Ekkert venjulegt.
Í gær varð ég vitni að svo miklum dugnaði og svo mikilli fegurð að mér finnst skrýtið að tíminn hafi ekki bara stoppað á meðan.
Í dag fór ég í fyrsta skipti í starfsmannaföt á landspítala. Ég "vann" mína fyrstu verknámsvakt. Það var bara alveg ágætt en mjög mikið að gera og dáldið erfitt að koma sér inní þetta allt saman.
Ég er samt æsispennt fyrir morgundeginum og vona að ég eigi eftir að vita aðeins betur hvað allir eru að gera þá :)
Hils smarta
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gaman að heyra :) Hvar ertu annars í verknámi?
14 E - mjög gaman :)
úú ég vann einu sinni hjá Landspítalanum. Eða svona fór á námskeið í yfirsetu og svo kom að því að ég átti að byrja að vinna og ég fékk hjúkkuátfitt og nafnspjald sem stóð á Kristín Ósk Ingvarsdóttir - sérhæfður starfsmaður...
þá hætti ég :D
Enda var ég komin með búninginn, sama sagan var með fimmleikana. Þegar ég fékk búningin þá hætti ég! Og fótboltann og balletinn...
..hmm hvað skildi þetta samt segja um mig?
..það var bara svo mikið að gera í skólanum....
Skrifa ummæli