Jámm.
Allt gengur sinn vanagang. Prófin nálgast á fáránlegum hraða og ég finn engan tíma. Þegar ég hef tíma þá er ég þreytt og vill hvíla mig en þegar ég hef ekki tíma þá ... já hef ég ekki tíma.
Ég kvíði fyrir mörgu og hressleikinn er ekkert að ganga frá mér. Allt of mikið af útgjöldum stefna mína leið. Einhvern vegin virðist það alltaf vera svona. Það kemur allt í bylgjum. Barnið verður veikt og stækkar á dónalegum hraða eða að fötin minnka og skemmst, sjónvarpið bilað, þarf að kaupa þetta og hitt og skuldir hækka og maður sekkur í botnalust fen. Til að geta þetta þarf að fá lánað, svo byrjar maður næsta mánuð á að borga, svo þarf maður að fá aftur lánað til að komast í gegnum þann mánuð.... og svo framvegis. Kannski er karmað að kenna mér að skilja orðið "fátækragildra".
Á ég virkilega að trúa því? Að núna er ég orðin ein af þessum einstæðu mæðrum sem ná ekki endum saman um hver mánaðarmót. Ég er tölfræðin í fréttunum.
Nei það getur ekki verið, það er ekki fátækt á Íslandi.
Æji óttaleg bölsýni er þetta. Þetta fer allt saman einhvern vegin og að öllum líkindum vel.
Ætlaði að koma með eitthvað voða skemmtilegt svona í lokin en það bara kemur ekki.
Læra.
laugardagur, apríl 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hei - barnabæturnar koma um næstu mánó! ;) Eins og það bjargi einhverju...
Stuðningskveðjur!
I hear you...og það sinnum 3
Skrifa ummæli