ég hef lent í :)

þriðjudagur, desember 13, 2005

Í gær hugsaði ég: " á morgun ætla ég ekki að borða neitt óhollt".
Það virkaði næstum því. Nema... Ég fór til Óskar í vinnunna og fékk mér pizzusneið og kók. Fór svo til Helgu og fékk mér pönnsur með rjóma og eina með sykri. Drakk kaffi með. Fór svo til Drífu og borðaði kjúklingabollur og hrísgrjón og drakk skrilljón kókglös..
Getur einhver komið auga á allann holla matinn sem ég borðaði?
Á morgun ætla ég bara að borða óhollt.

Síminn hringir
H:"Halló"
G:"viltu koma að sækja mig?"
H:"Æji ég get það ekki ég er heima að borða pönnukökur".

hnjé hnjé ...

mánudagur, desember 12, 2005



Í morgun fór ég á fætur. Fékk mér hafragraut og sinnti syni mínum.
Á eftir fer ég að sofa. Þarna á milli gerðist voðalega lítið. Ég borðaði allt óholla draslið sem ég keypti í Bónus. Komst að því að euroshop saltsnakk er bara gott. Paprikusnakkið var nebbla svo vont.
Interesting...

fimmtudagur, desember 08, 2005


Sonur minn virðist vera að breytast í mömmustrák með meiru. Finnst alltí einu ómögulegt að sofa annars staðar en í mínu rúmi. Allt annað er bara rugl. Ég skildi svo sem að hann vildi ekki vera í vöggunni lengur en ég er núna komin með rimlarúm svo í kvöld átti það bara að vera harkan sex. En greyið grét svo mikið að ég leyfði honum að sofna í mínu rúmi og færði hann svo.. Hann virtist vera sáttur við það svo ég leyfði mér að horfa á sjónvarpið og hengdi svo þvott á snúrur. Meðan ég var á svölunum heyrði ég kunnulegt hljóð. Júmm lille mann vaknaður og alveg svakalega móðgaður. Ekki lengur í mjúka stóra mömmurúmi. Ég ákvað að hann yrði nú bara að sofna aftur í sínu rúmi. Hann var fúll og pirraður en sá samt ekki ástæðu til að opna augun, þar lá vonarneistinn minn. En hann var samt ansi seigur. Vildi ekki sofa. Bara alls ekki. Endaði með því að ég brá að það ráð að sækja koddann minn og leggja hann fyrir ofan höfuðið á honum. Ég held að ég hafi kannski blikkað hálft blikk og drengurinn var sofnaður. Alveg steinsofnaður. Hefur varla heyrst í honum síðan. Ég heyrði uml áðan en þá var hann bara að bora hausnum lengra inní koddann. Veit samt ekki hvort ég á eftir að sofa vel...

þriðjudagur, desember 06, 2005

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


best að vera með ...

Annars er það helst í fréttum að ég fór til tannlæknis í dag. Hef ekki farið til tannsa síðan í febrúar 2001. Er búin að vera með hnút í maganum yfir þessari heimsókn og var farin að sjá fyrir mér fúlgurnar sem ég þyrfti að æla upp til að borga fyrir fallega brosið mitt. En viti menn ég er ekki með neina skemmd!!!!! ekki eina einustu. Tannsi bara skoðaði og tók myndir og kroppaði eitthvað og svo bara búið bless koddu aftur eftir ár :) Hann sagðist meira að segja ekki sjá neina ástæðu til að losa mig við nýkomna endajaxla og þessir tveir barnajaxlar sem ég er með eru bara í fínu standi :) Þetta kostaði mig "bara" 8700kr. Núna er ég óendanlega stolt af tönnunum mínum. Finnst eins og ég sé með bestu tennur í heimi. Bestu tennurnar og ofurmannlegt ónæmiskerfi. Það er ég . Vona að þessir eiginleikar lifi áfram í afkæmi mínu þá sé ég fram á töluverðan sparnað á komandi árum.
Vú hú :)

laugardagur, desember 03, 2005


Ég elska röndótt. Þar sem ég lít út eins og rúllupylsa í röndóttu þá fæ ég útrás á barninu. Ég var svo heppin að hann fékk grænröndótta peysu og sokka í skírnargjöf, fyrir átti hann eins grænröndóttar sokkabuxur. Á mánudaginn fór ég í búð og keypti grænröndóttan smekk í stíl. Í fyrradag fór ég í sömu búð og keypti röndóttan galla, gulan og bláan.
Nú liggur hann á maglita leikteppinu, í gallanum, með smekkinn. jííí
Á meðan borðar mamman seríos.
Í gær pantaði ég mér kínamat í tilefni af mánaðrmótunum. Slurp...
Við heimsóttum líka Helgu og co. Svei mér þá ef Matthías Hjörtur stækkaði ekki bara um helming við að hitta minnsta manninn. Gaman gaman.
Í dag ætlum við í afmæli til Svölu. Hressandi. Annars er takmarkið að hanga bara inni. Reyni kannski að borða kínamats-afganga.
þangað til næst :)

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Í dag kom í heiminn lítill strákur. Óskabarn allra. Ég óska Gríshildi, Skröggi, Grísastelpu og öllum hinum til hamingju með nýja lífið.
Húrra!
Húrra!
Húrraaaaaaa!!!!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Horfði á fréttirnar á stöð 2 áðan. Það var frétt um einhverja stráka sem höfðu ákveðið að stríða einhverjum útigangsmanni. Hann var á hjóli og hljólaði fram hjá þeim í rólegheitum en þeir hlupu á eftir honum og helltu fyrst yfir hann vatni úr fötu og skelltu síðan hveiti yfir. Helltu meira að segja yfir hausinn á manninum.
Þetta tóku þeir upp á myndband og settu á heimasíðuna sína. Sögðu svo "þetta var bara einhver róni". Skellihlógu svo að öllu saman.
Ég næ ekki upp í nefið á mér, hoppa hæð mína í loft upp og það detta af mér allar dauðar lýs.
Hvernig dettur fólki í hug!!!! Hvernig geta þeir verið svona vondir!!! Þetta er bara að vera vondur við fólk!!!
Hér með nota ég alnetið til að lýsa yfir fyrilitningu minni á svona hegðun og fólki sem hana stundar!!!!
Ég vona heitt og innilega að þeir skammist sín. Ég vona líka að einhver skammi þá.
Ég á bara ekki eitt einasta orð...
Kannski er ég úber viðkvæm en ég fæ bara sting í hjartað yfir því að fólk geti verið svona vont.
Get ekki hætt að hugsa um aumingja kallinn sem átti þetta ekki skilið.
URG!

föstudagur, nóvember 25, 2005



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.



Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?

he he ...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005




7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
... æji ég meika ekki þetta klukk. Nenni ekki að hugsa svona mikið. Kannski geri ég þetta eftir áramót þegar ég er í skóla og þarf hvort sem er að vera að hugsa allann daginn. Núna er ég föst í að hugsa bara um minn einkason. Allt sem ég get hugsað um snýst að einu eða öðru leiti um hann og þetta klukk yrði bara leiðinlegt raus um hvað ég ætla að gera fyrir hann og hvað hann er frábær, bestur, sætastur, skemmtilegastur og svo framvegis.
Heyrði einhvers staðar að til væri hugtak sem heitir "brjóstagjafarþoka". Ég þjáist af brjóstagjafaþoku. Var ekki líka rannsakað að eitthvað breytist í framheila kvenna eftir fæðingu barna sem veldur því að þær geta ekki um annað hugsað en blessað barnið?!?!
Matthías Hjörtur er líka svo frábær gaur að það er ekkert hægt að hugsa um neitt annað...

Allavega tölvan er búin í viðgerð og er næstum því eins og ný. Held samt að hún sé ekkert alveg í lagi, sumt virkar ekki alveg eins og ég held að það eigi að gera. Ætla samt að bíða fram yfir helgi með að fara með hana aftur.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ég naut dagins. Hjördís bauð mér í mat og passaði svo fyrir mig meðan ég kíkti á barinn. Það var dáldið skrýtið að koma þangað. Það var eins og ég hefði aldrei farið og mér fannst eiginlega eins og barnið mitt heima væri bara draumur...

Yfir...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Var að hugsa um að taka til svo ég mundi vakna í skínandi hreinni íbúð á morgun. njeee... veit ekki ...
Fór með bumbukonunni í Ikea i gær. Kannski betra að segja að hún hafi farið með mér í Ikea. Ég gerði að sjálfsögðu kjarakaup á fullt af drasli sem ég nauðsynlega þurfti að eignast. Á leið heim áttuðum við okkur á því að við værum alls ekki manneskjur í að bera pokana inn heima hjá mér. Önnur með barn inní bumbu, hin með barn utan bumbu. Við brugðum á það ráð að hringja í sambýlismann bumbukonu og biðja hann um að sækja bumbukonu heim til mín. Þegar við renndum upp að húsinu sat hann samviskusamur í bílnum og beið bumbukonunnar. Hann var gripinn glóðvolgur og látin bera poka inní íbúð.
Mér leið dálítið kjánalega. "hæ Kristinn, ehemm fyrst þú ert hérna værir þú þá nokkuð til í að bera pokana mína upp?"
Allavega....
Klukkan er orðin 12. Það þýðir bara eitt!!!! ÉG Á AFMÆLI Í DAG!!!
Skrýtið...

mánudagur, nóvember 14, 2005


Nýskírður Matthías Hjörtur






Virðist vera svona frekar undrandi á þessu öllu saman. Skilur ekkert í þessu tilstandi. Hann stóð sig eins og sannri hetju sæmir :)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ég fór ástamt Gríshildi og ungum okkar beggja í Smáralind í dag. Mikið déskoti var það fínt. Það var eitthvað svo rólegt og notalegt að vera þar !!! Það var akkúrat engin geðveiki í loftinu. Magnað! Nú hef ég snarlega skipt um lið og er núna með Smáralind á móti Kringlu. Ég keypti líka spariföt á litla mann og kjól og peysu á mig. Núna getum við bæði verið fín í skírninni á laugardaginn. Hann eins og lítill kall og ég eins og stór kona.
Gaman gaman :)
426 bera nafnið Hjörtur sem 1. eiginnafn. 95 bera nafnið Hjörtur sem 2. eiginnafn.
352 bera hitt nafnið sem 1. eiginnafn. 50 bera það sem 2. eiginnafn.
Spennandi ...

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Ég er kona. Ekki stelpa lengur heldur kona.
Meðgangan breytti líkamanum mínum í konulíkama. Verð víst að henda öllum magabolunum sem ég notaði á hverjum degi hérna um árið. Þeir eru búnir að syngja sitt síðasta. Kannski ég sé búin að syngja mitt síðasta ;)
Nei ég er rétt að byrja.
Sunnudagsmorgnar hafa heldur betur breyst. Hér er ég, heima hjá mér, komin á fætur, hress og kát. Hjörtur besti liggur á leikteppinu og baðar út öllum öngum.
Í gærkvöldi var ég á fótum til hálf 2. Ekki vegna þess að ég væri að skemmta mér heldur vegna þess að ég var að þrífa íbúðina!!!
Núna er ég í nostalgíukasti að hlusta á messuna í útvarpinu.
Jahá tímarnir breytast svo sannarlega.
Það er farið að heyrast kvart og kvein af gólfinu, best að bjarga þessu.
Gleðilegan sunnudag.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005


Best í heimi

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

*hóst*
Hefði átt að taka aðeins meiri trylling. Álfarnir komu mér til bjargar og töfruðu skjölin aftur á diskinn.
Prufaði að stinga disknum aftur í og viti menn!!! þarna birtist dótið mitt :)
Pjúff.. þetta var þá ekki merki frá æðri máttarvöldum um að ég hefði ekkert í skóla að gera.
Jæja best að halda áfram að skrifa á diska sem er btw það leiðinlegasta sem ég hef á ævinni gert..
eða svona næstum því.
Allt er gott sem endar vel.
Ég hata tölvuna mína. Hata er kannski ekki nógu sterkt til orða tekið. Urg garg og grenj. Áðan ætlaði ég að skrifa allt sem mig langar að eiga úr tölvunni á diska. Hún er að fara í viðgerð og viðgerðarkallinn sagði mér að gera það. Ok mér tókst að skrifa allar myndirnar og svo fór ég að skrifa skóladótið. Ég ýtti óvart á cut í staðinn fyrir copy en hugsaði að það væri nú í lagi. Nei auðvitað var það ekkert í lagi. Þegar öll skjölin voru næstum því komin á disk þá slökknað á tölvunni. Svo þegar ég kveikti á henni aftur þá kom upp gluggi og í honum stóð:"you have files waiting to be written on a cd. Click this balloon" eða eitthvað álíka. Ég smellti á blöðruna. Neibb engin "files" þarna. Athugað á diskinn. Neibb hann er ennþá tómur. Leitaði útum allt. Neibb. Allt sem ég hef nokkurn tíma gert í háskóla íslands er horfið. Gjörsamlega horfið.
Mig langar að hella kóki á lyklaborðið og skrúbba svo skjáinn með stálull.

mánudagur, október 31, 2005


























Fallegastur!

sunnudagur, október 30, 2005


Ljómandi líf.
Gott að vera til í svona góðu veðri. Kalt og fallegt. Mér líkar það vel. Fór í göngutúr í gær með Patreki, Sigrúnu og Birtu. Agalega skemmtilegt. Við löbbuðum niðrí bæ og vorum endalaust lengi á leiðinni því börnin þurftu svo mikið að leika sér í snjónum en það var alltí lagi því veðrið var svo fallegt og gott.
Dagurinn var svo góður, byrjaði með bakaríis bakkelsi og pönnsum í Sigtúininu og lauk með Royal súkkulaðibúðing og þeyttum rjóma á Eggertsgötunni.
Vandaði mig sérstaklega við að gera ekki neitt í dag. Pantaði mér kínamat í kvöldmatinn svo þegar kallinn kom með matinn þá var hann ekki með posa. Hann lét mig samt fá matinn og sagði mér að koma bara við á morgun og borga. Dásamlegt að rekast á fólk sem treystir öðru fólki. Ég komst nú aldrei svo langt að borða kínamatinn því Ósk hringdi í mig og bauð mér að koma og borða og hitta Færeyinga í Sigtúninu. Kínamaturinn fór bara í ískápinn og verður alveg jafn góður á morgun eða jafnvel á eftir .. slurp..
Færeyingar eru svo dásamlegt fólk og það var voðalega gaman að hitta foreldra Sunnevu og Eivöru sem ég hef ekki séð í langan tíma. Merkilegt hvað það var auðvelt að tala við Færeyingana, þau töluðu færeysku og ég íslensku. Við bara hlustuðum vel og töluðum hægt og þá var bara orð og orð sem ekki skildist...
Sunneva er lika svo mikill snillingur í að gera fallegt í kringum sig.
Drengurinn dundaði sér bara við að horfa í kringum sig og taka við hrósum. Stóð sig vel eins og alltaf. Það sem ég er skotin í þessum litla strák.
Njótið þessa alls.
p.s. áður en ég náði að publisha þessari færslu þá hakkaði ég í mig kína mat. Borðaði að sjálfsögðu aðeins of mikið.

föstudagur, október 28, 2005

Í gær var ég ótrúlega dugleg og þvoði fullt af þvotti og hengdi út á snúru. Í dag er snjókoma og ég horfi á þvottinn minn verða hvítari og hvítari. Samt voru tvær mislitar vélar.
Ég labbaði í 10/11 og verlsaði ekkert fyrir fullt af peningum. Það virðist vera komin vetur. Þó það sé pínu leiðinlegt þá finnst mér það líka notalegt. Mér leið dáldið eins og ég væri hörkutól þegar ég setti undir mig höfuðið og keyrði vagninn í gegnum smá skafl á leiðinni í búðina. Það var svo notalegt oft í gamla daga þegar það var svona veður á Ísafirði, oft klæddi ég mig í fullt af fötum og fór út að leika í vonda veðrinu - það var gaman. Nú er ég víst of stór til að fara út að leika. Ég hlakka til næsta vetur þegar sonur minn verður orðinn stærri og ég get farið út að leika með honum. Börn gefa manni ástæðu til að ganga aftur í barndóm á sumum sviðum. Það er ótrúlega gaman.
Urg. Ég verð að sækja eitthvað af þessum þvotti og setja hann á ofn. Ástæðan fyrir að ég þvoði var nefnilega að ég þarf að nota fötin og taubleiurnar.
Lifðu í lukku en ekki í krukku.

mánudagur, október 24, 2005


Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til pabba og co í Hafnarfjörðinn. Svo skutlaði pabbi mér heim. Þegar hann var búin að yfirgefa mig fattaði ég alltí einu að síminn minn lá í aftursætinu á bílnum hans. Ég var alein heima með engan síma!!!
Ég eyddi þónokkrum mínútum í að upphugsa allt það hræðilega sem gæti gerst nóttina einu sem ég var sambandslaus við umheimin. Hugsaði hvort ég mundi banka hjá fólkinu við hliðan. Þau eru útlensk... Mundu þau koma til dyra?
En við erum bæði enn hress og kát. Sem betur fer.
Guði sé lof og dýrð fyrir alnetið. Ég náði sambandi við umheimin í gegnum það og Þuríður sá aumur á mér og skutlaði mér í Hafnarfjörðinn að sækja símann. Það var dásamlegt og að sjálfsögðu líka dásamlegt að hitta Þuríði. Við lentum að sjálfsögðu í smá hrakförum þegar við vorum að leita að bakarí en það var nú alltí góðu.
Við Hjörtur skunduðum niðrí bæ til heiðurs öllum konum. Hittum fullt af fólki. Alltaf gaman að hitta fullt af fólki. Ennþá skemmtilegra að hitta fólk eftir að barnið fæddist, það er svo gaman að eiga svona fín verðlaun til að sýna.
Þegar við vorum búin að rölta með göngunni niður Skólavörðustíginn og standa kjurar í smástund þá var mér alveg að verða kalt á tánum. Allir vita að mjólkandi konum má ekki verða kalt á tánum svo við Svala flúðum inná kaffihús og yljuðum okkur þar við kaffidrykkju.
Agalega notalegt allt saman. Svo kíktum við á torgið og örkuðum heim. Hjörtur rumskaði ekki allann tímann. Þrátt fyrir mikinn hávaða. Ég er búin að uppgvöta að hann virðist sofa best þegar við erum á þvælingi í miðbænum :)
Þetta var ljómandi fínn dagur.
Kannski ég ljúki honum með tiltekt.
Urg..
Tölvan mín er í algjöru rugli. Ég get ekki gert neitt í henn nema farið á netið. Í augnablikinu kemst ég ekki einu sinni inná msn. Þeas ég get ekki opnað msnið frekar en nokkuð annað forrit í tölvunni.
Held ég komist ekki hjá því að fara með tölvuna í viðgerð á morgun. Jæja það verður allvega gaman að fá hana til baka hreina og fína :)
Ætli það sé vírus að reyna að drepa tölvuna? ahh.. þarna komst ég á msn.
Ég fékk eitthvað tiltektar/skipulagskast áðan og ég getit ekki hætt. Það eina sem stoppar mig núna er að maður má víst ekki negla í veggi á nóttunni.
Ég tók mig meira að segja til og lagði stóra veggteppið í bleyti í baðið. Er búin að skipta 2x um vatn því vatnið varð hryllingur eftir að teppið hafði legið í því í svona 3sek. Hef einhvern vegin aldrei haft rænu á að þrífa teppið. Oj bara hvað það hlýtur að vera skítugt. Það hékk á veggnum í Frostaskjólinu í 4 ár!!!!
Þa'ð verður allavega gaman að sjá hvernig það verður á litinn þegar það kemur uppúr baðinu á morgun. Ég er nebbla að hugsa um að hengja það á vegginn hér, það er eitthvað svo tómlegt hérna. Held að ekkert geti fyllt uppí svona tóma veggi nema þetta stóra teppi.
Jæja nú er ég búin að jarma nóg um þetta teppi.
Góða nótt.

miðvikudagur, október 19, 2005



Útstáelsi
Skemmtilegt orð. En í dag er búið að vera ógurlegt útstáelsi á okkur mæðginum. Við fórum í morgun ásamt Ragheiði og Steinunni Evu á mömmumorgun í Neskirju. Rifum okkur á lappir til að vera mætt þar klukkan 10. Eða ég reif drenginn á fætur, honum finnst voða gott að sofa á morgnanna. Við Hjörtur kíktum svo til Drífu eftir hádegið og héngum þar fram eftir degi. Skutluðumst aðeins í Baby sam og ég keypti stórkostlegt leikteppi :) nú get ég lagt Hjört frá mér þar og glápt á hann skoða dótið.
Eftir Drífu-heimsókn fórum við í göngutúr og kíktum niðrí bæ. Hittum Hjördísi og ég spilaði við hana backgammon og drakk hálfan lítinn bjór. Laaangt síðan blóðið mitt hefur komist í kynni bjór og var þessi svona líka ljómandi góður. Hjörtur var samt ekkert á því að mamman ætti að drekka bjór svo hann gerði sitt til að koma í veg fyrr það með því að neita að sofa í vagninum nema honum væri ruggað. Við brugðum á það ráð að sitja í garðinum á Sirkus og spila bara þar. Hjörtur gat ekki sagt neitt við því og sofnaði bara :) Svaf nú samt ekkert lengi svo við fórum heim til Hjördísar og reyndum að þreyta drenginn með blaðri. Hann virðist vera vanur og varð ekkert þreyttur en sættist þó á að sofna í vagninum á leið niður laugavegin svo ekki var úr vegi að kíkja aðeins á stóra svið þjóðleikhússins og horfa á Svía spila tónlist til styrktar Tíbet. Það var fámennt en góðmennt á tónleikunum en tónlistin var alveg ljómandi og gott betur en það.
Hjörtur svaf eins og steinn í vagninum þangað til mamman fékk þá snilldarhugmynd að taka af honum vettlingana. Þá held ég að hann hafi fattað að hann var ekki lengur úti og vaknaði.
Ég endaði útstáelsið eins og bjáni arkandi niður Bankastræti með grátandi barn í vagni. Tókum strætó heim og vorum bæði mjög fegin þegar heim var komið.
Á morgun ætla ég að gera mjög lítið. Mesta lagi að fara í göngutúr.

laugardagur, október 15, 2005

Í vikunni fór ég með drenginn í skoðun. Ljósmóðirin tók líka smá blóð úr mér til ath hvort ekki væri allt í orden. Ég reyndist vera of lág í járni. Ég var voðalega hissa en þegar ég fór að hugsa um það komst ég að því að ég er búin að vera óttalega þreytt undanfarið. Mér hefur fundist sérlega erfitt að opna augun á morgnanna og svo hefur mig langað að leggja mig í tíma og ótíma.
Ég hef bara lifað í þeim misskilningi að maður ætti að vera svona þreyttur þegar maður á lítið barn. Ég er búin að heyra svo mikið af hryllingssögum að ég hélt bara að þó að barnið væri rólegt og yndislegt í alla staði þá væri móðirin alltaf að leka niður.
Mikið óskaplega er ég fegin að þetta er misskilningur. Ég þarf bara að innbyrða meira af járni og þá er málinu bjargað. Svo ég fór í apótekið í gær og keypti mér járn. Fór svo í búð og keypti cheerios og lifrapylsu. Bæði sérlega járnríkar matvörur. Keypti mér líka ávaxtasafa en hann ku hjálpa líkamanum að vinna úr járninu.
Svo nú bíð ég bara spennt eftir orkunni minni og rjóðu kinnunum sem ég á skilið að vera með þar sem ég er svo dugleg að fara út að labba.
Eini gallinn er að drenguinn gæti fengið í magann af járninu. En það á víst að ganga fljótt yfir. Ég krossa fingur.
Annars er Hjörtur komin með sitt fyrsta kvef svo við höfum bara verið heima í dag. Er með stíflað nef en að öðru leyti hinn hressasti. Steinsefur núna í vöggunni sinni.
Jæja ég ætla að taka til á meðan það er hægt.
Gangði hægt um gleðinnar dyr.

fimmtudagur, október 13, 2005

Var að horfa á Newlyweds.
Samræður á milli Jessicu og Nicks:
Jessica: "...fois gras gæti verið eistu af lömbum".
Nick:"lömb eru ekki með eistu, lamb er kvenkyns kind"
Jessica: " nú er það? ó ... ég hélt að lamb væri bara kindabarn"
Nick: "nei það er kvenkyns kind, eða er það ekki...? "
Jessica: "hmmm.. ég veit það ekki. En hvað er þá ær?"

Tek fram að þetta er bara brotabrot af stórkostlega fróðleiknum sem kemur fram í þessum þætti. Stórkostlegt bara..
Annars mæli ég bara með þessu.
Stórkostleg afþreying :)

þriðjudagur, október 11, 2005


Ef Hjörtur kvartar einhvern tíma yfir nafninu sínu þá get ég sagt honum að þakka bara fyrir að ég nefndi hann ekki: Dufþakur Dufgus eða Skæringur Smiður.
Fór með bréfið góða í dag. Fékk dáldið í magann við að senda það. Nú er bara að bíða og vita hvort það verið einhver viðbrögð við því.
Fór í bað með drengnum í kvöld. Að sjálfsögðu kúkaði hann í baðið. Annars var þetta allt saman dásamlegt.

mánudagur, október 10, 2005

Veturinn virðist vera komin. Af því tilefni ákvað ég að gera mér ferð í Ellingsen í dag. Keypti mér föðurland þar og föðurlandspeysu úr ull. Peysan er með kraga. Í þessu innanundir get ég staðið keik úti í hvaða veðri sem er. Ég kíkti svo í heimsókn til Drífu og co og fór í föðurlöndin innan undir áður en ég arkaði af stað heim. Ég sver það að það var hlýrra úti þegar ég labbaði heim klukkan 21 heldur en í hádeginu þegar ég fór út :)
Keypti líka varmasokka fyrst ég var að þessu. Núna er miklu skemmtilegra að fara út. Nú vantar mig bara almennilega úlpu eða hlýjan jakka... já og húfu. Húfan sem ég notast við er svo ljót að ég lít út eins og afdalabóndi sem á engan spegil. Ég þori bara að vera með hana þegar það er hryllilega kalt eða þegar það er komið kvöld. Það getur verið næsta mission, að finna húfu.
Merkilegt hvað það er hægt að finna sér mikið að gera. Á hverjum degi fer ég út með fullt af verkefnum, sinni svona einu og fresta hinu svo til morguns.
Á morgun er ég með eitt mission : klára að skrifa bréfið, skrifa myndir á disk og fara með þetta í póst.
Skyldi það takast?

laugardagur, október 08, 2005

Ef einhver hefði sagði við mig fyrir ári síðan að ég yrði heima hjá mér rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöldi að raða myndum í albúm þá hefði ég talið viðkomandi bilaðan. Aldrei hefði ég trúað því að ég mundi sitja hér, heiðarleg húsmóðirin. Í dag er ég búin að vaska upp og skúra. Heimilið mitt er hreint og í augnablikinu sefur blessaður drengurinn.
Svei mér þá ef ég fer ekki bara að skríða í ból og lesa bók. Það eru líka farnir að heyrast skruðningar úr herberginu. Þeir gætu verið vísbending um að herra Hjörtur ætli bráðum að vakna og þá muna hann vilja kúra hjá mömmu sinni. Þá gæti verið gott að vera komin í rúmið. Svo notalegt að taka hann uppí, næra hann og sofna svo saman...
Á þessum degir fyrir ári síðan. Þá var ég stödd á Klapparstíg 30. Kannski var ég ekki komin þangað á þessari mínútu en þá var ég allavega á leiðinni... það get ég verið viss um. En meiri vissu hef ég um að ég var með bjór í annarri og sígó í hinni. Nú er ég með vatnsglas.
Núna er betra.
:) Skemmtið ykkur...

föstudagur, október 07, 2005




Já Svala. Bara svo þú hafði eitthvað að gera í vinnunni :)
Sit heima. Búið að klæða mig og barnið í útifötin en ég nenni ekki út. Verð samt eiginlega að fara út því ég þarf að fara í búð. Mér finnst samt gjörsamlega óþolandi að það sé engin Bónus búð í nágrenninu. Það er annað hvort að fara á Laugaveg eða út á Seltjarnarnes. Hvurslags rugl er það eiginlega?!!? Ég hefði nú haldið að námsmenn þyrftu Bónus í nágrennið en nei, hér er bara 10-11. Ekki þykir mér undarlegt að allir námsmenn lepji dauðann úr skel ef þeir neyðast til að verlsa í 10-11. Um daginn varð ég að fara þangað þar sem ég hélt að ég væri orðin bleiulaus, keypti pakka með 36 bleium á 1100kr. Daginn eftir kom mamma í heimsókn með kassa sem innihélt 3 x 54 bleiur sem hún hafði keypt í Bónus á 2000kr!!!! Þetta finnst mér rosalegt. Já, svona er ég nú orðin mikil húsmóðir.
Setti drenginn í fína Moby wrapið og þar svaf hann eins og engill eins og myndirnar sýna. Gott að hafa hann þarna þegar maður þarf að hafa hendurnar lausar.
Af einhverjum fáránlegum ástæðum vilja myndirnar ekki var hlið við hlið... en jæja tækni smækni.
Ætla að hunskast út áður en ég svitna og fæ kvef af því að vera of vel klædd inni ;)
Þangað til næst ...

föstudagur, september 30, 2005

Nú sit ég heima og hugsa um hvað ég gæti nú gert mikið eeennn... ég er búin að gera fullt í dag svo kannski ég geri bara ekki neitt. Merkilegt nokk þá er ekkert í sjónvarpinu. Ekki neitt. Mér finnst eins og föstudagar séu verstu sjónvarpsdagarnir. Svona er þetta víst. Skemmtilegu þættirnir eru allir á sama tíma og svo inná milli er bara ekkert.
Þetta virðist vera svona með ótrúlega margt í lífinu - allt eða ekkert. Kannski ekki að ástæðulausu sem það eru til orðatiltæki eins og "í ökkla eða eyra".
Stöndum upp fyrir Mörtu hún er svo ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Ég var svaðalega dugleg í gær og labbaði með barnavagninn útum allann bæ. Fór í heimsókn og svona,voða gaman.
Ég fór líka ekkert út í dag heldur sinnti skyldum heimilisins.
Fólki tókst að koma mér fáránlega mikið á óvart í dag. Mig hefði ekki grunað þetta. Ég fagnaði með því að panta mér kínverskann mat fyrir tvo. Borðaði svo á fáránlegum hraða því að sjálfsögðu vaknaði drengurinn þegar ég var um það bil að byrja á veitingunum. Það er annað svona lögmál: börn vakna alltaf þegar maður er að fara að borða. Það er dáldið merkilegt þar sem þau sofa næstum því alltaf þegar þau eru svona lítil.
Stundum horfi ég á drenginn geifla sig og verð auðmjúk og þakka fyrir hann. Ég er ótrúlega heppin kona.

sunnudagur, september 25, 2005

Hvað er eiginlega málið með þett blessaða klukk?!!?
Ég var víst klukkuð og þá má maður ekki skorast undan :) humm....

Mér finnst newlyweds (eða hvernig sem það er skrifað ) skemmtilegt.
Mér finnst kakómalt gott, án mjólkur.
Ég er hrædd við Sollu grænmetisætu og konuna í leðurjakkanum sem lítur út fyrir að vera annað hvort 60 eða 15.
Ég skoða barnaland og gerði það líka áður en Hjörtur kom til sögunnar.
Ég hleyp ekki.

Jæja þá er það frá og ég vona að þið viljið ennþá þekkja mig :) Núna sit ég bara heima og dunda mér við að fresta því að skúra svefnherbergið. Gott ef Hjörtur er ekki farin að rumska svo kannski tekur sig ekkert að byrja á neinu skúri.
Ætlum að fara í mission í Hafnafjörð að leita að Guðjóni bróður og sjónvarpi sem hann er með. Hann veit það eitt að hann er í Hafnarfirði í paintball, á bíl og með sjónvarp í skottinu. Sem betur fer á ég pabba í Hafnarfirði og hann ætti að geta fundið Guðjón.
Já.. svona er þetta. Ég er búin að vera úber dugleg að fara í göngutúra og er ekki frá því að bráðum get ég hugsað um að ég gæti kannski mögulega einhvern tíma passað í eitthvað annað en thaibuxur. Til öryggis keypti ég mér samt nýjar thaibuxur í vikunni.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Hjörtur stækkar og stækkar. Kannski ekki undarlegt þar sem hann drekkur ósköpin öll.
Fólk er búið að vera ótrúlega duglegt að heimsækja mig. Mér finnst það mjög gaman.
Allir alltaf velkomnir í heimsókn.
yfir

föstudagur, september 16, 2005

Það er rigning og rok úti. Ég vona að það standi ekki lengi yfir því mig langar að fara í göngutúr með barnið í nýja vagninum sem ég er alveg að fara að kaupa.
Líkaminn minn er líka farin að kalla á hreyfingu. Ansi langt síðan ég hef hreyft mig eitthvað að ráði. Undir lok óléttunnar var allt orðið svo þungt og sigið að þótt ég gæti gengið þá bauð kroppurinn aðeins uppá hænuskref. Ég var óttalega lengi að labba á milli staða. Nú hlakka ég til að ganga rösklega og fá ferskt loft í lungun.
Síðan drengurinn fæddist er ég líka búin að sitja alveg fáránlega mikið.
Meira síðar. Grátandi barn í vöggu.

þriðjudagur, september 06, 2005

Ég er dottin í pyttinn.
Hef lítinn áhuga á neinu nema því sem snertir yndislegan son minn. Gæti alveg setið og rætt hægðir og rop við matarborðið.
Alltí einu er komin ný pláneta sem snýr sólkerfinu á hvolf. Kannski svolítið asnalegt að segja alltí einu þar sem ég beið komu hans í tæpa 9 mánuði. Samt ...þetta er svo drastísk breyting - úr bumbu í barn. Eiginlega hálf ótrúlega að það skuli vera eitthvað orsakasamhengi þarna á milli.
Fór með drenginn til ljósmyndara þar sem teknar voru af honum myndir. Ákveðið var að hafa hann bara á adamsklæðunum. Vildi nú ekki betur til en svo að drengurinn kúkaði yfir alla bringu móður sinnar sem og á buxurnar, einnig fór smá sletta á fína dúkinn á gólfinu. Allt saman alveg skærgult að sjálfsögðu. Frekar skondið svona...
Teknar voru margar myndir af barninu og svo var hann boðaður aftur í myndatöku þegar hann verður aðeins stærri. Mikið er nú gaman að mamma skuli eiga ljósmyndaravinkonu.
Hlakka til að sjá þessar myndir.
Annars er nú lítið að frétta af Skaganum. Lífið bara rullar áfram. Tími og dagar skipta alltí einu engu máli. Það eina sem skiptir máli er lítil manneskja sem heitir Hjörtur.
Eina sem er slæmt er að ég virðist vera að breytast í sögulega lélegan gemsaeiganda. Ég gleymi símanum á silent og gleymi að hringja til baka í fólk. Svo eru hendurnar oft bara uppteknar við að sinna barni.
Nota hér með veraldarvefinn til að biðjast afsökunar á þessu og vonandi að þetta lagist að sjálfu sér með tíð og tíma.
þangað til næst...

fimmtudagur, september 01, 2005

Hjörtur Mörtuson.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Dagurinn mikli er að kveldi komin.
Já loksins rann hann upp, 24. ágúst. Ég er búin að bíða eftir þessum degir í MJÖG langan tíma. Að sjálfsögðu gerðist ekkert markvert í lífi mínu í dag. Það er að segja Júpíter ákvað ekkert að skella sér í heiminn. Núna er bið samt formlega hafin. Hver dagur gæti verið minn síðasti sem ólétt kona.
Ég gerði nú samt margt og mikið í dag. Meira en ég hef gert í marga daga. Ég fór til Reykjavíkur í klippingu. Er sem sagt voða fín um hausinn núna. Fór líka á kaffihús og fór svo í óþarflega langan göngutúr. Áttaði mig ekki alveg á vegalengdinni sem um var að ræða þegar lagt var af stað. Ég lifði það samt alveg af. Þurfti reyndar að pissa aðeins of oft en það er nú svo sem ekkert nýtt.
Núna er ég samt komin aftur á Skagann. Hér mun ég vera þangað til yfir lýkur.
Fann heimilislausan útlending og plantaði honum í íbúðinni minni á meðan. Hann ætti að geta viðhaldið ferska loftinu.
Vonandi koma fréttir bráðum :)
Gó nó

mánudagur, ágúst 22, 2005

Í dag keypti ég mér litla dollu af picnic og át allt innihald hennar alein. Picnic er fullt af salti. Yes, I am a wild wild woman. :)

laugardagur, ágúst 20, 2005

jamm og jamm og jú.
Er á Skaganum og býst við að vera hér þangað til Júpíter verður komin í heiminn. Í augnablikinu er ég samt ráðskona á heimilinu þar sem móðir mín er í Noregi og fóstufaðir minn á Grænlandi að vinna.
Já, ég er húsmóðir yfir 4 börnum. Elsti er reyndar 17 ára svo ekki þarf mikið að hugsa um hann. Hann segir stöku orð stöku sinnum og fer heim til vina sinna á kvöldin að spila nintendo. Spennandi, eftir því sem hann segir sjálfur.
Svo er einn 13 ára sem fékk að gista hjá vini sínum í kvöld og þá eru bara 2 eftir heima. 11 ára Sigrún og 7 ára Patrekur. Yndisleg börn allt saman . Ég var alveg búin að gleyma hvað þau eru góð. Kannski mamma hafi lesið þeim lexíurnar áður en ég kom. Þau gera allt sem ég bið þau um og rúmlega það. Ekkert vesen og engin leiðindi. Ég hreinlega öfunda sjálfa mig af svona systkinum.
Stundum masa þau heldur mikið en það liggur víst bara í ættinni. Þau virðast vera vön að hjálpast að og passa hvert annað. 17 ára unglingurinn fór meira að segja möglunarlaust og tók innaf snúrunni fyrir mig. Alveg ótrúlegt finnst mér.
Sigrún (11ára) fór að keppa í fótbolta í dag. Svo sem ekki í frásögu færandi. Eeenn þær unnu einn leik 21-0!!!!!!! Skil eiginlega ekki hvernig það er hægt. Svo get ég varla hugsað um hvernig stelpunum í liðinu sem tapaði líður. Þess má geta að hver leikur er 2x 20mín.
Magnað.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005















Alheimur Júpíters.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hér sit ég á brókinni og peysu. Líður alveg hreint ágætlega. Merkilegt hvað mér er samt endalaust heitt. Mér er bara alltaf heitt, alveg sama hvað gengur á. Helga kom í heimsókn um daginn og sakaði mig um að búa í frystikistu. Hún sat hér og skalf í þessa smástund sem hún dvaldi við. Mér líður hins vegar mjög vel þarf eiginlega ekkert á fötum að halda. Það er nú kannski bara gott vegna þess að ég hef ekkert úr svo mikið af fötum að velja.
Ég er að bilast á því að finna alltaf svona mikla lykt alls staðar. Ég er líka ótrlega ógeðisgjörn. Mér finnst allt meira og minna ógeðslegt. Ókunnugt fólk (sérstaklega rónar), dýr, hryllingur í sjónvarpinu, allt svona tal um sjúkdóma og svo held ég alltaf að allt sé skítugt og eitrað. Ég er orðin dáldið leið á þessu. Svo ef ég sé e-ð sem mér finnst ógeðslegt þá fer ég alltaf að hugsa um e-ð sem er ennþá ógeðslegra og þá líður mér ennþá verr.
Fáránlegt. Ólétta gerir mann dáldið fáránlegan stundum.
Nú eru samt bara síðustu metrarnir eftir. Síðustu metrarnir eru samt gjarnir á að vera þeir erfiðustu.
Þessi óléttukafli er samt orðin dálítið langdregin. En þessu lýkur víst að lokum.
Veit að maður á ekki að segja svona en...
Mér finnst feiti gaurinn í lost svo mikill hryllingur að ég get varla horft á þáttin vegna nærveru hans.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Spennandi tímar.
Nú er ég hætt að vinna og sit bara heima og hugsa um hvað ég þarf nú að gera. Ég er samt svo hrædd um að ég þurfi að bíða í óratíma eftir Júpíter þannig að mér finnst eins og það sé best að fresta. Þannig að það er alltaf ýmislegt sem ég ætla að gera á morgun. Svo ligg ég heima heilu dagann og stari út í loftið og hugsa um hvað ég ætla nú að gera mikið á eftir, bráðum, seinna eða jafnvel á morgun.
Fór samt aðeins út áðan. Fór og borðaði stórkostlegt læri hjá Ósk og svo kíktum við á kertafleytingu á tjörninni. Það var voða fallegt allt saman. Veðrið úti er alveg ótrúlega yndislegt. Sérlega hlýtt og svona undarleg útlandalykt í loftinu. Mikið af fólki og af einhverju ástæðum hvísluðu flestir.
Já... á morgun ætla ég að gera e-ð. Kaupa. Ég fer allavega í klippingu á fimmtudaginn.
Hey já... Júpíter var svo ekkert sitjandi eftir allt saman heldur er bara í höfuðstöðu með höfuðið pikkfast ofan í grindinni og bíður þess bara að fæðast. Svo allir eru sáttir og svo ég tali nú ekki um að farast úr spenningi...
Mér þykir vænt um vini mína.

sunnudagur, júlí 31, 2005

æji já ...
Mest lítið bara ... ekkert merkilegt svo sem.
Er búin að vera að vinna alla helgina og er að fara að vinna á morgun. Fæ svo frí í einn dag og vinn svo mið og fim og svo er ég HÆTT! Mikið óskaplega verður það ljómandi fínt. Mig er farið að langa til að gera svo margt annað en að vinna. Mig langar bara að vera að skipuleggja. Skipuleggja og raða. Það hljómar skemmtilega. Er búin að þvo eina þvottavél af fötum og nú þarf bara að strauja og raða. Mig vantar líka eiginlega kommóðu til að setja fötin í. Það hlýtur að birtast hérna kommóða áður en ég veit af.
en já. Júpíter hefur það gott eftir því sem ég best veit. Hann virðist þó ennþá sitja sem fastast. Það verður gerð tilraun til að snúa honum á föstudaginn en þangað til reyni ég bara að segja honum að snúa sér við og skríð reglulega um á fjórum fótum til að hvetja hann áfram.
Jámm verslunarmannhelgin er algjörlega að fara fram hjá mér. Einu merkin sem ég er búin að sjá voru þegar ég var að fara í vinnuna í gærmorgun. Þá lá áfengisdauður maður/strákur undir póstkössunum í andyrinu. Þegar ég opnaði hurðina á hann og klofaði yir hann lét hann rifa í augun og mér fannst ég sjá að hann hugsaði:"shitt fokk .. hvar er ég ... ónei". Þá var ég fegin að vera bara heiðarlega ólétta konan á leið í vinnuna.
yfir

sunnudagur, júlí 17, 2005

Nú er ég allt í einu farin að skilja hvernig gamalmennum líður. Eitt sem ég hef fram yfir gamalmennin er að ég sé fram á að þetta ástand mun taka enda og að öllum líkindum mun ég lifa til að segja frá því.
Ég hlakka til þegar ég get staðið upp án vandræða.
Ég hlakka til þegar ég get sest niður án vandræða ;)
Ég hlakka til þegar ég get snúið mér í rúminu án þess að vakna.
Ég hlakka til þegar ég get legið á sömu hliðinni í smástund án þess að fá verk einhvers staðar.
Ég hlakka til þegar ég get sofið heila nótt án þess að fara á klósettið.
Ég hlakka til þegar ég get misst hluti í gólfið án þess að kvíða fyrir því að taka þá upp.
Ég hlakka til þegar ég hætti að sulla endalaust niður á mig.
Ég hlakka til að geta borðað ógeðslega mikið af snakki og skola því niður með kóki án þess að vakna daginn eftir eins og uppblásin blaðra.
Ég hlakka til að fara í gallabuxur (hvenær sem það mun gerast!)
Ég hlakka til að eiga föt til skiptana.
Og ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá þessa manneskju sem buslar þarna inní mér. Hlakka til að sjá hvernig hann/hún lítur út.
Hlakka til að kynnast Júpíter.

mánudagur, júlí 11, 2005

Hef nú aldeilis ljómandi fínt. Ligg í sófanum heima hjá mér í fínu íbúðinni að hanga í tölvunni með fínu adsl tengingunni. Þetta er allt saman alveg ljómandi notalegt. Ég er bín að fara í Ieka og versla frá mér allt vit og nú er íbúðin mun notalegri. Ég keypti m.a. 10 kertastjaka svo það ætti ekki að væsa um mig.
Í augnablikinu er ég að bíða eftir að þvottavélin klári svo ég geti sett í þurrkarann svo þarf ég að fara út og sinna hinum ýmsu erindum. Mér finnst bara svo gott að vera hérna að ég nenni ekkert að fara út. Mér finnst ég endalaust geta verið hér að dunda mér við að gera fínna.
Það er dálítið erfitt að liggja svona með tölvuna. Bumban hristist til að frá og ég held að Júpíter sé að reyna að segja mér að hann vilji ekki hafa svona tæki ofan á sér.
Annars hef ég það bara fínt og Júpíter líka eftir því sem ég best veit. Ég verð þó stöðugt óléttari. Farin að vagga og labba undarlega og svona.
Í þessari stórkostlegu nýju íbúð er baðkar sem ég elska ótrúlega mikið. Það er svo langt síðan ég hef átt baðkar að ég var alveg búin að gleyma hvað það er gott að liggja í baði tímunum saman og gera ekki neitt. Verst hvað það er erfitt að koma sér uppúr því.
Jæja þvottur kallar

föstudagur, júní 24, 2005

Í gær mætti ég í vinnuna klukkan 16:00. Ég ákvað að byrja á því að kíkja á emilinn minn. Þar beið mín sérlega glæsilegur emill, í honum stóð:

Þú hefur fengið úthlutað íbúð á stúdentagörðum.
Fjölskylduíbúð 105 á 1.Hæð, Eggertsgata 2 ( Hjónagarðar );
Leigutímabilið er frá 2005-07-01 til 2005-08-31

Ég náttúrulega missti vitið af gleði. JESS!!!!!!! Nú get ég farið að flytja og gera allt sem mig langar að gera. Ég get farið að undirbúa komu Júpíters í þennan heim. Ég get farið að kaupa og raða og og og.... bara allt. Hengja upp myndir og ... úff þetta er svo spennandi.
Nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu. Ég er frjáls. Verst að það er heil vika þangað til. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lifa það af. Og þó, það er svo langt síðan ég byrjaði að telja vikur. Þarf að bíða í 9 í viðbót eftir Júpíter. Ætti kannski að lifa af eina viku í bið eftir íbúð...
Ég var svo spennt yfir þessu að ég rauk strax í dag á skrifstofur stúdentagarða til að skrifa undir leigusamninginn. Enn og aftur JESSSS!!!!
Já, mér finnst Júpíter vera ágætis "vinnuheiti" a ljúflinginn.

mánudagur, júní 13, 2005

Nú er ég ekki glöð.
Ég var búin að skrifa sérlega rómantíska færslu um hvað það er notalegt að vera í sveitinni og hversu mikið allt blómstrar og bla og bla...
svo ýtti ég á publish og færslan hvarf. Svo nú sit ég eftir með sárt enni og er að hugsa um að fara bara að sofa ... huh

fimmtudagur, júní 09, 2005

jahá ...
Í gær fór ég í sakleysi mínu í strætó. Þegar ég kom inní vagninn leit ég úrvalið af sætum og valdi mér svo eitt sem mér þótti nokkuð gott. Ekkert of nálægt parinu sem leit út fyri að vera geðveikt. Þau sátu þarna tvö dálítið ólukkuleg(minntu mig á mæðginin sem dv segir vera verstu nágranna í heimi, þessi sem vilja bara búa saman alltaf). Jæja ég bara sat þarna í sakleysi mínu og beið þess að vagninn nálgaðist heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi. Svo ýtir ógæfufólkið á bjölluna og þau ætluðu greinilega að fara út á sama stað og ég. Rétt áður en við komum á stoppistöðina stóð konan upp, virtist vera á leið að dyrunum, en nei nei, hún gekk til mín, sneri sér að mér og SPARKAÐI í mig!!!!!!!! jább, hún sparkaði í mig. Ekkert fast eða neitt svoleiðis en mér er alveg sama. HÚN SPARKAÐI Í MIG!!! Bara svona eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo bara sneri hún sér við og beið eftir því að vagninn stoppaði!!! Ég var svo hissa að ég átti bara ekki til orð. Vinna mín með fólki með einhverfu hefur kennt mér að sýna ekki viðbrögð við svona löguðu og ég bara gerði það sem reynslan sagði mér, nákvæmlega ekki neitt. Þau voru náttúrulega að fara út á sama stað og ég, og ég var alveg skíthrædd um að konan ætlaði hreinlega að drepa mig. Ég var meira að segja farin að sjá fyrir mér mínar síðustu stundir. Ég sá mér þann kost vænstan að labba bara rosalega hratt á heilsugæslustöðina og vona að þau væru ekki að fara þangað. En að sjálfsögðu urðu vonir mínar að engu, þau voru líka að fara þangað. Maðurinn með eina hækju þannig að það heyriðist svona klikk,klikk hljóð þegar hann labbaði ... oj mér fannst þetta svo hryllingmyndalegt og ég var ógeðslega hrædd. Svo þurfti ég að sjálfsögðu að bíða í smástund eftir að röðin kæmi að mér og á meðan hlustaði ég á konuna æpa útí lofið:"þroskaheft, mella" á milli þess sem hún flautaði á karlmenn sem henni þóttu föngulegir. Ég komst við illan leik inn til ljósunnar minnar og þurfti að stija þar í dágóða stund áður en ég gat talist vera róleg.
jahá, þetta er eiginlega bara með því fáránlegasta sem ég hef lent í.
Kannski ætti ég að hringja í DV : Sparkað í ófríska konu í strætó!! :)

laugardagur, maí 28, 2005

jæja...
Sit heima og skemmti mér alls ekki yfir leiðinlegri bíómynd í sjónvarpinu. Ógisslega gaman. Þó það sé gult merki í horninu þá er myndin ekkert krassandi. Ég er stödd í vítahring heimahangs. Var skipað að taka lífinu með ró eftir að blóðþrýstingurinn minn fór að hækka grunsamlega mikið. Á að gera sem minnst en samt má ég alveg gera smá. Má til dæmis fara í heimsóknir og sund en ég á að taka strætó og ekki labba of langt í strætóinn. Ég má líka bara hanga í heita pottinum en ekki synda(það er nú svo sem í lagi). Vinna er algjört bannorð í bili. Já, ég er núna hálfgildis aumingi. Voðalega hressandi. Eða kannski ekki.
Las grein í Birtu áðan um að einhverja rannsókn sem segir að dökkt súkkulaði lækki blóðþrýsting. Ég ætla að fara í búð á morgun og kaupa svoleiðis og sitja svo heima og vera feit og borða súkkulaði á milli þess sem ég spóka mig í sundi :) æji þetta er nú samt dálítið leiðinlegt. Við skulum nú samt vona að þetta lagist allt saman. Það hlýtur að gera það. Ekki dugir af drepast úr áhyggjum af of háum blóðþrýsting, þá fyrst verður þetta slæmt.
Lífið virðist sem betur fer ekki finna mikið fyrir þessum veikindum mínum þar sem það kúrir í myrkrinu og dundar sér við að stækka. Það sparkar reglulega og þá sérstaklega í hægri síðuna á mér. Mér finnst ósköp notalegt að liggja með hendurnar á bumbunni og finna hreyfingarnar í lófunum. Eins finnst mér gaman að horfa á magann bylgjast og hreyfast til. Þetta er náttúrulega allt alveg stórmerkilegt.

Annars fór ég í ekki síður merkilega útrskriftarveislu í gær, hjá henni Elínu Lóu frænku minni. Það var óskapæega gaman. Hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í lengri tíma, suma jafnvel aldrei. Veitingarnar voru líka með besta móti og ég át á mig gat að sjálfsögðu. Gott að vera með afsökun fyrir ofáti. Já þetta var mjög skemmtileg veisla, full af skemmtilegu fólki.
Nú er ég komin með náladofa í vinstri sköflung svo ég ætla að breyta um stellingu.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ég horfði á Opruh ræða við konur útum allann heima áðan. Hef svo til aldrei horft á Opruh áður. Þrufti ekki að hugsa mig lengi um til að komast að því að mér finnst Oprah Winfrey vera drasl. Henni tókst að láta öll viðtölin snúast um sjálfa sig og hvað hún mundi gera og hvað allar amerískar konur eru heppnar að búa í Ameríku. Fuss og svei!!! Hún bara greip framí og konurnar sem voru í viðtölunum áttu fullt í fangi með að klára setningarnar sínar. Svo fannst mér uppfjöllunin um Sádí Arabíu vera algjört rugl. Eina sem var minnst á var einhver ein kona sem var lamin í klessu af manninum sínum. Hvernig getur þetta hjálpað okkur að kynnast lífi fólks í öðrum löndum?!? Þetta ýtir bara undir fordóma. Ég varð bara reið við að horfa á þetta. Það eina sem mér fannst í lagi voru konurnar sem komu frá Ísrael og Palestínu. Þær virtust vera að reyna að tala raunhæft um ástandið. Annars fannst mér Svanhildur standa sig mjög vel, þá sjaldan sem hún fékk að segja eitthvað.
Annað algjörlega óskiljanlegt í Mörtu-heimi. Hvernig fór Eva að því að vinna Yaya í ANTM?!?! Ég hélt með Yaya og mér fannst hún miklu meira hip og kúl. Það var örugglega af því að Yaya þótti hafa dansað of mikið .... :)

þriðjudagur, maí 10, 2005

Í fréttunum áðan var gömul kona. Hún sagðist prjóna mjög mikið. Nema á sunnudögum. Einu sinni dreymdi hana mann sem hafði drukknað. Hann hafði verið á bát sem hvolfdi og var sá eini sem bjargaðist ekki. Í draumnum sagði hann að það væri líklegast vegna þess að hann var í sokkum sem voru prjónaðir á sunnudegi. Gamla konan ákvað að storka ekki örlögunum og hefur ekki pjónað á sunnudögum eftir þennan draum.
Þar hafiði það.

sunnudagur, maí 01, 2005

Hressandi og skemmtilegt.
Ég skellti mér út á lífið í gær. Fór meira að segja í pils og allt. Ég skellti mér að sjálfsögðu á Sirkús og sat í 3 tíma. Eftir þriggja tíma setu, 3 maltflöskur og að minnska kosti 3 klósettferðir ákvað ég að yfirgefa samkvæmið og halda heim á leið. Það var nú samt gaman á meðan á því stóð. Hitti skemmtilegt fólk, spallaði og flissaði. Einhverjir óprúttnir aðilar ákváðu að taka af mér myndir og ég ákvað að verja rétt minn til einkalífs og heimtaði að myndinni yrði eytt. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og ég hætti að rífast.
Það er stundum erfitt að búa í samfélagi með öllum þessum ofvirku hormónum.
Í dag er ég búin að halda frídag verkalýðsins hátíðlegan og gera ekki neitt.
Til hamingju með daginn!
Helvítis blogspot.... Núna mega allir giska á hvenær ég skrifaði þetta blogg!!!
dauði og ömurð :) nei nei þetta verður nú alltí lagi. Þetta er allt saman ágætt og Ísafjörður á morgun og ég er skræfa.

mánudagur, apríl 18, 2005

Á föstudaginn komst ég að því að það væri tími til kominn að koma sér úr soranum í Reykjavík og skella sér í Mývatnssveitina. Ég meira að segja tók á honum stóra mínum og ferðaðist með flugvél. Þeir sem þekkja mig vita að ég þjáist af flughræðslu á mjög háu stigi. Þess vegna var ég mjög ánægð þegar ég sá Sonju í innrituninni, ég réðst á hana og bað um að fá að sitja við hlið hennar í þessari hættuför. Það fór nú ekki betur en svo að þegar flugvélina byrjaði að hreyfast örlítið á miðri leið þá tapaði ég allri skynsamlegri hugsun og sneri mér vælandi að flugfreyunni og fékk að sitja hjá henni það sem eftir var leiðarinnar. Þuríður var svo indæl að sækja mig á flugvöllinn. Mikið var ég ánægð að sjá hana þegar ég kom, skjálfandi á beinunum, úr flugvélinni.
Síðan eru liðnir nokkrir dagar og ég er enn í sveitinni. Mikið óskaplega er þetta yndislegt líf. Ég er búin að vera mjög upptekin við að gera voðalega lítið. Ég er búin að lesa tvær bækur, fara tvisvar í lónið, tala við heimilisfólk og kíkja í heimsókn í Reynihlíð. Jú, ég er líka búin að fara nokkrum sinnum uppí bíl og skutla barninu á heimilinu hingað og þangað.
Ég ætlaði að fara heim í morgun en að sjálfsögðu hætti ég við. Það endar einhvern vegin alltaf með því að ég stoppa lengur en áætlað er. Núna er stefnan tekin á að fara heim á miðvikudaginn.
Já, það er fátt betra fyrir sálina en að komast uppí sveit og gera ekki neitt.
Svona ykkur til skemmtunar þá sparkar litla lífið óskaplega mikið þessa daganna en enn hefur enginn fengið að njóta sælunnar nema ég sjálf.

laugardagur, apríl 09, 2005

já já.
Það sem ég hugsa helst um á mun frekar heima á barnalandi heldur en hér. Það virðist óttalega lítið gerast í mínu lífi nema e-ð sem snýr að stækkun bumbu eða verkjum hér og þar. Ég fer ekki á fyllerí og eftir því sem dagarnir líða þá finnst mér barinn alltaf verða viðbjóðslegri og viðbjóðslegri. Skil ekkert í því núna að ég gat verið þarna endalaust. Þarf núorðið stundum að vanda mig við að hlusta á hjalið um þetta blessaða bar-líf. Þetta sem ég virðist vera búin að yfirgefa og ég er algjörlega sátt við það. Stundum kemur þó upp í kollinn á mér smávegis biturð. Bara smá, það er ég alveg viss um. Núna finnst mér það sem ég er að gera vera svo miklu merkilegra en það sem hinir eru að gera. Já, ég er miklu merkilegri en hinir.
Ég verð þó að játa að stundum er erfitt að vera bara einn í liði á móti rest. Ég og hinir.
Núna er ég heima í notalegu mömmuhúsi. Mér var skipað að taka mér veikindafrí yfir helgina. Þrýstingurinn er e-ð aðeins of hár og það er víst ekki gott fyrir mig. Held samt að það verði allt saman komið í lag á mánudaginn. Annars lítur allt bara vel út. Ljósið dafnar og stækkar og ég finn það hreyfast. Þetta er allt saman stórmerkilegt.

Tek það samt fram að það er alltaf, eða næstum því, gaman að hlusta á vini mína tala.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Asnalegt að mér skuli finnast ég vera skyldug til að blogga. Þá finnst mér tilgangur bloggsins vera horfinn. Skálda- og skriftargyðjan virðist hafa yfirgefið mig í bili.
Það gerist nákvæmlega ekki neitt. Jú jú alveg eitthvað. Maginn stækkar og fleira með. Sumarið nálgast. Allt fer að gerast hraðar. Það er eitthvað sem segir mér að tíminn líði hraðar á sumrin.
Jamm og já. Þá er það búið.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Þetta eru nú frekar óspennandi dagar. Rok úti. Fint í gær, gæti verið gaman í kvöld.
Orðin leið á þessum skrifum í bili. enter
Bið að heilsa. enter
:) skila því

miðvikudagur, mars 09, 2005

Jámm.
Lítið að gerast. Enda held ég að stórviðburðir eigi sér sjaldnast stað í svona góðu veðri. Kannski gerist e-ð spennandi um helgina þegar það verður kalt úti.
Stundum er ég að vinna og stundum er ég í fríi. Er að vinna núna. Hressandi. Vaknaði fyrir 7 í morgun. Það er líka ótrúlega hressandi.
Íbúðin var máluð. Nú er stofan hvít og hitt "rýmið" er undarlega grænt. Ég er ekki frá því að mér hafi líkað karrýguli liturinn betur. En það þýðir víst lítið að fást um það. Ekki nenni ég að mála aftur. Nei nei. Samt get ég ekki sagt að ég hafi málað mikið af þessu. Spilaði popppunkts-spilið í gær. Vissi næstum því ekki neitt en samt vann mitt lið næstum því. Samt ekki.
Jæja búið bless.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Helv.. danskurinn!
Í gær mættum við manni sem enginn bjóst nokkurna tíma við að sjá. Hann var fjári myndarlegur en skapaði mikið uppþot, bæði hjá mér og vinkonum mínum. Ég hljóp fyrir næsta horn en þær hölluðu sér uppað vörubíl og grófu upp myndavélasíma. Það eina sem hafðist samt uppúr því krafsi var að nú höfum við það skjalfest að hann á fallegt arbandsúr :)
Eftir þetta hófst umsátur um heimili hans. Meðan umsátursmenn(konur) rétt skruppu til að sækja myndavél, þá fór maðurinn. Sem betur fer kom hann aftur heim til sín en þá vildi ekki betur til en að aðeins ein manneskja var til að sitja um hann og hún fór í svo mikið fár að þegar hún ætlaði að taka mynd, krjúpandi í felum bak við bíl, þá gat hún ekki kveikt á myndavélinni. Eftir mikið fum og fát tókst manneskjunni að kveikja á vélinni og taka mynd. Þegar farið var að skoða myndina kom í ljós að myndin var af lokaðri hurð.
Við vitum þá allavega núna að hann er til og að hann kemur stundum heim til sín. Við vitum líka hvernig bíl hann á. Kannski myndin komi næst.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Já já.
Sögurnar fara af stað. Skandinavía. Sænskur og spilar á bassa. Já það gæti verið. Hver veit? Múhahahahahahahhaahh..... Mér finnst þetta skemmtilegt. Mér finnst gaman að vera til þessa dagana. Vor í lofti í dag. Það er yndislegt. Yndislegt. Það var líka merkilega mikið af gömlu fólki á Laugaveginum í dag. Allir að labba og njóta lífsins. Það labbaði að mér maður sem sagðist vera frá ABC. Hann sagðist vera að gera sjónvarpsþátt um það hvers vegna bæri minna á skammdegisþunglyndi á Íslandi heldur en í öðrum löndum til dæmis New York. Ég bara hváði og spurði manninn hvurn fjandann hann væri að tala um skammdegi þegar skammdegið væri loksins búið. Hann spurði hvort við værum svona hress vegna þess að við værum víkingar, ég sagði að það væri vegna þess að við borðum svo mikið af pillum og höfum svo mikið af jólaljósum. Annars yppti ég bara öxlum og sagði honum að biðin eftir sumrinu væri löng og ströng en sumarið kemur alltaf að lokum og flestir vita það og eru þess vegna ekki þunglyndir í skammdeginu. Ansi gáfulegt svar þar á ferð. Hnegg.
Þetta endaði svo bara með því að ég benti manninum pent á að það væri vor í loft og þetta mundi allt reddast. Brosti svo fallega og kvaddi.
Viðtalið verður varla til margs nýtilegt nema til að sýna fram á hugsunarleysi landans.
En jæja, Hjálmatónleikar núma 3762 í kvöld.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Í dag gerðist margt og mikið.
Tvær litlar manneskju komu í heiminn. Pínulítil stelpa og aðeins stærri strákur. Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt saman er að stelpan átti að fæðast í lok apríl og strákurinn í mars og mæður þeirra eru systur. Lífið hefur alveg sérstakt lag á að koma manni á óvart :)
Ég sá myndir af stelpunni og hún er MJÖG lítil, blessað barnið. Tæknin í dag er samt svo ótrúlega að það þarf varla að hafa áhyggjur af litlu manneskjunni. Hún mun vaxa og dafna og læra að elska lífið.
æji já .. hvað getur maður sagt. Stundum er ekkert að segja.
Yfir

föstudagur, febrúar 11, 2005

jæja þá eru flest leyndarmál komin út í dagsljósið. Flestir sem eiga að vita eru búnir að fá að heyra fréttirnar frá fyrstu hendi. Ég virðist þó alls ekki vera eins spennt yfir þessu og margir aðrir. Verð þreytt á þessu sama umræðuefni endalaust og endalaususm ráðum frá hinum og þessum sem hafa gert sama hlutinn. Ekki það að það sé ekki gott að fá ráð en stundum verður bara of mikið af því góða. Alltí einu er ég orðin að einhvers konar geymslu og það virðist varða alla hvernig ég hef það og hvað ég borða og hvað ég er yfirleitt að gera í lífinu. En jæja ég held að ég geti lítið gert nema venjast þessu. Fólk er örugglega ekki að fara að hætta að gefa mér þó að ég nöldri yfirr því á á blogginu mínu.
Svo er allt hitt sem truflar mig líka. Truflar mig miklu meira en ég vil viðurkenna. Held samt að maður verði að reyna að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Við sumu er ekkert hægt að gera. Samt leiðinlegt þegar það hittir of nálægt heimili manns.
Árans fjárans og andskotans. Það er leiðinlegt að viðurkenna það en mér líkar ekki jafn vel við sumt fólk og áður. Þegar maður verður fyrir vonbrigðum tekur stundum bara tíma að leyfa þeim að jafna sig. Ég er íslensk og þetta reddast og lagast. Jafnvel gæti farið svo að þetta komi allt með kalda vatninu.
Ég meika ekki að blogga strax um júnitið nema undir yfirskininu "þetta" eða "það". Þið verðið bara að lesa á milli lína og giska.
Góða ferð.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Já þetta var nú bara fín helgi. Sérstaklega laugardagskvöldið. Laugardagskvöldið var eiginlega bara fullkomið. Byrjaði með góðum mat hjá Sunnevu og Heiði svo fórum við á Hjálma. Eftir það lá svo leiðin á Sirkus. Þar dansaði ég frá mér allt vit. Ég held ég hafi líka skemmt mér svona vel því ég var í kjól og fannst ég vera alveg rosa fín. Það var líka mjög gaman að láta kjólinn sveiflast í hringi. Svo var ég líka edrú sem er nú alltaf gaman :)
Í gær fann ég húsmóðurgenið í mér. Ég fór í bónus og þreif íbúðina og bakaði bollur og bauð góður fólki í kaffi. Allt saman alveg voðalega yndislegt.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Mikið óskaplega er mikið af hlutum sem ég nenni ekki að standa í lengur. Ég vildi að ég gæti restartað. Það er víst ekki í boði í alvöru lífinu, enda væri það væntanlega ofnotað ef það væri hægt. Eins og allt annað.
Vinna bar í gær. Mikið af fólki. Saknaði þó fólks sem ég hefði viljað sjá. Annars var þetta bara eins og venjulega. Mismikil ölvun sem beintengdist við mismikinn dónaskap. Get ekki sagt að nokkur maður hafi slegið í gegn með skemmtilegheitum. SVona er Marta nú hress í dag.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Mánaðaramót!
Sit hér og bíð eftir að bankinn hringi í mig og segji mér hversu marga metra af skít ég þarf að klífa til að sjá út úr augum.
Hjálpi mér allir heilagir. Simareikningurinn er 3x hærri heldur en ég hélt!!! Ég get nú sagt ykkur það að ég hélt ekkert að hann væri neitt lár. Jæja ég get farið að búa mig undir helvíti. Úff...
Jæja ég get verið glöð yfir því að eiga ekki bíl eða íbúð til að skulda peninga yfir. Nei.. kannski ekki. Árans fjárans er eiginlega það eina sem mér dettur í hug.
Kannski bankinn verði góður við mig.
Sendið mér góða strauma ég mun svo innilega þurfa á þeim að halda. Þið megið líka alveg gefa mér peninga ef þið viljið. En bara ef þið viljið.
grenj.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Það virðist vera mun erfiðara að blogga þegar maður er ekki í skóla. Það gerist nú svo sem ekki margt. En jæja... ég fór aftur í sund. Get nú ekki sagt að ég hafi synt ógurlega mikið en ég er að minnska kosti hrein og fín og sérlega ilmandi. Þannig var mál með vexti að ég setti á mig ógurlega fína ilmvatnið mitt. Svo vildi nú ekki betur til en svo að ég missti glasið á steingólfið í klefanum og þegar ég tók það aftur upp kom í ljós að það var risavaxið gat á botninum og þar lak ilmurinn út. Ég endaði sem sagt MJÖG ilmandi. Fannst þetta nú samt heldur mikið af því góða svo ég ákvað að labba niður í bæ og láta lyktina fjúka af á meðan. Það tókst held ég bara ágætlega. Allavega vildi fólk alveg tala við mig og ég sá engan sérstakan "þú ert með of mikið af ilmvatni" svip. Enda sagði ég öllum sem heyra vildu hvað hafði komið fyrir til að koma í veg fyrir allann misskilning.
Nú sit ég á Sirkus með kaffibolla í annarri og tölvuna í hinni og hef það bara ljómandi gott í góðum félagsskap. Lífið er nú bara fínt. Nema ég vil ekki spila meira bakgammaon við Hjördísi því að hún svindlar.
og hana nú!!!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Loksins tókst það. Eftir margra mánaða pælingar og upphitun. Er oft búin að standa upp og ætla að fara af stað en aldrei hefur það gengið. Ég fór í sund. Mikið déskoti var það nú gott.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Jæja þá er komið að því að játa...
Djöfull er ég komin með nóg af helv... köttunum!!!!!! Alveg gjörsamlega komin með uppí háls og eiginlega uppí eyru. Jafnvel svo að það flæði útum eyrun á mér ógeðið. Sko, mínar læður eru allar geldar en það kemur víst ekki í veg fyrir að það komi (heimsk) fress og breimi og spræni merkipissi útum allt hús. Þeir sem þekkja ketti vita að breim ef ógeð og lyktin af merkipissi er hreinn og beinn viðbjóður. Viðbjóður!!!!! Ég gekk svo langt að hafa opinn gluggann í herberginu mínu í einn fokkings dag og næst þegar ég kom heim var búið að míga í gluggann. Um daginn ætlaði ég að fara að sofa þá var einn kötturinn búin að skíta, já skíta, á rúmið mitt. Núna er varla hægt að sofa fyrir einhverjum bláókunnugum ketti sem heldur að hann fái að gera dodo með náttúrlausu læðunum mínum. Eitt af geldu fressunum á efri hæðinni tekur meira að segja þátt í þessu góli!!! Djöfull er ég orðin viðbjóðslega þreytt á þessu. Þetta er ógeð. Mig langar stundum að senda öll þessi dýri í fínu hálsasveitina þar sem er nóg af músum fyrir alla til að elta og gaman að leika sér.
Og hana nú!!!

laugardagur, janúar 15, 2005

Stundum langar mig að brosa framan í allt og alla og vera skemmtilegust. Hitta fólk og spjalla og vera hress. Skemmtilegt og gaman og æsispennandi í alla staði.
Stundum langar mig bara að vera leiðinleg. Vera leiðinleg við fólk, segja því hvað mér finnst og bara láta allt flakka. Það er nú víst ekki viðeigandi. Maður á ekki að vera svona eða hinsegin. Fólk verður víst að passa í hin og þessi hlutverk. Láta sig hafa það og vera ekki að þessu væli. Harkan, maður verður að harka þetta af sér. Ekki kvartaði konan í sveitinni með öll börnin og kallinn, svo ég tali nú ekki um gestina sem heimta sitt. Líklega hugsaði hún nú samt sitt þessi kona. Alveg eins og ég hugsa mitt. Hugsi hugs.
Stundum þykir mér svo óendanlega vænt um alla. Alla vini mína og fjölskyldu. Alla sem ég þekki ekki. Stundum finn ég fyrir svo svakalegum samhug að mig langar til að fara að gráta yfir öllu heimsins böli og gera eitthvað, bara eitthvað til að laga. Svo fallast mér bara hendur. Hvar á maður eiginlega að byrja. Kannski ég byrji á því sem mér stendur næst. Kannski ég geri eitthvað fallegt. Kannski ekki. Kannski hugsa ég bara um mig og geri það sem ég þarf að gera til að mér og mínum líði vel. Maður veit aldrei. Ég brosi stundum til gamals fólks og býð ókunnugum góðan daginn. Maður veit aldrei ... kannski gerir það daginn betri fyrir einhvern.
Já, lífið mallar eftir því sem ég best veit.

laugardagur, janúar 08, 2005

sit í seli jökla. Kunnuglegar slóðir. Kunnuglegar aðstæður líka. er búin að vera að vinna í allann dag og fer svo að vinna á sirkus á eftir. Æsispennandi og skemmtilegt. Það vona ég að minsta kosti. Sat bara heima í gær og talaði í símann og góndi á sjónvarpið. Fékk svo góða gesti í góða heimsókn, gaman að því.
Ég er dálítið á milli vita núna. Get einhvern vegin ekki byrjað á neinu fyrr en á þriðjudaginn. Finnst eins og þá muni framtíð mín koma í ljós. Hmmm... kannski er það dálítið sterkt til orða tekið en samt... Ég krosslegg fingur og vona að þetta fari allt saman vel annars er ég í mjög djúpum skít sem ég veit ekkert hvernig ég á að fara að því að moka mig uppúr.
Ding dong...

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Illu er best aflokið sagði einhver. Mér tókst að ljúka því. Fjúff... Nú er bara að bíða 10 febrúar. Gangi mér vel.

sunnudagur, janúar 02, 2005

nú árið er liðið í aldanna skaut, jarí jarí jar.
Ég er búin að vera útafliggjandi svo lengi sem elstu menn muna. Lítið annað að gera yfir jólin. Þetta er búið að vera helvíti fínt. Kannski maður ætti frekar að segja kristilega fínt, svona til að halda í jólaandann. Núna er ég samt byrjuð að súpa seyðið af þesari legu, farin að fá í bakið og gott ef það er ekki að myndast legusár. Held samt að jólamaturinn komi í veg fyrir að beinin geti myndað legusár svo nokkru nemi.
En jæja ... ég eyddi áramótunum heima hjá Soffíu og fékk það stórkostlegan mat og ennþá betra meðlæti. Nammi namm. Ég fór svo í vinnuna á barnum klukkan 1 og var þar til að verða 9!!! Ég get eiginlega ekki sagt annað en að það hafi verið mjög leiðinlegt. Ég var farin að halda að það væri búið að dæma mig í eilífa vist í helvíti fyrir eitthvað sem ég hef gert á árinum sem er að líða. Ágætis helvíti að vera edrú innan um fullt fólk til eilífðar. Sem betur fer var þetta ekki helvíti heldur bara gamlárskvöld. Því lauk sem betur fer að lokum en þetta var mér næg viðvörun svo að ég heiti því að vera betri manneskja á nýju ári.
Verð að koma með eitt nöldur svona í lokin: "hvurn fjárann er skjár einn að pæla með því að sýna allann þennan helv.. fótbolta daginn út og daginn inn. Ég mótmæli af öllum kröftum, frá mínum dýpstu hjartarótum. Og hana nú!!!!!".
Njótið lífsins kæra fólk. Hugsum fallga til þeirra sem minna mega sín. Við ættum að lúta höfði í auðmýkt og þakka fyrir lífið.
yfir.