miðvikudagur, mars 28, 2007

Ekkert venjulegt.
Í gær varð ég vitni að svo miklum dugnaði og svo mikilli fegurð að mér finnst skrýtið að tíminn hafi ekki bara stoppað á meðan.
Í dag fór ég í fyrsta skipti í starfsmannaföt á landspítala. Ég "vann" mína fyrstu verknámsvakt. Það var bara alveg ágætt en mjög mikið að gera og dáldið erfitt að koma sér inní þetta allt saman.
Ég er samt æsispennt fyrir morgundeginum og vona að ég eigi eftir að vita aðeins betur hvað allir eru að gera þá :)
Hils smarta

mánudagur, mars 26, 2007

Helgin var skemmtileg. Hitti gamla vini og nýja. Hressandi bara og bæði betra.
Fór í kringlu og keypti rándýra vinnuskó. Ætlaði að vera hagsýn og kaupa ódýra skó. En einu skórnir sem voru bæði viðunnandi í þægindum og ódýrir voru svo ljótir að ég bara gat það ekki. Ég get ekki hugsað mér að byrja í verknámi á nýjum stað í forljótum skóm. Neibb landspítalinn má ekki halda að ég hafi slæman skó-smekk.
Ég keypti sem sagt dýrustu skóna sem í boði voru. Svo dýrir að í augnablikinu á ég þá ekki einu sinni, heldur herra Glitnir sem er kær vinur minn.
En núna er ég í skónum og mér líður eins og ég gangi á skýjum. Skórnir segjast líka ætla að duga í 30 ár.
Annars braut ég odd af oflæti mínu í gær og hóf áhorf á Grey's anatomy á netinu. Veit ekki hvort ég á að tala eitthvað meira um það, hálf skammarlegt að sóa svona miklum tíma að góna.
En jæja..nú er ég búin að prenta út, taka til, hafa til dót fyrir morgundaginn og búa til nesti.
Hils.

þriðjudagur, mars 20, 2007

Í morgun átti ég að mæta í verklega lífeðlisfræði kl 8. Ég valdi sjálf þennan tíma og skildi ekkert í sjálfri mér þegar ég vaknaði í morgun, hvað var ég eiginlega að hugsa?
Barninu var hent á lappir og á leikskólann og ég hljóp af stað uppí Læknagarð. Fyrir þá sem ekki vita þá er læknagarður staðsettur á svipuðuðm slóðum og BSÍ, samt í aðeins meiri fjarlægð, séð heiman frá mér.
Nú jæja ég mætti þangað kl 8:15 og finn hvergi stofuna. Leita og leita og nei engin stofa merkt vefjafræði. Það fer að læðast að mér illur grunur.
Átti ég örugglega að mæta í Læknagarð? Nú jæja ég ákvað að kveikja á tölvunni og athuga hvort ég fyndi einhverja upplýsingar. Nei nei ekkert þar nema óljós vísbending.
Nú mundi ég eftir lista sem hangir á vegg í stofu 103 í Eirbergi. Ég labbaði, mjög hratt, þangað og fann listann og þar stendur : "tímarnir eru kenndir í stofu 196 í öskju"!!!!! Dauði og djöfull.
Ég hljóp sem sagt alla leið til baka og mætti rúmlega hálf tíma of seint í tíma.
Komst reyndar að því að tíminn átti að byrja 8:15 en ekki 8.
Var farin að sjá fyrir mér alls konar drama. Til dæmis að ég mundi ekki mega mæta og yrði að mæta í næstu viku og þá verð ég í verknámi og kemst ekki. Eða að ég þyrfti að standa rjóð og sveitt uppi á töflu og segja öllum hvað ég er mikill kjáni.
Ekkert af þessu gerðist og ég laumaði mér í tíma, settist aftast og fór að glósa eins og vitlaus. Svona eins og ég hefði verið þarna allann tímann.

miðvikudagur, mars 14, 2007Gaman hjá okkur.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Ég og Agnes erum að læra.
Gengur mjög vel hjá okkur. Að vita meira og meira, meir'í dag en í gær. Jú jú nú veit ég að það er maður í einhverju blaði sem er bara hálfur.
Svo eru margar nýuppfærðar dagbækur á barnalandi. Ein kona var líka að leita sér að upplýsingum um emmaljunga - ég hjálpaði henni.
Í morgun var ég á börum og fékk að prófa að vera með hálskraga, svo fékk ég smá tívolíferði þegar stúlkurnar prófuðu að lyfta mér upp. Gaman. Ég reyndi að blása lífi í dúkku og svo batt ég um bólgin ökkla sem var í raun ekkert bólgin.


Ég heyrði svo skemmtilega veðurspá í gær. Samt spáir stormi.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Blönk, blönk, blönk, blönk.
Ég hlakka aldeilis til eftir mörg ár, þegar ég mun kannski hætta að vera alltaf svona blönk. Ég get amk vonað.
Ég ákvað að dreifa smá hluta af námslánunum á júní. Af því leiðir að núna fæ ég ennþá minni pening. Til að bæta aðeina á þetta þá þurfti ég líka að borga einhverja .!"%% vexti þannig að ég fékk ennþá minna.
Svo nú stend ég andspænis áskorun - að eyða engu í vitleysu í mars.
Hefði svo sem alveg getað sparað *hóst* í febrúar. En ég ákvað að drífa mig í að eyða peningunum mínum því annars gætu þeir hreinlega klárast.
En ég er svo sem ekkert að horfalla svo þetta er nú alveg í lagi. Svo get ég verið glöð yfir því að eiga ekki bíl - þarf þal ekki að kaupa bensín. Ég labba líka í skólann svo ég þarf ekki að borga í strætó. Fæ náttúrulega fína líkamsrækt af labbinu.
Hjól væri samt alveg huggulegt.
Þar sem ég á engan pening þá er nú alveg upplagt að byrja að spara fyrir hjóli.
Reyna að fara í keppni við sjálfa mig - sjá hvað ég get komist af með að eyða litlu. Mig dreymir nefnilega í laumi um að vera nægjusama konan sem eyðir kvöldum í að sauma og baka brauð.
En jæja.. væri nú ekki upplagt að fara að sofa svo ég verði hress og kát í fyrramálið?
Ég held það bara.

p.s. komin með vinnu í sumar. Dagvinnu að hluta til og að hluta til vaktavinnu. Alveg eins og ég vildi. Ég hlakka til í fætinum.